Spaghetti Carbonara

Áhorf: 290 | Umsagnir (0)

Spaghetti Carbonara 
Frægur Ítalskur réttur. 

400 g spaghetti 

200 g beikon, skorið í fína bita 
1 laukur, saxaður 
2-3 hvítlauksgeirar,kurlaðir 
3 egg 
3-5 msk rjómi / matreiðslurjómi 
50-100 g parmasen ostur 
salt og svartur pipar 

Spaghettíið soðið samkvæmt leiðbeiningum á pakkningunni 

Beikon steikt á pönnu, lauk og hvítlauk bætt út. 
Allt saman við vægan hita ( passa að brenna ekki) 
steikt þar til laukurinn er orðinn mjúkur. 

Eggjum, rjóma og parmasen hrært saman í skál. 
Bragðbætt með pipar og salti ef þarf. 
Smakka til. ( Ath. parmesanostur og beikon gefa nokkurt salt) 

Soðnu spaghettíinu hellt í sigti. Hitin lækkaður undir pönnunni. 
Síðan er spaghettíinu rennt út í pönnuna með beikoninu 
og eggjahrærunni hrært síðast saman við. 

Blandað vel saman og borið fram með hvítlauksbrauði. 

Glas af rauðvíni hentar hér vel með réttinum. Bara eitt glas!


Piparosta pasta

Áhorf: 373 | Umsagnir (0)
Piparosta pasta :) 

500 gr pasta 
1- Piparostur 
1/2 litri mjólk 
1 og hálfur grænmetis teningur 
sveppir og paprika eftir smekk 
hvítur sósujafnari 
--------------------------


látið mjólkina í pott og setjið á vægan hita brytjið ostinn nyður i bita og látið útí og bræðið hann saman við mjólkina næst látiði teningana útí og hrærið ATH sósan má ekki sjóða þykkið hana með hvítum sósujafnara (maisena) létt steikið sveppi og papriku og látið úti ´sósuna ...eftir að pastað er soðið er því blandað saman við sósuna. 


þetta er rosalega gott pasta sem hefur verið notað á veitingastað og svo má breit því með því að nota aðra osta og annað grænmeti ;) bætið meiri mjólk í til að auka sósuna ef það eru margir í mat og hálfan tening í viðbót og meira pasta . 

ef hitað er upp daginn eftir þá skal hella sma mjólk útí og hræra saman ;)

Kjúklingapasta

Áhorf: 199 | Umsagnir (0)

Kjúklingapasta 
frá Sigrúnu Sigmars


5 dl soðnar pastaskrúfur
2 dl maís úr dós
1 grillaður kjúklingur
200 ge léttsoðið sperkilkál
1/2 saxaður blaðlaukur (hvíti hlutinn)
1 dós Kjúklingasúpa
1 msk tómatpúrre
1 pressaður
hvítlauksgeiri
1 dl rjómi
150 gr rifinn óðalostur
4 msk parmesan

Aðferð:

Spyrjið eldfastmót og setjið pastaskrúfurnar í mótið. Dreifið maísinum yfir, skerið kjúklingakjötið smátt og dreyfir yfir maísinn. Setjð spergilkálið ofan á og dreifið blaðlauknum yfir. Blandið saman súpunni, tómatpurru, hvítlauk og rjóma og hellið yfir. Rífið ostinn, blandið parmesan saman við hann og stráðið yfir. Bakið í 15-20 mín. við 200°C. Beri fram með hvítlauksbrauði.Girnilegt humarpasta á mettíma.

Áhorf: 231 | Umsagnir (0)

Girnilegt humarpasta á mettíma

Pasta skrúfur eða tagatelli 
Humar 
Humarsúpa frá Grími kokki, frosinn 
Svartur pipar 
Hvítlaukur 
Rauðlaukur 
Paprika 
Og það grænmeti sem er til í ísskápnum 
Feta ostur 
Parmessan ostur 

Skelfléttið humarinn og takið svarta þráðinn úr miðju humarhalans. Létt steikið humarinn upp úr smjöri og kryddið með hvítlauksdufti. Sjóðið á meðan í potti pastaskrúfurnar eða tagatelli, gott er að setja einn tening af grænmetiskraft út í . Passið að sjóða pastað ekki lengur en stendur á umbúðunum. 
Létt steikið svo það grænmeti sem er til, t.d. rauðlauk, lauk,papriku osfrv. 

