Hveitikímpizza og Sælkeraskúffa

Áhorf: 225 | Umsagnir (0)

Hveitikímpizza og Sælkeraskúffa

-       Að hætti Bergþóru og Hannesar

Hveitikímpizza fyrir tvo
 

Fyrst er pizzabotninn bakaður en til að baka hann þarf:

150 gr.hveitiklím
10-15 gr. Sesamfræ
Oregano og pizzakrydd
Vatn

Hveitiklímið og sesamfræin eru blönduð saman með vatni – best er að nota gaffal til að hræra þessu saman þar til kímið er svipað á þykkt og hafragrautur – oregano kryddið og pizzakryddið sett útí eftir smekk.

Botninn er svo flattur út á ofnplötuna en það þarf að setja smjörpappír á plötuna og spreyja með Pam spreyji svo botninn festist ekki á plötunni.
Botninn bakaður í 20 mínútur við 180 °c.

 

Ofan á pizzabotninn:
Makið botninn með pizzasósu
álegg
Kryddið með oregano eða öðru eftir smekk
Og dreifið svo Mosarella osti yfir
Skellið pizzunni inn í ofn í ca 10 mín eða þar til osturinn er bráðinn.
Pizzan er látin kólna í svona 3-5 mínútur, þá er hráskinka sett á, svo klettasalatið og paramesan osti stráð fir og hvítlauksolíu eftir smekk.

SælkeraskúffaEftirréttur

Botninn:

8-10 msk. Smjör
200 gr. Síríus suðusúkkulaði
6 egg
6 dl. Sykur
3 dl. Hveiti
2 tsk. Salt
2 tsk. Vanilludropar

Aðferð við botn.

Bræðið súkkulaðið og smjörið í vatnsbaði, þeytið eggin í þétta froðu, bætið sykrinum út í og hrærið vel.
Bætið þurrefnunum út í, síðan brædda súkkulaðinu og vanilludropunum.
Hellið í ferkantað form (u.þ.b.25 cm í þvermál) eða litla skúffu og bakið við 175 °c í 15-17 mínútur.

Karamellusósan:

12 msk smjör
3 dl. Púðursykur
6 msk rjómi
100 gr.kasjúhnetur
450 gr síríus suðusúkkulaði
Aðferð við karamellusósu:

Hitið smjörið og sykurinn að suðu.
Hitið í 1 mínútu og hrærið stöðugt í á meðan.
Takið af hellunni og kælið lítið eitt áður en rjóminn er settur saman við.
Stráið kasjúhnetum gróft söxuðum yfir hálfbakaðan botninn, hellið karamellusósunni yfir og bakið í 15 mínútur í viðbót.
Stráið brytjuðu súkkulaðinu yfir heita kökuna. Kælið kökuna og skerið í litla bita.

 

Uppskrift úr Grafarvogsblaðinu


Canneloni með spínati og sveppum

Áhorf: 189 | Umsagnir (0)

Canneloni með spínati og sveppum

 

16 stk cannelonipípur, soðnar í 5 mín og kældar
200 gr frosið spínat
250 gr ferskir sveppi skornir í sneiðar
½ l ostasósa
1-2 dl rjómi
5 msk smjör (75 gr)
salt, pipar og múskat
50 gr parmesanostur

 

Bræðið 4 msk af smjöri í potti og kraumið spínat og sveppi í um 2 mín.
Blandið saman ostasósu og rjóma takið frá 1 dl, blandið afganginum saman við spínatið og sveppina.
Kryddið með salti, pipar og múskati.
Fyllið pastapípurnar með þessu og raðið í smurt eldfast fat, hellið 1 dl af sósu yfir, stráið ostinum yfir og bakið í ca, 20 mín við 200°C.

 

Uppskrift frá Gulla


Heimatilbúið Lasagne frá grunni

Áhorf: 203 | Umsagnir (0)

Heimatilbúið Lasagne frá grunni


500 gr nautahakk
1/2 haus brokkolí
3 gultætur
1 laukur
5 sveppir
Knorr Boloness krydd poki
2 krukkur GrandÍtalia Boloness sósa
2 hvílauksrif
Lasagneplötur
Olía
gratín ostur

Aðferð:

Setjið allt grænmeti í múlínexvél og hakkið vel. Setjið sósurnar útí.
Steikið hakkið og setið bolones kryddið útí ásmat sósu grænmetinu úr Múlínex vélinni og hrærið vel og fínt ef suðan kemur upp.

