Rjómabolla

Áhorf: 1217 | Umsagnir (0)

Rjómabollur

Á bolludaginn elska íslendingar að raða í sig bollum með allskonar fyllingum,
sumir kjósa vatnsdeigsbollur og aðrir gömlu góðu gerbollurnar með sultu og rjóma.Hérna er uppskrift af gerbollum!

100 gr smjör
3 dl mjólk
1/2 bréf þurrger
1 dl sykur
1/2 tsk.salt
1 egg
1/2 tsk.hjartarsalt
9 1/2 dl hveiti

Bræðið smjör i litlum potti, hellið mjólkinni út í og hitið upp í 37 gráður.
Hellið mjólkinni í skál og byrjið á að setja þurrger út í, síðan salt, sykur og egg og 
hrærið saman í hrærivél. Blandið hjartarsaltið í hveitið sem þið setjið smátt og smátt úr í 
skálina og hrærið vel á meðan. Stráið hveiti á borð og hnoðið deigið þar en setjið það svo í 
skálina aftur, leggið hreint viskustykkir yfir og leyfið deiginu að lyfta sér í hálf tíma.
Hnoðið deigið nú aftur, mótið síðan bollurnar á milli handanna og raðið þeim á plötu.
Þar þurfa þær að lyfta sér vel í 20-30 mínútur. 
Bakið þær við 200 gráður í miðjum ofni í 10 mínútur og leyfið þeim að kólna áður en
þið skerið þær í tvennt, 
takið innan úr þeim og fyllið með rjóma og sultu.
Bræðið súkkulaði með 1 tsk. af olíu við mjög vægan hita yfir vatnsbaði

og smyrjið yfir bollurnar.

Njótið!

(Uppskrift úr Fréttablaðinu 6.2.2016)


Skinkuhorn með myndum

Áhorf: 2456 | Umsagnir (1)

Skinkuhorn.

 

4oo gr. hveiti
20 gr. sykur
15 gr. smjör
1 tsk. salt
15 gr. pressuger / 20-25 gr. þurrger
2,5 dl. mjólk

Ég hitaði mjólkina (má ekki ver of heit) og setti þurrgerið í og beið þar til fór að freyða.
Allt í hrærivélarskálina og unnið saman með hnoðaranum þar til deigði er orðið slétt og komið í kúlu.
Látið í skál og rakur klútur yfir og hefað í 45 mín.
Slá degið út og skipt í 2 hluta, flatt út og mótað í hring,
skorði niður eins og pizza og svo má setja hvað vill innaní.
Rúllað upp og raðað á plötu og látið standa u.þ.b. 40 ....á að tvöfalda sig.
Penslað með eggi+mjólk. Bakað við 210°C í ca 15 mín eftir stærð.


Ostaslaufur

Áhorf: 366 | Umsagnir (0)

Ostaslaufur

8 1/2 dl. hveiti
1 tsk. sykur

4 msk. olía
2 tsk. þurrger
3 dl. volgt vatn
1 1/2 tsk. salt

Bakað í ca. 10 mín. við 200°C


Sænskar semlur

Áhorf: 505 | Umsagnir (0)

Sænskar semlur 

Vinur Sunnudagsmoggans sem búið hefur í Svíþjóð segir svokallaðar semlur ómissandi um þetta leyti árs,
ekki bara á bolludaginn heldur séu frændir vorur Svíar duglegir við að borða þessa bollutegund frá allt frá jólum fram á vor. 

Margir borða semlurnar eins og aðrar bollur, en gamla sænska hefðin er sú að hitaðri mjólk er hellt yfir bolluna og hún borðið með stórri skeið. 

Uppskriftin er þessi: 

75 g smjör 
2½ dl mjólk 
25 g ger eða ½ pk þurrger 
örlítið salt 
½ dl sykur 
7½ dl hveiti 
1 tsk. kardimommur, grófmalaðar 
1 dl egg til að pensla með 
Fylling: 
300 g hreint marsipan 
1 dl mjólk 
3 dl rjómi 
Flórsykur 

Smjörið er brætt og mjólkinni bætt saman við, blandan á að vera um 37°C.
Gerið er sett út í og leyst upp, síðan er salti, sykri, kardimommum og hveiti bætt saman við.
Hnoðið vel saman og látið deigið lyfta sér á hlýjum stað undir viskastykki þar til það hefur tvöfaldast að stærð.
Það ætti að taka um 40 mínútur. 

Leggið bökunarpappír á ofnplötu og raðið bollunum þar á; deigið ætti að duga í 18 bollur.
Látið deigið lyfta sér á ný í 30 mínútur á hlýjum stað með röku viskastykki yfir.
Penslið bollurnar með pískuðu eggi og bakið í 10-15 mínútur við 220°C eða þar til bollurnar eru bakaðar í gegn.
Látið þær þó ekki verða dökkar. Skerið gat á topp bollanna, eftir að þær hafa kólnað
og holið aðeins að innan. Hrærið saman marsípan og mjólk og setjið inn í bollurnar. Þeytið rjóma og 

setjið ofan á marsípanið, setjið lokið á og stráið flórsykri yfir. 

Uppskrift frá Betu Ásmundsdóttur


Bollur án eggja og mjólkur

Áhorf: 837 | Umsagnir (0)

Bollur án eggja og mjólkur 

Hér er uppskrift fyrir þá sem eru með eggja- og mjólkurofnæmi, jafnvel hvort tveggja. Þessar henta ágætlega sem rjómabollur. 

