Sænskar semlur

Áhorf: 510 | Umsagnir (0)

Sænskar semlur 

Vinur Sunnudagsmoggans sem búið hefur í Svíþjóð segir svokallaðar semlur ómissandi um þetta leyti árs,
ekki bara á bolludaginn heldur séu frændir vorur Svíar duglegir við að borða þessa bollutegund frá allt frá jólum fram á vor. 

Margir borða semlurnar eins og aðrar bollur, en gamla sænska hefðin er sú að hitaðri mjólk er hellt yfir bolluna og hún borðið með stórri skeið. 

Uppskriftin er þessi: 

75 g smjör 
2½ dl mjólk 
25 g ger eða ½ pk þurrger 
örlítið salt 
½ dl sykur 
7½ dl hveiti 
1 tsk. kardimommur, grófmalaðar 
1 dl egg til að pensla með 
Fylling: 
300 g hreint marsipan 
1 dl mjólk 
3 dl rjómi 
Flórsykur 

Smjörið er brætt og mjólkinni bætt saman við, blandan á að vera um 37°C.
Gerið er sett út í og leyst upp, síðan er salti, sykri, kardimommum og hveiti bætt saman við.
Hnoðið vel saman og látið deigið lyfta sér á hlýjum stað undir viskastykki þar til það hefur tvöfaldast að stærð.
Það ætti að taka um 40 mínútur. 

Leggið bökunarpappír á ofnplötu og raðið bollunum þar á; deigið ætti að duga í 18 bollur.
Látið deigið lyfta sér á ný í 30 mínútur á hlýjum stað með röku viskastykki yfir.
Penslið bollurnar með pískuðu eggi og bakið í 10-15 mínútur við 220°C eða þar til bollurnar eru bakaðar í gegn.
Látið þær þó ekki verða dökkar. Skerið gat á topp bollanna, eftir að þær hafa kólnað
og holið aðeins að innan. Hrærið saman marsípan og mjólk og setjið inn í bollurnar. Þeytið rjóma og 

setjið ofan á marsípanið, setjið lokið á og stráið flórsykri yfir. 

Uppskrift frá Betu Ásmundsdóttur

Umsagnir

Email recipient is invalid or empty.
Database Error
We are sorry, a database error has occurred and pageload stopped, an admin has been notified.
2019-12-06 10:25