Svínakjötsréttir


Dönsk heit lifrakæfa

Áhorf: 1458 | Umsagnir (0)

Dönsk heit lifrakæfa

Fyrir mörgum árum þá bauð æskuvinkona min mér léttan bröns að hætti Dana og var það í fyrsta sinn 
sem ég kynntist þessum frábæra rétti og svo bauð hún mér aftur í þessa snilld fyrir 3.árum síðan og það var fyrst
fyrir jólin í fyrra 2015 sem ég eldaði mér þetta sjálf og hér með mun ég elda þetta allavega einu sinni á ári, í það minnsta!

Hráefni:
1 box af Danskri lifrakæfu, kemur í álformi.

1 box af sveppum
1-2 bréf af beikoni
Brauð
RjómaSetjið kæfuna inn í ofn og hitið þar til það fer að krauma í forminu.
Skerið niður sveppina og smjörsteikið, bætið 1 pela að rjóma útí (miðið út frá fjölda) kryddið eftir smekk.
Steikið beikonið á pönnu, hægt er að skera það í bita og steikja eða hafa það heilt.
Ristið brauð, smyrjið það með kæfunni, bætið beikoni ofan á og að lokum sveppunum í rjómasósunni og njótið.


Kartöflumúsar-hringur

Áhorf: 338 | Umsagnir (0)

Kartöflumúsar-hringur

1 kg. kartöflur
50 gr. smjör
2 egg
salt, múskat
Smá sykur eftir smekk

Sjóðið karftöflurnar í 20 mínútur. Flysið þær og stappið saman með smjörinu, eggjunum og kryddinu.
Búið til fallegan hring í eldföstu móti með kartöflumúsinni.
Notið svo þann pottrétt sem ykkur langar til og fyllið hringinn með honum.
Raðið svo blönduðum baunum utan um.


Mynd fundin úr gömlu blaði.

Hér má finna uppskrift af gúllasrétti
Nota má líka nautakjöt í réttinn ef vill.
.


Svinahakks-pottréttur

Áhorf: 407 | Umsagnir (0)

Svinahakks-pottréttur
Fljótlegt og einfalt

 

500 gr svínahakk
gulrætur (má vera niðursoðnar í dós)
sveppir (mega vera niðursoðnir í dós)
1 rauðlaukur, niðurskorinn, ekki of smátt
1 piparsósa í pakka
krydd (season all, eða annað eftir smekk)

Steikið svínahakkið í smá olíu á pönnu og kryddið eftir smekk,
þegar hakkið er orðið vel steikt, hellið þá vatni svo fljóti vel yfir kjötið og skellið rauðlauk,
gulrætum og sveppum úti og látið malla í ca.25-30 mínútur,
skellið þá út í einum pakka af piparsósu og hrærið vel í á meðan.

Borið fram með kartöflum og salati.


INDVERSKUR POTTRÉTTUR

Áhorf: 490 | Umsagnir (0)

INDVERSKUR POTTRÉTTUR

300 gr svínagúllas
Kartöflur
2 gulrætur
1 paprika
1 krukka Tikka masala 
¼ dós ananasbitar ásamt safa
1 - 2 msk mango chutney eða eftir smekk
Mjólk eða smá rjómi ef vill til að þynna aðeins

Brúnið kjötið vandlega í potti. Kartöflurnar eru skornar í smá  teninga, gulrætur í sneiðar, paprika í bita
og allt sett í pott ásamt sósu, ananas, ananassafa og mango chutney.

Allt látið sjóða í 20 til 30 mín.
Þá er kjötið sett út í og mjólk eða rjómi ef vill.

Borið fram með naan brauði, gúrku-raitu og mango chutney.


Svínapate með sultuðum eplum, rúsínum og skalottlauk....

Áhorf: 367 | Umsagnir (0)

Svínapate með sultuðum eplum, rúsínum og skalottlauk....

400 g grísahakk
50 g beikon
2 hvítlauksrif
½ tsk allrahanda
Kúfuð teskeið fersk saxað timjan
10-12 einiber
½ tsk. Svört piparkorn
1 ½ msk. Koníak eða góður kjötkraftur
½ tsk.salt

Einiber og pipar steyttur í morteli.
Öllu hrært vel saman og sett í lítið eldfast mót.
Timjankvístum og nokkrum einberjum raðað ofan á.
Mótinu lokað vel með tvöföldum álpappír og bakað við 150 gráður í eina til eina og hálfa klukkustund.


Bökur með afgöngum af hamborgarhrygg....

Áhorf: 860 | Umsagnir (0)

Bökur með afgöngum af hamborgarhrygg....

