Marineruð strútasteik með fylltum kartöflum

Áhorf: 358 | Umsagnir (0)

Marineruð strútasteik með fylltum kartöflum
Aðalréttur fyrir 4

Strútasteik, ca 800 gr
Nóatúns hvítlaukspiparmarinering
4 grillkartöflur
100 gr rifinn gouda-ostur
4 beikonstrimlar
8 sólþurrkaðir tómatar
1 poki klettasalat
8 sveppir
Rósmarín
Furuhnetur

Strútasteikin er lögð í marineringuna tveimur til þremur dögum fyrir steikingu.
Steikin er léttsteikt á pönnu eða sett beint á grillið.

Furuhneturnar eru léttsteiktar á pönnu og þeim blandað saman við klettasalatið, sveppina og rósmarín.
Eftir steikingu er gott að láta kjötið standa í 15-20 mínútur. Skafið er innan úr miðju kartaflanna.
Miðju kartaflanna, jurtarjóma, sólþurrkuðum tómötum, steiktu beikoni, sveppum og gouda-osti er blandað saman í matreiðsluvél.
Þá er fyllingin sett í kartöflurnar og þær síðan inn í ofn eða á grillið.


Grilluð kengúra á udon-núðlusalati

Áhorf: 399 | Umsagnir (0)

Grilluð kengúra á udon-núðlusalati

Soja-sesamdressing (hráefni):

500 ml Kikkonam-sojasósa
65 gr Dijon-sinnep
5 gr sesamolía
10 gr sesamfræ

Núðlur:
Soðnar eins og venjulegt pasta í um 5-6 mínútur (ekki of lengi).
Öllu hráefninu blandað saman í skál og þeyttm saman eða blandað með töfraspota.
Grænmetið (kúrbítur, gulrætur, mini-aspas og mini-maís= steikt létt á pönnu.

Kengúrukjöt:
Fæst núna víða í betri búðum, en oftast nær er það frosið. Best er að láta það þiðna í einn eða tvo daga.
Einnig er gott að meínera kengúrkjötið í kryddblöndu til að gera það enn mýkra og bragðmeira.

Kryddblanda (hráefni):
100 gr ólífuolía
20 gr truffluolía
5 gr mulin anís
10 gr kryddjurtir, t.d. rósmarín, garðablóðberg eða jafnvel kóríander.
Gott er að láta kjötið liggja í um einn sólarhring. 

Matreiðsla:
Best er að elda kengúrukjötið á grilli til þess að fá þessa grillskorpu sem er svo góð.
Grillið kjötið í um 2-3 mínútur á hvorri hlið og látið það svo hvíla í nokkrar mínútur áður en það er skorið.
Best er að borða þennan rétt heitan en það er ekkert skilyrði. S
kammtur: 400 gr kengúrukjöt eða meira eftir smekk og um það bil sama magn af núðlum (100 gr á mann).


Hreindýrabollur með gráðosti og rifsberjahlaupi

Áhorf: 3409 | Umsagnir (0)

Hreindýrabollur með gráðosti og rifsberjahlaupi
fyrir 4.

700 g hreindýrahakk eða annað gott villibráðarhakk
1 egg
2 msk. hveiti
1 tsk. salt
1/2 tsk. pipar
8 tsk. gráðostur
8 tsk. rifsberjahlaup
3 msk. olía

Setjið hakk, egg, hveiti, salt og pipar í skál og blandið vel saman.
Mótið 8 bollur úr hakkinu, stingið þumalfingri í bollurnar og myndið holur.
Fyllið holurnar með gráðostinum og rifsberjahlaupinu og lokið fyrir með hakki.
Steikið bollurnar í olíu í 2 mínútur á hvorri hlið.

Gráðostasósa:
4 dl vatn
1 msk. rifsberjahlaup
1-2 tsk. gráðostur
1 msk. villibráðarkraftur
1/2 dl rjómi
sósujafnari
salt og nýmalaður pipar

 
Hellið vatni á pönnuna ásamt rifsberjahlaupi, gráðosti og villibráðarkrafti og sjóðið við vægan hita í 10 mínútur.
Bætið rjóma á pönnuna og þykkið með sósujafnara.
Smakkið til með salti og pipar.

Uppskrift fengin úr Fréttablaðinu


Önd í appelsínusósu

Áhorf: 504 | Umsagnir (0)

Önd í appelsínusósu

Setjið öndina i pott, en hreinsið hana fyrst.
Sjóðið hana við vægan hita í 20. Mínútur eftir að suðan kemur upp.
Setjið salt og pipar í vatnið. Öndin sett á fat og kæld í 2 tíma.
Síðan er öndin sett inn í ofn í 20 mín, á 170° á c, eftir kælingu.