Hvít sósa:

Aðferð:

 

rúmlega 1/2 L léttmjólk sett í pott
hristið saman rúmlega 1 bolla af hveiti í hálfum L af léttmjólk og hellið útí mjólkina í
pottinum pg hrærið vel ... sósan á að þykkjast en passa að hún brennist ekki við...
kyddað með salti og pipar... má líka setja múskat, en ég sleppi því

Þá er fundið eldfastmót... best að hafa það ferkantað:

Aðferð:

1. setja olíu í botnin
2. setja hvíta sósu í botninn
3. raða lasagneplötum ofan á hvítu sósuna
4. set hakk sósuna yfir lasagne plöturnar
5. setja hvíta sósu
6. setja lasgane plötur
gera þetta þangað til að þið eruð búin með hakksosuna.
gratínosti stráð yfir

 
Sett inní ofn við 150 °C í rúman klukkutíma... Það er must að taka lasagneið út tímalega áður en það er borðað....
Svo er þetta skorið í fallega bita á diskinn( formað ekki í klessu)

Meðlæti:

Salat og hvítlauksbrauð

Alveg ofboðslega góður réttur

Verði ykkur að góðu

Uppskrift frá Sigrúnu Sigmars

Pizzabotnar fyrir 2

Áhorf: 336 | Umsagnir (0)

Pizzabotnar fyrir 2

Stilla ofna á 210°C undir-yfirhiti og blástur og láta bökunarplötu vera inni í ofninum.

4 dl hveiti
½  tsk sykur 
2 msk olía
1 tsk þurrger
1 ½ dl vel volgt vatn og pilsner til helminga

Setjið allt í skál og sláið saman með sleif, bætið ½ tsk salt í og hnoðið svo kröftuglega með höndunum á borði.  Notið eins lítið af hveiti í að hnoða og þið getið.

Skiptið í tvo hluta og fletjið út í 2 x 9” kringlóttar pizzur eða 1 x 18”. Alls ekki of þunnar.

Komið pizzunum fyrir á bökunarpappír.

Smyrjið góðum skammti af pizzasósu á botninn með matskeið. Stráið lagi af rifnum osti ofan á.

Dreifið áleggi að vild yfir pizzuna.

Fyrst kjötáleggi og svo grænmetisáleggi.

Ef þið viljið extra ost má setja svolítið aukalega ofan á allra síðast. En alls ekki of mikið
Takið nú bökunarplötuna út úr ofninum og notið hanska svo þið brennið ykkur ekki. 
Takið af ykkur bökunarhanskana og setjið pappírinn með pizzunni á plötuna og  setjið í ofninn.
Bakið neðst í ofni í 10  mínútur.

 

Pizzasósa:

1 ½  - dós hunts tómatpurre (305 gr dósir) Ath, þetta er ekki tómatkraftur, heldur ákveðin maukblanda af tómatsósu sem er akkúrat passleg í sósuna.
Eða 1 dós niðursoðnir tómatar og 1 pínulítil dós tómatkraftur
2 hvítlauksrif takið pappírinn af og kremjið með hvítlaukspressu
½ tsk sykur
1 ½ tsk oregano
2 ½ tsk basil
¼ tsk cayennepipar
¼ tsk salt

Setjið allt í skál og hrærið vandlega

Uppskrift frá henni Áslaugu Helgu matreiðslukennara

 


Skógarpizza.

Áhorf: 190 | Umsagnir (0)

Skógarpizza.

Þessa pizzu fékk ég hjá rokkara með permanett og tatú í Bordeaux í
Frakklandi, hann notaði náttúrulega pizzadeig en það var örþunnt og
það er erfitt að gera það heima. Hér kemur mín útgáfa sem er ekki svo
slæm.

fyrir 4.

4 fajita kökur
1 pakki hráskinka
150 gr sveppir
1 dl rjómi
pipar
rifin ostur (mozzarella er góður)
Oregano

Hitið ofninn á 200 gráður. Setjið fajitakökurnar á smjörpapír og í
bökunarskúffu. Það þarf sennilega allavegana 2 ofnskúffur og í sumum
tilvikum þarf að baka pizzurnar 2 og 2 í einnu. Rjóma er hellt 
miðjuna og svo dreift rólega með skeið, það á að vera ágætt lag af
rjóma en hann á ekki að fara út af pizzuni. Stráið pipar á rjóman, því
næst er hráskinkan sett og svo sveppirnir.
Að lokum stráið þið ostinum og svo oregano yfir hann og pizzan er
tilbúin í ofninn.
Takið pizzuna út þegar hún er gullbrún (ætti að takaum 15 min).