1 bréf þurrger eða 50 g pressuger 
2 dl sykur 
1 tsk salt 
2 tsk kardimommur 
2 dl olía (athuga þarf hvaða tegund er um að ræða með tilliti til þess hvort um ofnæmi er að ræða. 
Ekki nota bragðsterka olíu) 
900 g hveiti 
6 dl vatn 37 gráðu heitt. 

Gott að nota mjólk eða undanrennu fyrir þá sem mega. 

Vökvinn er settur í skál og gerinu blandað saman við.
Smávegis af sykri er stráð út í og látið freyða.
Síðan er hveiti, kardimommum og sykri bætt út í og deigið hnoðað vel.
Deigið er látið lyfta sér þar til rúmmálið hefur tvöfaldast, þá er því skipt í bollur og deigið látið lyfta sér enn frekar.
Pensla má bollurnar með bræddu smjöri eða smjörlíki en er ekki nauðsynlegt.
Þær eru bakaðar við
 210°C í 12-15 mín.
Setjið þeyttan rjóma (eða gervirjóma) inn í ásamt öðru sem tilheyrir venjulegum rjómabollum. 


Þetta deig er líka prýðilegt til þess að búa til hefðbundnar hveitibrauðsbollur en þá er sykurinn minnkaður í 1 tsk. en salt aukið í 2 tsk. 

Uppskrift frá Betu Ásmundsdóttur


Pizzubotn

Áhorf: 389 | Umsagnir (0)

Pizzubotn

1 stór eða 4 litlir
25 gr pressuger eða 2 ¼ tsk þurrger
2 dl volgt vatn 
1 msk ólífuolía
5 dl hveiti / 300 gr 
½ tsk salt

Látið gerið jafnast út í volgu vatninu.
Bætið salti, olíu og hveiti út í.
Hnoðið vel.
Fletjið deigið út og setjið smurða bökunarplötu.
Þekið kökuna með Pizza Prontó, dreifið fyllingunni yfir og stráið rifnum osti ofan á.
Penslið deigkantana með olíu.
Látið kökuna hefast við yl (ekki ofan á eldavél nema hafa rist á milli) í 15-20 mín. Bakið við 225°c í 20-25 mín.


Tómatbrauð

Áhorf: 475 | Umsagnir (0)

Tómatbrauð
frá Sigrúnu Sigmunds.


40 gr. sólþurrkaðir tómatar
500 gr. tómatmauk
50 gr. smjörlíki
50 gr. pressuger eða 1 pk þurrger
14 dl. mjöl (blanda -bláu- hveiti saman við gróft að eigin ósk)
0,5 msk basilika
0,5 dl. síróp (í flöskunum) eða sykur
140 gr. fetaostur
0,5 tsk. salt
ólívur eftir smekk ef þið viljið.

Hakka sólþurrkuðu tómatana, hita smjörið ásamt tómatmaukinu í ca 37°,
allt annað sett í skál og ylvolgri blöndu hrærð út í, hnoða allt saman og láta hefast í 30 mín.
Forma svo degið að í lengjur eða hleif, látið hefast aftur í 30 mín.


Penslið brauðið með eggi og bakið neðarlega í ofni við 200°c í ca. 25 mín.


Osta-ólífubrauð

Áhorf: 684 | Umsagnir (0)

Osta-ólífubrauð
Uppskrift af brauði fyrir brauðvélar

1 ½ dl vatn
2 egg
1 msk olía
1 tsk salt
1 tsk óreganó
280 gr hveiti
180 gr durum-hveiti
1 ½ tsk þurrger
1 dl grænar, fylltar ólífur
1 ½ dl rifinn ostur
Ofan á (má sleppa)
½ dl rifinn ostur

Setið allt hráefnið nema ólífur og ost í vélina i þeirri röð sem það er talið upp og stillið á brauðbakstur.
Bætið ostinum og ólífunum út í deigið þegar hljóðmerkið heyrist.
Stráið e.t.v. meiri osti ofan á áður en bökun hefst.


Graskersbrauð

Áhorf: 370 | Umsagnir (0)

Graskersbrauð

Brauð fyrir brauðvélar

½ dl heitt vatn
½ dl appelsínusafi
½ graskersmauk, úr dós
1 msk smjör
1 egg
½ tsk salt
½ tsk sítrónubörkur
½ tsk kanill
¼ tsk engifer
5 msk sykur
1 ½ tsk þurrger
250 gr hveiti
80 gr heilhveiti

Setjið allt hráefni í vélina í þeirri röð sem það er talið upp og stillið á brauðbaksturskerfi.


Franskbrauð

Áhorf: 374 | Umsagnir (0)

Franskbrauð 

5 dl volgt vatn 
5 msk þurrger 
1 msk hunang 
4 msk olía 
½ msk salt 
1 kg hveiti 

Aðferð: 
Blandið saman í þessari röð, hnoðið vel, látið hefast í 60 mín.
Hnoðið niður, mótið í form snittubrauð, bollur eða hvað sem er, hefið aftur í 40 mín.,
úðið með volgu vatni á fimm mínútna fresti og bakið við 200°C hita í 13-20 mín. 


Athugið að í deigið má hnoða t.d. gráðaosti, pestó, hvítlauksmauki, sólþurrkuðum tómötum o.s.frv.