Speltlasanja með kókosmjólk

Áhorf: 205 | Umsagnir (0)
Speltlasanja með kókosmjólk

1 pakki spelt-lasanja
1 dós kókosmjólk
1 þokkalegt oststykki (einhver braðsterkur), magn eftir smekk, til dæmis nokkrar ostsneiðar af venjulegum osti líka.
10-12 stk tómatar
Smá ólívuolía
2 stk hvítlauksrif
1 búnt fersk basilíka
Salt og pipar eftir smekk

Kókosmjólk og bragðsterkur ostur (t.d geitaostur) í matvinnsluvél og hrært vel saman.
Hvítlauksrifin skorin smátt og hrært saman við olíuna, basilíkuna, saltið og piparinn.
Smá olíu í botninn á eldföstu móti og byrja síðan að fylla í þessari röð: 
Þunnt lag af kókosgumsinu, síðan lasanja-plötur og lag af tómötum (skornir í skífur).
Dreifið smá af olíuhrærunni með basilíkunni og byrjið upp á nýtt.
Setjið ostsneiðarnar efst.

Bakist við 200°c í 25 mín með álpappír yfir og síðan í aðrar 7 mín án álpappírs.


Pastasalat með karrísósu

Áhorf: 185 | Umsagnir (0)

Pastasalat með karrísósu 

250 gr pastaskeljar 
3 harðsoðin egg 
1 litill blaðlaukur 
10 radísur 

Sósa:
1 msk matarolía 

½-1 msk karrí 
½-1 msk franskt sinnep 
1 msk steinselja 
2 msk mjólk 
1 ½ dl majones eða sýrður rjómi 


Núðlusalat með kryddlegnum silungi

Áhorf: 179 | Umsagnir (0)

Núðlusalat með kryddlegnum silungi 
Forréttur fyrir 4 


Hráefni: 
400 gr roðlaus/beinlaus silungur 
1 msk oriental rub frá Nomu 
½ stk sírtróna, börkur og safi 
Pipar og Maldon salt 

Skerið silunginn í strimla.
Blandið kryddinu og sítrónunni saman og leggið silungsstrimlana í.
Látið liggja í um 30 mín. 

Hráefni: 
80 gr japanskar Soba-núðlur 
2 msk lime-safi 
1 msk orental rub frá Nomu 
1 msk tamarin-sojasósa 
1 msk sesamolía 
1 msk sæt chili-sósa 


Sjóðið núðlurnar í léttsöltuðu vatni í um 2 mín.
Kælið og sigtið.
Búið til dressingu með því að blanda öllu saman í skál og hella yfir núðlurnar.
Blandið varlega saman núðlunum og silungnum.
Hægt er að skreyta með t.d. fersku kóríander og/eða sesamfræjum. 


Spaghettí með gráðosti og hnetum

Áhorf: 202 | Umsagnir (0)

Spaghettí með gráðosti og hnetum 
Tekur 15 mín, fyrir 4, mjög létt 


25 valhnetukjarnar 
350 gr spaghettí 
Salt 
250 ml matreiðslurjómi 
100 gr gráðostur, mulinn 
2-3 msk basilíka, söxuð 
Nýmalaður pipar 

Hnetur ristaðar á þurri pönnu þar til þær eru að byrja að taka lit en síðan látnar kólna og saxaðar fremur gróft. 
Spaghettí soðið í saltvatni. Á meðan rjóminn og osturinn sett í pott og hitað þar til gráðosturinn er farinn að bráðna. 
Potturinn tekinn af hitanum, basilíkunni hrært saman við og smakkið til með pipar. 
Þegar spaghettíið er soðið er því hellt í sigti og látið renna vel af því en síðan hvolft í skál, hnetunum stráð yfir, sósunni hellt ofan á og blandað vel. 
Einnig má hita 100-150 gr af rækjum í sósunni og blanda saman við spaghettíið. 


Spagettí alla bolognese

Áhorf: 189 | Umsagnir (0)

Spagettí alla bolognese 
Spagettí, kjöthakk, tómatar og kryddjurtir 


1 msk olía 
½ laukur, saxaður 
1-2 hvítlauksgeirar, saxaðir 
½ rauð paprika, fræhreinsuð og söxuð 
500 gr kjöthakk, t.d. blanda af lamba- og svínahakki 
1 dós tómatar, saxaðir 
1 lárviðarlauf 
1 tsk ítölsk kryddjurtablanda 
½ tsk sykur 
Nýmalaður pipar og salt 
350 gr spagettí 
½ knippi steinselja, söxuð 

Olían hituð í þykkbotna potti eða á pönnu og laukurinn, hvítlaukurinn og paprikan látin krauma í henni við meðalhita í nokkrar mínútur.
Þá er hakkið sett út í og hrært oft á meðan það er að brúnast. 

Tómötum hellt yfir ásamt leginum úr dósinni og kryddað með láviðarlaufi, kryddjurtarblöndu, sykri, pipar og salti. 
Hitað að suðu, svolítlu vatni bætt út í ef þarf og látið malla við hægan hita í 15 mínútur eða lengur.
Á meðan er pastað soðið í saltvatni samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
Hellt í sigti og látið renna vel af því en síðan hvolft í skál. 

Kjötsósan smökkuð, bragðbætt með pipar og salti ef þarf, steinseljunni hrært saman við og hellt yfir. 