Kv. Tinna


Pizza með humar og bökuðum hvítlauk

Áhorf: 349 | Umsagnir (0)

Pizza með humar og bökuðum hvítlauk

Þetta er pizza blanca eða hvít pizza en það nefnast þær pizzur þar sem ekki er notuð tómatasósa. Áleggið á þessa er ekki af verri gerðinni eða smjörsteiktur humar og ofnbakaður hvítlaukur.

Hráefni:

Einn skammtur pizzadeig:
Heimabökuð pizza

Það er gaman að baka pizzu og móta hana að vild með öllu því sem manni þykir gott.
Ef menn nenna ekki eða hafa ekki tíma til að gera deigið sjálfir er hægt að kaupa ágætis tilbúin deig í flestum búðum en svo er auðvitað hægt að taka þett frá a til ö.

Hitið 3 dl af vatni í örbylgjunni þannig að það verði vel volgt. Bætið út í einu bréfi af þurrgeri, teskeið af sykri, klípu af salti og skvettu af olíu hrærið vel saman.
Auðvitað er líka hægt - og betra - að nota pressuger.

Setjið 6-7 dl af hveiti í skál. Gott er að nota venjulegt hveiti og fínmalað spelt nokkurn veginn til helminga.
Hvað venjulega hveitið varðar þá er Europris-hveitið sterkjumikið og hentar betur en flest önnur í svona bakstur.

Blandið gerblöndunni saman við hveitið og látið deigið lyfta sér í rúman hálftíma á volgum stað.

Setjið smá hveiti saman við deigið og hnoðið það vel. Það á verða teygjanlegt og auðvelt meðferðar, þannig að maður geti nánast togað það og teygt að vild. 
Mótið deigið á plötuna sem þið ætlið að nota.

Raðið álegginu á pizzuna.

Setjið neðarlega inn í  heitan ofninn, á hæsta mögulega hitastig, um 250 gráður eða á grillið.

Til að ná stökkri og fínni pizzu er best að nota svokallaðan pizzastein.
Þá er hægt að fá (t.d. Weber Pizza Stone) í grilldeildum margra verslana.
Það er best að nota hann á grilli og hita þá vel upp áður en platan með pizzunni er sett á steininn.
Steinninn gefur frábæran undirhita auk þess sem meiri hiti næst á góðu grilli en í ofni.
Það er hins vegar einnig hægt að nota pizzastein í ofni.
Hann þarf hins vegar að hitna vel inni í ofninum áður en bökunarplatan með pizzunni er sett ofan á hann.

 Bakið þar til pizzan er orðin stökk og osturinn hefur bráðnað.

 25 ofnbökuð hvítlauksrif:
 

Bakaður hvítlaukur

Bakaður hvítlaukur verður mjúkur og sætur og hægt að nota á margvíslega vegu.

Hitið ofninn í 150 gráður

Skerið "toppinn" ofan af hverjum hvítlauk.
Setjið hvítlaukana í þykkan pott eða ofnfast fat með loki.
Það er líka hægt að nota minni form og loka með álpappír.
Hellið olíu yfir hvítlaukana. Saltið.
Setjið í ofninn og bakið undir loki í um 55 mínútur eða þar til laukurinn er orðinn mjúkur.
Leyfið lauknum að kólna og losið þá geirana úr hýðinu.

 250 g skelhreinsaður humar
1 stór Mozzarellakúla
ólívuolía, extra virgin
Maldon salt og nýmulinn pipar

 

Aðferð:

Hitið ofninn í 250 gráður.
Fletjið pizzudegið út og penslið vel með ólívuolíu.
Smjörsteikið humarhalana á pönnu í örfáar mínútur.
Dreifið yfir pizzuna ásamt hvítlauksrifunum.
Skerið mozzarellakúluna í sneiðar og dreifið yfir pizzuna.
Saltið og piprið eftir smekk.

Bakið pizzuna í 10-15 mínútur.

Með þessu hentar góður Chablis vel eða suður-ítalskt hvítvín.

 

Uppskrift frá Mbl.