Hitið humarsúpu frá Grími kokki og notið sem sósu yfir pastað. 
Frábær súpa sem hentar ekkert síður sem sósa. Sparar mikinn tíma og er mjög góð á bragðið. 
Blandið því næst humrinum grænmetinu og ostinum saman. 
Borið fram með einföldu fersku salati, nokkur græn lauf, tómatar, rauðlaukur og nýju baguette. 


Sáraeinfaldur en fínn pastaréttur

Áhorf: 190 | Umsagnir (0)
Sáraeinfaldur en fínn pastaréttur

1 dl grænmetiskraftur ( teningur uppleystur í vatni)

1 1/2 dl rjómi
1 1/2 dl mjólk
1 tsk oregano
2 msk hveiti
1 dós sveppir í sneiðum (lítil)
80 - 100 g skinka smátt skorinn
80 gr 26% Goudaostur
100 g pasta ( Gnocchi eða Penne Rigate)

Sjóðið 100 g af pasta nákvæmlega eftir leiðbeiningum á umbúðum.
Blandið saman mjólk, rjóma, sveppasoði, kryddi og hveiti, hitið og hrærið í á meðan suðan kemur upp (annars fer sósan í kekki). 


Bætið rifnum osti, skinkunni og sveppum út í og látið sjóða við vægan hita í 3-5 mín. Kryddið meira ef þarf.
Setjið pastað í eldfast mót og hellið sósunni yfir.
Bakið í ofni við 180°C í 5-10 mín


Humarpizza

Áhorf: 511 | Umsagnir (0)

Humarpizza


Botn: 
500 gr. hveiti 
1 og 1/2 bréf þurrger 
2.tsk. salt 
1. tsk. sykur 
pizzukrydd 
4. msk. ólía 
4-5 dl. vatn 
Allt hnoðað saman og látið hefast í 1. klst. Úr þessu deig fáið þið 5. pizzur ( ef þið eigið pizzuofn) 

-17. humarhalar skel flettir og hreinsaðir, síðan skorin í tvennt efir endilöngu. Lagið í hvítlauksolíu sem er olía með söxuðuð hvítlauk í (vel hálfur laukur). 
-Pizzubotnarnir pennslaðir með olíunni sem humarinn er marinneraður í. Humrinum raðað á pizzubotninn ( gæta þess að strúka vel olíuna af honum). 
-Síðan er mexikóskurostur skorin í bita og raðað á milli humranna. 
-Rifinn ostur settur ofan á og pizzukryddi stráð yfir. 
Bakað í pizzaofni í nokkrar mínútur. 
-Þegar að pizzan er tekin úr er RUCCOLI (KLETTASALATI) stráð yfir. 

Þessi pizza er mjög góð. Verði ykkur að góðu. 

Kveðja Emma Vídó 


Pizzadeig

Áhorf: 186 | Umsagnir (0)

Pizzadeig 

Pizzadeig fyrir Salatmaster pottana

1 bréf þurrger 
2 msk olía 
500 g hveiti 
4 dl vatn 
1/2 msk salt 


Blandið hveiti, salti og þurrgeri saman, því næst er olífuolíunni og volgu vatni bætt í.
Hnoðið allt saman í deig. Látið hefast undir handklæði í ca 30 mínútur. 

Á meðan deigið er að hefast er um að gera að undirbúa það sem fer á pizzuna, t.d. rífa niður grænmeti og ost í kvörninni, verka hakk í sigtispottinum o.s.frv. 
Fletið deigið út þunnt (ca 2 mm) og skerið það til eftir lokinu á pönnunni.
Ath að þetta deig er fyrir 4 botna, hægt að setja rest inn í ofn. 

