Bananaterta - æðislega góð

Áhorf: 605 | Umsagnir (0)

Bananaterta - æðislega góð

3 egg
1 1/2 dl sykur
3 msk hveiti
1/2 dl kartöflumjöl
1 tsk ger
2 msk kakó

Þeyta fyrst vel og lengi eggin og sykurinn. Setið svo restina útí með sleif og hrærir mjög varlega.
Setið í tvö form og bakið við 200 °C þangað til að kaka fer að losa sig frá forminu svona um c.a 10 - 15 mín

Krem á milli.
Þeytið 2 1/2 dl af rjóma
setijið svo 3 msk af flórsykri
vanilludropa 
og 2 stappaða banana útí og hrærið varlega með sleif
þetta er sett á milli botnana

Krem ofaná
setjið flórsykiur í skál ásamt 2 msk af kakói
setjið svo heitt vatn útí og búið til glassúr.
Passið að setja ekki of mikið vatn í einu, ef það gerist þá verið þið að bæta meiri flórsykri úti.

Verði ykkur að góðu,
Sigrún


Royal appelsínukrem

Áhorf: 383 | Umsagnir (0)

Royal appelsínukrem

1/3 bolli smjörlíki
2 ¼ bolli flórsykur
Börkur af einni appelsínu, smátt saxaður
2 msk appelsínusafi

Smjörlíkið og sykurinn hrært saman og söxuðum appelsínuberkinum og safanum bætt út í.
Þeytt vel.


Royal Mokka krem

Áhorf: 370 | Umsagnir (0)

Royal Mokka krem

3 bollar flórsykur 
5 msk kókóduft 
3 msk brætt smjörlíki 
4 msk kalt kaffi (sterkt) 
1 tsk vanilludropar 

Sykrinum og kakóinu blandað saman, smjörlíkinu bætt út í og hrært vel.
Þynnið með kaffinu og vanilludropunum.
Kremið hrært þar til það er mjúkt. 


Sírópskrem

Áhorf: 367 | Umsagnir (0)

Sírópskrem

1 eggjahvíta 
3 msk síróp

þeytt vel saman(best að gera það í hrærivélinni því það tekur dáldið langan tíma)
kremið svo sett yfir botnana og skrautsykur eða rifið súkkulaði sett ofan á,


Súkkulaðikrem:

Áhorf: 654 | Umsagnir (0)

Súkkulaðikrem:

50 gr brætt smjörlíki
150 gr flórsykur
3 msk. kakó
2 msk rjómi
1 eggjahvíta

Öllu hrært út í smjörlíkið, eggjahvítunni síðast.


Kaffikrem:

Áhorf: 1166 | Umsagnir (0)

Kaffikrem:

175 gr flórsykur
2 tsk vanillusykur eða dropar
4 msk hálfbrætt smjörlíki
4 msk sjóðandi vatn
2 tsk skyndikaffi

Kaffið leyst upp í vatninu og allt hrært saman.


Cream anglis (vanillukrem)

Áhorf: 358 | Umsagnir (0)

Cream anglis (vanillukrem)

Ábætisréttir

Hentar með margskonar ábætisréttum...rosa gott!

Efni:
250 gr mjólk
250 gr rjómi
4 stk eggjarauður
100 gr sykur
1 vanillustöng

Meðhöndlun

Mjólk, rjómi,
50 gr sykur og vanillustöng látið í pott og hitað upp að suðu.
Eggjaraður og 50 gr af sykrinum pískað saman.
Síðan er rjómanum hellt mjög varlega yfir eggin og blandan þykkt í vatnsbaði að vild.
Hrærið stanslaust í blöndunni með sleikju annars hlauða eggin.
Hitið ekki yfir 70°.
Berið fram kalt.

 

p.s. hægt er að bæta margskonar bragðefnum út í í staðin fyrir vanillustöng... s.s. kaffi, bönunum, kanil. osfrv.

Uppskrift frá Gulla 

:)