Spaghetti a la Nigella

Áhorf: 191 | Umsagnir (0)
Spaghetti a la Nigella 

Hráefni: 
500 g spaghetti. 
2 bollar beikon. 
2 msk olífuolía. 
1/4 bolli þurrt hvítvín. 
4 egg. 
1/2 bolli rifinn parmesanostur. 
1/4 bolli rjomicup heavy cream 
Nýmalaður svartur pipar. 
Múskat. 

Aðferð: 
Steikið beikonið og hellið hvítvíni út á þegar það er steikt. Takið pönnuna af þegar hvítvínið er soðið niður. 
Þeytið egg, ostinn, rjóma, pipar og múskat saman. 
Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum, en takið frá tveimur mínútum áður en það er tilbúið. 
Hellið vatninu af spagettinu en haldið 1/2 bolla tilhaga. 
Setjið spaghettið út á beikonið og setjið aftur á helluna og hrærið vel saman. 
Takið af hellunni og setjið eggjabönduna yfir, kryddið með pipar. 

Pylsur og spaghetti

Áhorf: 548 | Umsagnir (0)
Pylsur og spaghetti
 

Efni:
1 ltr vatn
1 msk matarolía
1 tsk salt
100 g pasta
6-8 pylsur
1/2 paprika
1/2 epli
1/2 laukur
1-2 dl mjólk
1-2 dl tómatsósa
4 msk smurostur
( bragðbætið með kryddblöndum s.s. SeasonAll )

Aðferð:
1. Setjið vatn, salt og matarolíu í pott og látið suðuna koma upp. Sjóðið pastað í 10 mín.
2. Brytjið pylsurnar, paprikuna, eplið og blaðlaukinn og steikið í matarolíu á pönnu í 3 mín.
3. Látið mjólk, tómatsósu, smurost og season all á pönnuna og lækkið hitann, látið malla í 5 mín
og hrærið í öðru hvoru.
4. Hellið pastanu í sigti og blandið því svo saman við pylsurnar á pönnunni.
 

Kjúklinga lagsagna

Áhorf: 196 | Umsagnir (0)

Kjúklinga lagsagna

500-600g fínt niðurskorinn kjúklingur (bringur eða úrbeinuð læri)
1 ds tómatar niðursoðnir (16 oz) 
1 ds tómat púrra (6 oz)
1-2 msk söxuð steinselja
1-2 tsk salt
1 tsk basil
200-220g lasagna plötur
2 ds hrein kotasæla
1 egg
¼ tsk pipar
¼ bolli parmesan ostur
180g mozzarella ostur


Matreiðsla: Steikið kjúklinginn á pönnu. Setjið tómatana, tómatpúrruna, ½ tsk 
af steinseljunni og 1 tsk af saltinu í blandara og hrærið saman. 
Hellið blöndunni út á pönnuna með kjúklingnum og látið krauma í ca. 15-20 min.

Blandið í skál afganginum af steinseljunni, 
afganginum af saltinu, kotasælunni, egginu og pipar.

Raðið þessu í eldfast mót þannig: fyrst kjúklingblöndunni af pönnunni, 
þar yfir kotasælublandan, því næst yfir það mozzarella osturinn og lasagna plöturna lagðar yfir, 
aftur lag af kjúklingi og svo parmesan ostur.


Setjið í 190° heitan ofn og eldið í 30 mínútur. 
Látið standa í 10 mínútur áður en borið fram. Fyrir 6.


Heimagert Lasagna

Áhorf: 1340 | Umsagnir (0)

Heimagert Lasagna
frá Dísu vinkonu minniKjötsósan: 
1 kíló nautahakk 
2 carlic tómatar í dós (sneiddir) 
2 normal tómatar í dós (sneiddir) 
1 dós Hunt‘s tómatþykkni 
Kryddað vel með: 
Oregano 
Svartur pipar 
Basilíkum 

Sósa: 
2 dósir sýrður rjómi 10% 
2 pokar af blönduðum góðum osti (brytjaður) 
Lasagna plötur 

Sósan hituð upp og krydduð, kjötið steikt á pönnu og látið út í, smakkað til og kryddað eftir smekk.
Sýrður rjómi og osturinn hrærður saman.
Allt sett í eldfast mót.
Kjótsósan, lasagna plötur, sósan og svo koll af kolli.
Gott er að skera niður tómata og raða ofaná efst og krydda aðeins með pipar og setja svo inn í ofn. Borið fram með góðu brauði og fersku salati.