Taglíatelle með humar,ferskum aspas og valhnetum í kryddjurtasósu

Áhorf: 241 | Umsagnir (0)
Taglíatelle með humar,ferskum aspas og valhnetum í kryddjurtasósu

Taglíatelle pasta
Humar og sósa:
800 gr.hreinsaður humar
6 stk.ferskur aspas
3-5 stk. Skalottlaukur (eftir stærð)
¾ dl. Valhnetur
Góður vöndur af ferskum kryddjurtum ( eftir smekk)
Salvía, basil, steinselja, estragon, graslaukur, 1 msk. Ólívuolía, 1 dl hvítvín,
1 dl. Fiskisoð, 2 dl. Rjómi, 1 búnt lambsalat til skrauts og svartur pipar úr kvörn.

Heimabökuð pizza frá grunni

Áhorf: 287 | Umsagnir (0)

Heimabökuð pizza frá grunni

Deig: 
225 g hveiti 
1 pakki þurrger 
1/2 tsk salt 
2 msk ólífuolía 
5 msk volgt vatn 
1 egg 

Öllu blandað saman og hnoðað vel, látið hefast á hlýjum stað.
Mótið botninn úr deiginu og setjið á smurða bökunarplötu.
Breiðið ofan á degið og látið standa í 10 mínútur áður en fyllingin er sett á. 

Fylling: 
1 papríka 
2 laukar 
2 msk ólífuolía 
2 hvítlaukrif marin 
1 tsk oregano 
1 tsk majoram 
1/2 tsk salt 
1 dós af tómötum 
2 msk tómatpure 
5 tómatar 
2 msk kapers 
svartar steinlausar ólífur 

Olífuolían sett í pott og hituð, kryddjurtir, söxuð papríka, laukur og hvítlaukur sett út í og látið krauma á lágum hita í 15 mínútur. 
Tómötum úr dós bætt út í, suðan látin koma upp og kraumað áfram í 45 mínútur. 
Tómatpure bætt úti og sósan soðin í 5 mínútur án loks. 

Sósan sett á botninn, niðursneiddar tómatsneiðar, kapers og ólífur eftir smekk. 
Bakað við 200°C í 15-25 mínútur. 

Svo er alltaf hægt að setja hvaða álegg sem er ofan á eftir því sem hugurinn girnist hverju sinni. 


Pastaveisla

Áhorf: 234 | Umsagnir (0)

Pastaveisla

Kolbrún Harpa Halldórsdóttir setti inn 

400gr Pasta,nota má hvaða pasta sem er. 
10 stk Islenskir sveppir 
400gr spergilkál 
hálfur bolli furuhnetur 
15 pressuð hvítlauksrif 

Sjóðið pastað,léttsjóðið spergilkálið í 4 til 5 min. 
Setjið pastað í skál og blandið spergkálinu saman við.
Steikið þá sveppina í olíu á pönnu og blandið saman við.
Steikið þar næst furuhneturnar í olíunni þar til þær fá brúnan lit og blandið þeim saman við pastað. 

Bætið nú meiri olíu á pönnuna og steikið pressuð hvitlauksrifin.
Hellið þeim yfir allt saman og blandið vel í skálinni. 

gott að bera fram með hvitlauksbrauði og fersku salati


Pastasalat með karríkjúklingi

Áhorf: 192 | Umsagnir (0)

Pastasalat með karríkjúklingi

Heitt, kalt eða volgt - en alltaf gott
395 kkal/sk, tekur 1 klst, fyrir 6, meðal
3 kjúklingabringur
2 msk indverskt karrímauk
200 ml sýrður rjómi (18 %)
½ sítróna
250 gr pastaskrúfur eða slaufur
Salt
6 msk majónes
2 msk mangókryddmauk
2-3 vorlaukar, saxaðar
1 mangóaldin, þroskað
1 gul paprika
1 salathöfuð
1-2 msk saxað kóríanderlauf

Ofninn hitaður í 200 gráður.
Karrímaukinu hrært saman við 2 msk af sýrðum rjóma og 2 tsk af sítrónusafa.
Blöndunni smurt jafnt utan á kjúklingabringurnar, þær settar í eldfast mót, álpappír breiddur yfir og settar í ofninn í um 25 mín, eða þar til þær eru steiktar í gegn.
Teknar út og látnar kólna. 

