Núðluréttur

Áhorf: 194 | Umsagnir (0)

Núðluréttur

Afgangar úr ísskápnum með núðlum !

(fyrir 2)

3 minutes noodles
Opnið pokann með núðlunum.
Hellið núðlunum í pott með 227 ml af vatni.
Náið upp suðunni á vatninu.
Blandið kryddi sem fylgdi með útí pottinn er suðu er náð. Hrærið í 3 mín.
Hellist í djúpan disk. 


Næst er þetta fundið í ísskápnum: 
1 lítill spergilkálshaus (brokkolí)
1 stór gulrót ( fint niðurskorin)
1/2 laukur
1/2 græn paprika
1/2 rauð paprika eða 1/1 paprika !
Kjötafgangar( soðið eða steikt kjöt skorið í litla bita )
salt og pipar (eftir smekk) 
Svo þetta:
Saxið grænmeti og kjöt, og léttsteikið í olíu á pönnu í nokkrar mínútur (hafið lokið yfir). Bætið soðinu af núðlunum út á pönnuna og sjóðið grænmetið í því í nokkrar mínútur enn, eða þar til það er orðið meyrt. Kryddið með salti og pipar eftir smekk (kryddsoðið af núðlunum gæti nægt sem krydd).

Þetta er uppskrift sem reynir á þor og djörfung kokksins.

Til að koma þessu niður má hafa með réttinum gott rauðvín eða kaldan bjór ! (Eða sleppa) 

Umsagnir

Email recipient is invalid or empty.
Database Error
We are sorry, a database error has occurred and pageload stopped, an admin has been notified.
2019-11-19 13:44