Pastasalat með salami og mais

Áhorf: 196 | Umsagnir (0)
Pastasalat með salami og mais
 
Matarmikið, girnilegt og gómsætt 
fyrir 4, létt 

200 gr pasta (t.d. lumachi eða gnocchi) 
Salt 
2 egg 
1 græn paprika 
1 litill raulaukur 
1 litil dós niðursoðinn mais 
4 msk sýrður rjómi 
2 msk majones 
½ tsk paprikuduft 
Chillipipar á hnífsoddi 
Nýmalaður pipar 
1 salathöfuð eða eitthvað gott eftir smekk 
150 gr salamipylsa í sneiðum 

Pastað soðið í saltvatni.
Eggin harðsoðin , kæld og skurnflett og skorin í báta. 
Á meðan pastað sýður er paprikan fræhreinsuð og skorin í þunnar ræmur og laukunn afhýddur, skorinn í helminga og hvor helmingur síðan í þunnar sneiðar.
Maiskorninu hellt í sigti og látið renna vel af því en síðan blandað saman við paprikuna, laukinn og pastað.
Sýrður rjómi, majones, paprikuduft og chili hrært saman, smakkið til með pipar og salti og e.t.v. þynnt ögn með köldu vatni.
Blandað saman við salatið. 

 


Tortellini a La Roma (sáraeinfallt)

Áhorf: 207 | Umsagnir (0)

Tortellini a La Roma (sáraeinfallt) 

500 g tortellini, með kjötfyllingu ( eða osta) 
2.5 dl rjómi 
150 g skinka 
100 g smáar grænar baunir 
3 msk parmesan 
3 msk ólífuolía 
1 stk hvítlauksrif 
salt / pipar 
smjörklípa 
Skerið skinkuna í fínar flísar og saxið hvhítlauksrifið niður. 


Sjóðið pastað eftir leiðbeiningunum á umbúðunum. 
Hitið olíu á pönnu og setjið út í hana hvítlauk og skinku. 
Látið þetta malla við vægan hita í um 2 mínútur. 
Bæta við rjóma og salti. 
Látið malla í 2 mínútur og setjið þá baunir út í. 
Setjið tortellini í góða skál, hellið blöndunni af pönnunni yfir. 
Bera fram með salati og brauði. 


Spaghettí með gráðosti og hnetum

Áhorf: 180 | Umsagnir (0)

Spaghettí með gráðosti og hnetum

 fyrir 4, mjög létt

25 valhnetukjarnar
350 gr spaghettí
Salt
250 ml matreiðslurjómi
100 gr gráðostur, mulinn
2-3 msk basilíka, söxuð
Nýmalaður pipar

Hnetur ristaðar á þurri pönnu þar til þær eru að byrja að taka lit en síðan látnar kólna og saxaðar fremur gróft.

Spaghettí soðið í saltvatni. Á meðan rjóminn og osturinn sett í pott og hitað þar til gráðosturinn er farinn að bráðna.

Potturinn tekinn af hitanum, basilíkunni hrært saman við  og smakkið til með pipar.

Þegar spaghettíið er soðið er því hellt í sigti og látið renna vel af því en síðan hvolft í skál, hnetunum stráð yfir, sósunni hellt ofan á og blandað vel.

Einnig má hita 100-150 gr af rækjum í sósunni og blanda saman við spaghettíið.


Pastasalat með sinnepssósu og hvítlauksbrauði

Áhorf: 294 | Umsagnir (0)

Pastasalat með sinnepssósu og hvítlauksbrauði 
 

150.g skinka 
100.g ostur  (T.d, Havarti krydd ostur eða annar góður ostur) 
100.g vínber 
5.dl pastaskrúfur eða fiðrildi 
2.msk ólífuolía 
2.stk harðsoðin egg 
2.msk ristaðar furuhnetur eða sólblómafræ (má sleppa) 
 
Sinnepssósa: 
 
2 msk. majónes 
3 msk. súrmjólk 
2 msk. sætt sinnep 
1 tsk. Dijon sinnep 
1 tsk. Hunang 
 
Sjóðið pastað og látið renna á það kalt vatn. 
Setjið pastað í skál og dreypið ólífuolíunni yfir. 
Skerið ostinn í teninga. 
Skerið vínberin í tvennt og fjarlægið steinana úr þeim. 
Skerið skinkuna og eggin í bita. 
Blandið þessu öllu saman við pastað og stráið hnetunum eða fræjunum yfir að lokum. 
Berið salatið fram með hvítlauksbrauði og sinnepssósu. 
Blandið öllu vel saman og geymið í kæli fram að framreiðslu.  


Góð pasta uppskrift

Áhorf: 194 | Umsagnir (0)

Góð pasta uppskrift

Uppskriftin að þessu sinni kemur úr safni okkar og er kjúklingapasta sem er auð eldað og gott.
Réttinn tekur um 40 mínútur að elda og er ætlaður fyrir 4-5.

Hráefni:
5 dl soðnar pastaskrúfur.  
2 dl maís úr dós.
1 grillaður kjúklingur.
200 g léttsoðið spergilkál.
1/2 saxaður blaðlaukur (hvíti hlutinn).
1 dós kjúklingasúpa.
1 msk. tómatkraftur (tomatpuree).
1 pressaður hvítlauksgeiri.
1 dl rjómi.
150 g rifinn óðalsostur.
4 msk. parmesan.

Matreiðsla:
1. Smyrjið eldfast mót og setjið pastaskrúfurnar í mótið. 
2. Dreifið maísnum yfir, skerið kjúklingakjötið smátt og dreifið því yfir maísinn.
3. Setjið spergilkálið ofan á og dreifið blaðlauknum yfir.
4. Blandið saman súpunni, tómatkrafti, hvítlauk og rjóma og hellið yfir.
5. Rífið ostinn, blandið parmesan saman við hann og stráið yfir réttinn.
6. Bakið í 15-20 mínútur við 200 gráður.
7. Berið fram með hvítlauksbrauði.