Girnilegt humarpasta á mettíma.

Áhorf: 416 | Umsagnir (0)

Girnilegt humarpasta á mettíma

Pasta skrúfur eða tagatelli 
Humar 
Humarsúpa frá Grími kokki, frosinn 
Svartur pipar 
Hvítlaukur 
Rauðlaukur 
Paprika 
Og það grænmeti sem er til í ísskápnum 
Feta ostur 
Parmessan ostur 

Skelfléttið humarinn og takið svarta þráðinn úr miðju humarhalans. Létt steikið humarinn upp úr smjöri og kryddið með hvítlauksdufti. Sjóðið á meðan í potti pastaskrúfurnar eða tagatelli, gott er að setja einn tening af grænmetiskraft út í . Passið að sjóða pastað ekki lengur en stendur á umbúðunum. 
Létt steikið svo það grænmeti sem er til, t.d. rauðlauk, lauk,papriku osfrv. 

Hitið humarsúpu frá Grími kokki og notið sem sósu yfir pastað. 
Frábær súpa sem hentar ekkert síður sem sósa. Sparar mikinn tíma og er mjög góð á bragðið. 
Blandið því næst humrinum grænmetinu og ostinum saman. 
Borið fram með einföldu fersku salati, nokkur græn lauf, tómatar, rauðlaukur og nýju baguette. 

Umsagnir

Email recipient is invalid or empty.
Database Error
We are sorry, a database error has occurred and pageload stopped, an admin has been notified.
2019-11-19 12:21