Karamelluhjúpur yfir öndina og í sósuna:
200 gr. Sykur
Smjörlíki
1 dl. Rjómi
1 peli. Appelsínuþykkni 

Hjúpurinn er látinn krauma vel og svo er honum hellt yfir öndina 3 svar sinnum.
Appelsínusósan fyrir öndina:
Allt gumsið úr öndinni steikt í potti í smjörlíki

1 appelsína
1 sítróna
1 laukur
1 gulrót
1 lítri vatn
Svört piparkorn, ca 7 stk

Allt skorið og sett í pottinn og soðið í ca. 1 ½ -2 tíma, allt tekið og síað frá í gegnum sigti og soðið sett í pott aftur.
Þykkið með dökkum sósujafnara, salt og pipar, setjið appelsínuþykkni út í, smá sítrónu, kjúklingakrydd, rifinn appelsínubörk, 1 dl rjóma og sykur hjúpin eftir smekk.


HEILSTEIKT ÖND FYLLT MEÐ HESLIHNETU- OG SVEPPAFYLLINGU

Áhorf: 996 | Umsagnir (0)
HEILSTEIKT ÖND 
FYLLT MEÐ HESLIHNETU- OG SVEPPAFYLLINGU 

2 endur 

Heslihnetu- og sveppafylling 

150 gr. Smjör 
350 gr. ferskir sveppir-sneiddir 
200 gr.laukur-smátt saxaður 
1 stilkur selleri- saxað 
½ búnt steinselja - söxuð 
1 msk. Salvía 
300 gr. Skinka - smátt söxuð 
100 gr. Heslihnetur - afhýddar,ristaðar og saxaðar 
150 gr.(u.þ.b 3 bollar) brauðteningar 
2 stór egg 
2 dl. Rjómi 
½ tsk. Salt 
1 tsk. Ferskmalaður pipar 

Bræðið smjörið og látið grænmetið,steinseljuna,salvíuna og skinkuna út í , látið krauma í 10 mín. eða uns grænmetið er mjúkt.
Bætið heslihnetunum og brauðteningunum í pottinn og látið fyllinguna kólna lítiðlega.
Hrærið eggjunum og rjómanum sama við og kryddið. 

Gott að gera fyllinguna deginum áður en öndinn er fyllt og fyllið ekki fuglinn fyrr en rétt áður en hann er eldaður. 

Þessi fylling er tilvalinn í aðra tegundir af fuglum. 
Takið endurnar og hreinsið þær vel,fituhreinsið og þerrið þær með eldhúspappír.
Saltið og piprið eftir smekk, bæði að utan og innan. 

Skerið vængina af ( gott að nota þá til að búa til soð) 
Fyllið endurnar með fyllingunni og lokið gatinu með annað hvort trépinna eða saumið með sláturgarni. 
Setjið endurnar á grind og ofnskúffuna undir.
Steikið við 130°í allt að 3 klst. 


APPELSÍNU ÖND

Áhorf: 5870 | Umsagnir (0)
APPELSÍNU ÖND 

Fyrir 6-7 manns - 2 íslenskar endur 

Rifinn börkur af 1 appelsínu 
3 msk. Appelsínumarmelaði 
1 msk. Hunang 
Salt og pipar 

Appelsínusósa: 
5 dl. Andasoð eða vatn og kjúklinga-eða andakraftur. 
2 msk.sykur 
1 stk.appelsína 
½ dl. Appelsínuþykkni 
1 dl. Rauðvín 
Ögn kjötkraftur 
Sósujafnari 
2 msk. Kalt smjör 

Aðferð: 
Þerrið endurnar vel og kryddið að utan með salti og pipar. 
Setjið á grind og ofnsteikið við 150°c í 60 mín. Hafið vatn í skúffunni undir öndunum. 
Blandið saman rifna berkinum,marmelaðinu og hunanginu. 
Penslið endurnar með blöndunni, hækkið ofnhitan í 200°c og steikið í 10-15 mín. í viðbót eða þar til hamurinn verður stökkur. 

Sósan: 
Brúnið sykurinn í potti. Skerið appelsínuna gróft niður og setjið út í brúnaðan sykurinn og hrærið í með sleif. Hellið rauðvíninu og appelsínuþykkninu út í og látið malla við vægan hita í 5 mín. Sigtið í annan pott . Bætið soðinu í og þykkið með sósujafnaranum.Bragðbætið með salti og pipar.Litið með ögn sósulit.Rétt áður en sósan er borin fram er köldu smjörinu hrært út í sósuna, hún má ekki sjóða eftir það. 