Setjið pizzadeigið á kalda rafmagnspönnuna.
Setjið pizzasósu á botninn og fyllinguna ofan á.
Stillið á 170° og bakið í 10 mín. og slökkvið.
Bíðið í aðrar 10 mínútur áður en þið skerið pizzuna. 


Gott er að hafa með þessu hvítkálssalat.


Núðluréttur

Áhorf: 189 | Umsagnir (0)

Núðluréttur

Afgangar úr ísskápnum með núðlum !

(fyrir 2)

3 minutes noodles
Opnið pokann með núðlunum.
Hellið núðlunum í pott með 227 ml af vatni.
Náið upp suðunni á vatninu.
Blandið kryddi sem fylgdi með útí pottinn er suðu er náð. Hrærið í 3 mín.
Hellist í djúpan disk. 


Næst er þetta fundið í ísskápnum: 
1 lítill spergilkálshaus (brokkolí)
1 stór gulrót ( fint niðurskorin)
1/2 laukur
1/2 græn paprika
1/2 rauð paprika eða 1/1 paprika !
Kjötafgangar( soðið eða steikt kjöt skorið í litla bita )
salt og pipar (eftir smekk) 
Svo þetta:
Saxið grænmeti og kjöt, og léttsteikið í olíu á pönnu í nokkrar mínútur (hafið lokið yfir). Bætið soðinu af núðlunum út á pönnuna og sjóðið grænmetið í því í nokkrar mínútur enn, eða þar til það er orðið meyrt. Kryddið með salti og pipar eftir smekk (kryddsoðið af núðlunum gæti nægt sem krydd).

Þetta er uppskrift sem reynir á þor og djörfung kokksins.

Til að koma þessu niður má hafa með réttinum gott rauðvín eða kaldan bjór ! (Eða sleppa) 


Fljótlegt túnfiskpasta

Áhorf: 263 | Umsagnir (0)
Fljótlegt túnfiskpasta

2 ds túnfiskur (í olíu)
3-4 hvítlauksgeirar 
2.dósir kássaðir tómatar ( kurlaðir í dós)
1 laukur (ekki dverga)
1 paprika að eigin vali
200 gr nýir sveppir (eða stór sveppadós)
Pasta eftir eigin vali.
Oregano,steinselja og hvítvínssletta ( má sleppa)


Aðferð:
Sjóðið pastað nákvæmlega eftir leiðbeiningum.
Saxið laukinn, paprikun og sveppina og létt steikið á pönnu.
Túnfiskurinn kurlaður eða leystur í sundur og bætt útí, láta malla- 
og síðan tómötunum. 
Kryddað eftir smekk en varlega.

Sigtið pastað, mýkið aðeins með olífuolíu.
Skammtið pasta á disk og ausið pastasósunni yfir.

Borið fram með góðu brauði.

Gott Tortellini pasta með kjúkling

Áhorf: 276 | Umsagnir (0)

Gott Tortellini pasta með kjúkling
Fyrir 4

4 bollar ostafyllt Tortellini eða önnur tegund
4 góðar kjúklingabringur
Slatti af sveppum
1 laukur
4 stórir hvítlauksgeirar, eða meira
Smá börkur af sítrónu
Pestó
2 hnefar pekan hnetur eða hnetur að eigin vali
Ferskur parmesan ostur
Salt og pipar
Ólífuolía

Grænmeti grófskorið og kjúklingur skorinn í teninga.
Pastað soðið. Kjúklingurinn steiktur á pönnu með salti og pipar þar til hann er tilbúinn og tekinn af.
Sveppirnir snöggsteitir á pönnu, hvítlauknum og lauknum bætt við, passið vel að hvítlaukurinn brenni ekki.
Pastað sigtað og bætt aftur á pönnuna ásamt kjúklingnum, tekið af hitanum.
Pestóinu bætt út í og sítrónubörkur rifinn yfir.
Öllu blandað vel saman og kryddað með salt og pipar.

Borið fram með ferskum parmesan, pekanhnetum, fersku salati og brauði, en fyrir þá sem vilja minnka kolvetnisneyslu er brauðinu sleppt.

Rétturinn er sérstaklega ljúffengur með köldu hvítvíni, til dæmis Riesling.