Pastað soðið i saltvatni.
Þegar það er tilbúið er það látið í sigti og látið leka af því og það kælt.
Majonesinu hrært saman við afganginn af sýrða rjómanum og mangókryddmaukið og síðan er vorlauknum hrært saman við það.

Mangóið afhýtt, steinhreinsað og skorið í teninga og paprikan fræhreinsuð og skorin í mjóar ræmur.
Kaldar kjúklingabringur skornar í þunnar sneiðar þvert yfir.
Kjúklingi, mangó, paprika, og pasta blandað saman og síðan er sósunni hellt yfir og blandað vel.

Salatblöðin skoluð, rifin niður og dreift á fat og kjúklinasalatið sett í miðjuna.
E.t.v. skreytt með kóríanderlaufi eða steinselju og borið fram.


Rjómapasta með sellerí

Áhorf: 202 | Umsagnir (0)

Rjómapasta með sellerí

Fyrir 8

450 gr af pastaskeljum
Gróft salt og ómalaður pipar
1 bolli léttmajones
1/3 bolli ferskur sítrónusafi
6 sellerístilkar, skornir langsum og í litla bita þversum
1 bolli sellerílauf
½ meðalstóra rauðlaukur, fínt skorinn

1. Eldið pastað í stórum potti með söltuðu sjóðandi vatni, þegar það er soðið hreinsað undir köldu vatni.
2. Blandið saman majonesi og sítrónusafa í stórri skál. Bætið við selleríbitunum og laufunum, lauknum og kældu pasta, kryddið með salti og pipar.
Blandið saman.


Pasta með ofnbökuðu grænmeti (auðvelt)

Áhorf: 197 | Umsagnir (0)

Pasta með ofnbökuðu grænmeti (auðvelt)

350-400 g Taliatelle ferskt pasta 
½ kg tómatar
1 rauð paprika
1 laukur
2-3 hvítlauksrif 
8-12 sneiðar af pepperoni 
pestó-sósa 3-5 mtsk
pipar / salt
bacon u.þ.b. 300-400 g 
basilíkakrydd
parmesan-ostur

Ofninn hitaður í 220 gráður. 

Tómatar, paprika, laukur, hvítlaukur, peperoni skorið í flísar eða smáa bita. Kryddað með salti og pipar.
Pestasósunni blandað saman við og allt sett í eldfast mót. Sett í ofn og eldaðí 35-40 mínútur.

Baconið skorið í smábita/reimar, steikt meðal-stökkt á pönnu.
Pastað soðið í söltu vatni samkv. leiðbeiningum.

Pastað ((þegar það er tilbúið) er hellt í sigti, látið renna af því suðuvatnið, sett í góða skál. Grænmetið tekið úr ofninum og því blandað saman við. Baconið tekið af pönnunni (skilja fituna eftir) og dreift yfir pastað. Klippa basilikku yfir réttin í skálinni.
Setja svo smá parmesanosti yfir disk hvers og eins í lokinn.

Bera fram með góðu brauði.


Grænmetisbaka með salati og dressingu

Áhorf: 182 | Umsagnir (0)

Grænmetisbaka með salati og dressingu

Fylling: 
4 meðalstórar kartöflur (250 gr) 
1 litil sæt kartafla (200 gr) 
2 gulrætur (150 gr) 
150 gr spergilkál 
½ rauð paprika 
30 gr bankabygg frá Móður jörð 
200 gr rjómaostur 
50 gr enskur cheddarostur 
150 gr ferskt spínat 
2 stilkar steinselja 
¼ múskathneta 
Salt á hnífsoddi 
Pipar á hnífsoddi 
1 kúffull tsk kókosolía 
1 litið vatnsglas 

Skrælið sætu kartöfluna og gulræturanr ef þarf. Grænmetið skorið í bita, nema spínatið. Léttsteikt í kókosolíunni. Stráið salti yfir. Hellið vatni á pönnuna og bætið rjómaosti út í. Þegar hann hefur bráðnað, bætið við cheddarostinum og spínatinu. Rífið múskathnetuna með grófu rifjárni, klippið steinseljuna út í og stráðið pipar yfir. Takið pönnuna af hitanum og gerið deigið. 