Gott getur verið að bæta sósuna með skvettu af Grand Marnier líkjör ef vill. 

Andabringur með granateplasósu

Áhorf: 721 | Umsagnir (0)

Andabringur með granateplasósu

Þessi réttur er ekki frá Piemonte, en innblásturinn að honum var fenginn við að drekka barberavín frá Asti (Cocconato), nánar tiltekið hið frábæra vín Libera frá Bava og það vill svo til að vínið fer einstaklega vel með þessum haustlega, litfagra og síðast en ekki síst gómsæta rétti.

Uppskrift fyrir 4:

2 stórar andarbringur (ca. 250 g hver)
fræ úr stóru granatepli
1 glas rauðvín
1 stöngull ferskt eða 1 tsk þurrkað tímían
1 smátt saxaður laukur
1/2 kjúklingakraftsteningur
1 glas vatn
salt og pipar
dálítið smjör
2 msk grenadinsíróp

Setjið fræin (skiljið eftir 2-3 msk) í pott ásamt lauknum, rauðvíni, krafti, vatni og tímían.
Látið malla í 20-30 mín. Setjið í mixara og síið sósuna. Geymið til hliðar í könnu.
Takið andarbringur, skerið í skinnið, saltið og piprið og brúnið (innsiglið) við háan hita upp úr smjörinu þar til bringurnar eru vel innsiglaðar.
Setjið þær síðan inn í 200° heitan ofn í 7-10 mín. Takið mestu fituna úr bökunarpönnunni og hellið granateplasoðinu á pönnuna (sömu og fyrr) og steikið við háan hita þar til sósan fer að þykkna.
Bætið þá grenadínsírópi og 1 msk af smjöri saman við.
Hrærið vel og hellið yfir andarbringurnar sem hafa fengið að hvíla í ca. 5 mín. áður en þær eru sneiddar.
Stráið restinni af granateplafræjum yfir og berið fram strax.

Meðlæti t.d. ofnbakaðar kartöflur og/eða léttsteikt jólasalat.


Svartfugl:

Áhorf: 602 | Umsagnir (0)

Svartfugl:

1 kg. Úrbeinuð svartsfuglsbring:

Marinering:
½ matsk. Fínsöxuð engiferrót.
½ matsk. Fínsaxaður hvítlaukur.
1 matsk. Garam masala.
1 matsk. Sítrónusafi.
Salt.

Öllu blandað saman.

Marinerið bringurnar í amk. Sex klukkustundir.
Bringan pönnusteikt í 1,5 mínútu á hvorri hlið eða eins og þarf. 
Borið fram með soðnum hrísgrjónum eða bakaðri kartöflu og grænmeti í sósu.

Uppskrift frá Indian Mango.


Gæsapaté með blönduðum hnetum

Áhorf: 1088 | Umsagnir (0)

Gæsapaté með blönduðum hnetum

1200 gr grunndeig villibráðarfars með kjöti af gæsalærum
15 sneiðar beikon
200 gr blandaðar hnetur

Klippið álpappír þannig að hann passi innan í formið sem baka á patéið í.
Leggið beikonið á álpappírinn og setjið hann innan í formið.
Blandið hnetunum saman við grunndeigið og fyllið formið með því.
Setjið álpappír yfir og bakið í vatnsbaði við 120°C í 80 mín eða þangað til kjöthitamælir sýnir 70°C.
Skerið patéið í sneiðar og berið fram með rifsberjasósu.

Rifsberjasósa

3 dl rifsberjahlaup
2 msk rifinn appelsínubörkur (ysta lagið)
1 msk rifinn sítrónubörkur (ysta lagið)
1 dl appelsínusafi
2 msk sítrónusafi
2 msk rauðvínsedik
1 dl púrtvín

Blandið öllu í pott og sjóðið rólega í 3-4 mín og kælið.


Svartfugl:

Áhorf: 365 | Umsagnir (0)

Svartfugl: 

1 kg. Úrbeinuð svartsfuglsbringa 

Marinering: 
½ matsk. Fínsöxuð engiferrót. 
½ matsk. Fínsaxaður hvítlaukur. 
1 matsk. Garam masala. 
1 matsk. Sítrónusafi. 
Salt. 

Öllu blandað saman. 

Marinerið bringurnar í amk. Sex klukkustundir. 

Bringan pönnusteikt í 1,5 mínútu á hvorri hlið eða eins og þarf. 
Borið fram með soðnum hrísgrjónum eða bakaðri kartöflu og grænmeti í sósu.