Bökudeig:
200 g smjörvi
400 g hveiti
½ tsk.salt
2 dl volgt vatn

Myljið saman hveiti, smjörva og salt í höndunum í djúpri skál.
Þegar allt er jafn kornótt, bætið þá volgu vatni við hveiti ef deigið er blautt eða vökva ef með þarf.
Kælið  í ísskáp í nokkrar mínútur.
Deigið geymist jafnvel í nokkra daga í ísskáp.
Deigið er svo flatt út með kökukefli og komið fyrir í bökunarform,
rúllað upp á kantana ef vill og þeir penslaðir með eggi.
Pikkð í botninn með gaffli og bætið fyllingunni út í.

Fylling:
Ca 4-500 g afgangur af hamborgarhrygg eða öðru reyktu svínakjöti
9 egg
1 peli rjómi
Svartur pipar og salt
Sláið eggin og rjómanum saman. Bætið salti o pipar út í og síðan kjötinu, skornu í teninga.
Bakið í ca 45 mínútur við 190°c hita fyrir miðjum ofni.
Gott er að bera fram blandað ferskt salat með heitri bökunni.

Fréttablaðið...


Pörusteik

Áhorf: 3210 | Umsagnir (0)

Pörusteik

Fyrir 6-8

 

Það  skiptir máli að undirbúa pöruna rétt, passa að skurðirnir séu djúpir og puran vel þurr. Nuddið salti vel á hana og pipar.
Grísahryggur með pöru, um 2.5 kg gróft salt, gjarna Maldon
Pipar
Negulnaglar
Lárviðarlauf

Skerðu í pöruna með beittum hníf með 6-10 mm millibili.
Ef búið var að skera hana þegar þú keyptir hana, skaltu yfir fara skurðina, svo þeir séu nógu djúpir.
Þerraðu pöruna með eldhúspappír og nuddaðu hana og kjötið vel með salti og kryddaðu með pipar.
Stingdu negulnöglum og hálfum lárviðarlaufum ofan í skurðina á víð og dreif.
Settu steikina í ofnskúffu eða stórt eldfast mót.hitaðu ofninn í 225°c.
Steiktu hrygginn í 25 mínútur eða þar til paran er farin að poppast.
Lækkaðu hitann þá í 160°c og helltu ½ -1 lítra af sjóðandi vatni í ofnskúffuna.
Steiktu kjötið í um 1 ½ klst. Eða þar til kjarnahiti er um 68°c.
Ef paran er ekki nógu stökk má hækka hitann rösklega í lok steikingartímans eða
kveikja jafnvel á grillinu en þá þarf að fylgjast með svo að paran brenni ekki.
Gott er að nota kjöthitamæli.


Innbakað grísapaté með skinkubitum

Áhorf: 370 | Umsagnir (0)

Innbakað grísapaté með skinkubitum

Deig:
450 gr hveiti
225 gr smjör
1 tsk salt
1 egg
5 msk volgt vatn

Fars: lagað á sama hátt og grunndeig villibráðarpaté nema notað 1 kg grísahakk í staðinn fyrir villibráðarhakk.

Blandið öllu saman nema vatninu og nuddið vel á milli handanna,
bætið því næst vatninu smátt og smátt út í deigið og hnoðið vel saman.
Rúllið deiginu út með kökukefli þannig að það verði u.þ.b. 3-4 mm að þykkt.
Klippið smjörpappír þannig til að hann passi sem klæðning innan í mótið sem baka á í.
Leggið smjörpappírinn síðan ofan á deigið og skerið það jafnstórt smjörpappírnum,
leggið síðan smjörpappírinn og deigið í formið þannig að smjörpappírinn snúi að forminu,
fyllið formið með grísapaté og bakið við 220°C í 10 mín, lækkið þá hitann í 190°C og bakið áfram í 45 mín, eða þangað til kjöthitamælir sýnir 70°C.

Skerið patéið í sneiðar og berið fram með salati og týtuberjasósu

Týtuberjasósa
3 dl týtuberjasulta
1 tsk engifer, fínt saxað
½ tsk korianderfræ
2-3 msk rauðvínsedik
1 dl púrtvín eða appelsínusafi

Blandið öllu saman í pott og sjóðið við vægan hita í 2-3 mín og kælið.


FERSKT SALAT MEÐ PARMESANRIfSTUÐUM SVÍNALUNDUM

Áhorf: 373 | Umsagnir (0)

FERSKT SALAT MEÐ PARMESANRIfSTUÐUM SVÍNALUNDUM 
Fyrir 4 

400 gr svínalundir, skornar í bita 
2 egg, hrærð 
100 gr parmesanostur, rifinn 
100 gr brauðrasp 
Salt og pipar 
1 msk. Ólífuolía 
4 egg, steikt 
Ferskt salat 
Ristaðar furuhnetur 

Hitið ólífuolíuna á pönnu við meðalhita.
Blandið parmesan og brauðraspið saman og kryddið með salti og pipar.
Veltið svínalundunum upp úr eggjahrærunni og síðan raspblöndunni í u.þ.b. 3 mínútur á hvorri hlið.

Berið fram með steiktum eggjum, fersku salati og furuhnetum.