Deig: 
200 gr gróft spelt 
100 gr mjúkt smjör 
½ dl kalt vatn 
Salt á hnífsoddi 

Setjið spelt í skál og stráið salti yfir. Myljið smjörið yfir og blandið varlega saman með fingrunum. Hellið vatninu út í og þjappið deiginu varlega í góða kúlu-Alls ekki hnoða eða þjappa of mikið. Stráið dálitlu spelti á borðið, fletjið út deigið og setjið í gott bökunarform. Ekki má gleyma að stinga 10-12 göt á botninn með gaffli. Setjið fyllinguna í deigið, rifið ost yfir og bakið við 200°c á yfir-og undirhita í 30 mínútur. 

Frönsk dressing: 
1 tsk sterkt sinnep 
Tæplega q tappi balsamik-edik eða rauðvínsedik 
1 tsk hunang 
½ dl ólívuolía 
Salt á hnífsoddi 
Hrærið öllu vel saman með gaffli, nema olíunni. Bætið oíunni rólega saman við og hrærið vel um leið. 
Salat: 
Fersk spínatblöð 
Íssalat 
Ristuð sólblómafræ, furuhnetur og/eða graskersfræ


Tortellini og paprika á skotstundu

Áhorf: 173 | Umsagnir (0)
Tortellini og paprika á skotstundu

Tortellini, annað hvort kjöt eða ostafyllt, 
eða blanda báðum gerðum saman 50/50. 
Paprika skorin í smáa bita. 
Skinka skorin í fínlegar ræmur.
Matreiðslurjómi 
Rifinn ostur 

Tortellini soðið eftir leiðbeiningum.
Sett í eldfast mót. Paprika og skinka sett út í rjóman, hrært saman.
Hellt yfir tortellini í fatinu. Osturinum stráð yfir.
Bakað við 180 gráður í ofni þar til osturinn er orðinn ljósbrúnn 
Borið fram með hvítlauksbrauði og sallati

Baka frá Þuríði

Áhorf: 183 | Umsagnir (0)

Baka frá Þuríði

6 dl hveiti 
150 gr sjörlíki 
1 tsk salt (má sleppa) 
2 dl kalt vatn 

Hveiti og smjörlíki hnoðað saman (ég geri allt í vél) salt sett útí og vatninu bætt útí smátt og smátt. 
Deiginu skipt í 2 hluta (1/3 og 2/3)og flatt út, sá stærri settur í botn á eldföstumóti og pikkað með gaffli í botninn. Steikt hakk ca 500 gr. sett í bökuna og lítil dós ananasbitar dreift yfir. Svo er minni hlutinn af deiginu settur yfir og brúnum þrýst vel saman og pikkað með gaffli í deigið til að fá smá mynstur og til að hleypa gufunni út. penslað með mjólk og bakað þar til gullið, helst á undir/yfir hita. 
Borið fram með tómatsósu og heimalagaðri kartöflustöppu. 

Strákarnir mínir eru jafn vitlausir í þetta og ég var sem krakki. Annars minnir mig að í upprunalegu uppskriftinni hafi verið notaðir allskyns afgangar en þetta er besta samsetningin að okkar mati. 

Kv. Þuríður


Kjúklingur í pasta

Áhorf: 182 | Umsagnir (0)

Kjúklingur í pasta 

Einföld pastauppskrift með kjúklingi. 

4 kjúklingabringur
2 bollar brockoli
1 paprika rauð
1 bolli sveppir
4-5 hvítlauksrif
1 - 2 bollar rjómi
sítrónupipar
hvítlauksbrauð 
200 gr pastaskrúfur, sjóða allveg eftir leiðbeiningum 

Steikið upp úr olívuolíu kjúklingabringur (skornar í fína strimla) og grænmetið. 
Bætið niðursöxuðum hvítlauk út í, steikið áfram,hellið rjómanum út í og hitið í smástund.
Hellið öllu yfir nýsoðið pastað.