Brún randalína (Færeysk 4 laga)

Áhorf: 61311 | Umsagnir (3)

Brún randalína (Færeysk 4 laga)

Í máli og myndum.


Randalína

1 kg hveiti
2 bollar sykur (350 g)
300 gr smörlíki (látið linast)
2 egg
2 tsk. natron
2 tsk. negull
2 tsk. kanill
2 bollar sýróp


Hnoðið deigið svo það verði sprungulaust, slétt

Látið það fylla vel út á plötuna og passið að mæla þær allar eins

Vigtið hveiti og sykur og setjið í hrærivélaskálina, bætið svo út í natron, negul og kanil og hrærið vel saman. 
Bætið svo út í eggjum, sýrópi og smjörliki og hnoðið vel. Gott er að hnoða deigið í tveimur hlutum.
Mjög gott er að pakka deiginu í smjörpappír og setja í poka og kæla vel (minnst 4 tíma eða í sólahring). Má sleppa

1. Skiptið deiginu í fjóra jafna hluta og fletið hvern hluta út í stærðinni 29x36 sentimetra (eða sem hentar ykkar plötustærð).
2. Gott er að baka hvern hluta sér í miðjum ofninum við 200 - 220 °c í tíu til tólf mínutur. Látið kólna vel.

Smjörkrem:
250 g smjör
250 g smjörlíki
500 g flórsykur
1 egg
vanilludropa eftir smekk

Hrært mjög vel

3. Gott er að bíða með að setja kremið á þangað til daginn eftir eða passa að kakan sé vel kæld áður en kremið er sett á.
Gamalt og gott húsráð er að setja vel undir viskastykki yfir kökuna til að mýkja hana.
4. Kökuplöturnar eru síðan lagðar saman með smjörkremi á milli.
5. Best er að velja fallegustu plöturnar og hafa þær neðst og efst svo að kakan líti sem best út. 
6. Þegar öll lögin eru komin saman skal pakka lagkökunni vel inn í eldhúsfilmu eða álpappír og láta bíða í 2-3 daga til að mýkjast. 
Þá er hún skorin í 6-8 stykki og hverju stykki pakkað vel inn, umbúðirnar þurfa að vera loftþéttar svo kakan harðni ekki.

Ingunn og Erla gæða sér á gómsætri Randalínu

Geymist vel í frysti

Uppskriftin er 50 ára og kemur frá Færeyjum, en hana fékk ég hjá henni Erlu Hjálmarsdóttir,
sem var svo góð að taka mig í kennslu og svo kom hún í Fréttablaðinu í nóv 2011.

Sjá viðtal og uppskrift  hér:


Hjónabandssæla Ástu frænku

Áhorf: 15617 | Umsagnir (2)

Hjónabandssæla Ástu frænku

4 bollar haframjöl 
2 bollar hveiti 
1 bolli sykur 
250 gr smjörlíki 
1 tsk natron 
1 tsk ger

Allt hrært saman, sulta sett á milli.

Önnur uppskrift:

3 bollar haframjöl,
2 ½ bolli hveiti,
1 tsk natron,
1 tsk lyftiduft,
250 gr smjör eða smjörliki,
2 bollar púðursykur,
2 egg,

Rabbabarasulta eða önnur gerð eftir smekk.

Blandið saman þurrefnum, brytjið smjöri saman við og bleytið i með egginu.
Hnoðið deigið.
Fletjið um það bil tvo þriðju af deiginu út og setjið í smurt form.
Smyrjið sultu yfir.
Myljið afganginn af deiginu yfir eða fletjið það út og skerið í strimla og leggjið yfir.

Bakið kökuna við 200°c.


Frönsk súkkulaðikaka frá Gerðu

Áhorf: 932 | Umsagnir (0)

Frönsk súkkulaðikaka frá Gerðu vinkonu minni

4 stk. Egg
2 dl. Sykur
200 gr. Smjör
200 gr. Súkkulaði
1 dl. Hveiti

Smjör og súkkulaði brætt saman.
Egg og sykur þeytt vel.
Smjörinu og súkkulaðinu blandað varlega saman við og síðan hveitinu.

Bakað við 170°C í ca. 30 mín.

Krem:
70 gr. Smjör
150 gr. Súkkulaði
2 msk. Sýróp

Allt brætt saman og hellt yfir kökuna þegar hún hefur kólnað.
Skreytt með hverju sem vill – jarðaberjum, flórsykri eða kökuskrauti.


Frönsk súkkulaði kaka

Áhorf: 823 | Umsagnir (0)

Frönsk súkkulaði kaka 
frá Sigrúnu Sigmars* 200 gr smjör.
* 200 gr suðusúkkulaði.
* 4 egg.
* 3 dl sykur.
* 1 dl hveiti.
* 100 gr herslihnetur hakkaðar.

Kremið

* Matreiðslurjómi.
* 2 stk. Mars súkkulaði.
* 1 plata af suðusúkkulaði.

Matreiðsla

1. Smjör og suðusúkkulaði sett í örbylgjuofn og síðan kælt.
2. Eggjunum og sykrinum er þeytt vel saman og síðan er blöndunni af smjörinu og suðusúkkulaðinu bætt út í. 
3. Loks er hveitinu og herslihnetunum bætt smátt og smátt út í.
4. Fatið er smurt smjöri og hveiti og er kakan síðan bökuð við 180°C í 30-35 mín.

Kremið

* Kremið er brætt og hrært saman líkt og íssósa.
* Þegar kakan er fullbökuð er kreimið sett á kökuna á meðan hún er enn heit. Gott er að leyfa kökuni að sjúga dálítið af kreminu í sig.

Gott að bera kökuna fram með ís og jarðaberjum.


Appelsínukaka fyrir sumarið frá Kristínu Sigurgeirsdóttur...

Áhorf: 1069 | Umsagnir (0)

Appelsínukaka fyrir sumarið frá Kristínu Sigurgeirsdóttur...Auðveld sumarleg og góð.

200 gr hveiti
200 gr sykur
200 gr smjörlíki
1 tsk lyftiduft
3 stk egg
1/2 appelsína ( safi )

 Glassúr ofaná200 gr flórsykur1/2 appelsína (safinn)og hýðið er rifið ofaná.

Bakað við 175°c í ca 30 mínútur.


Brún lagkaka með kremi (Randalína)

Áhorf: 7663 | Umsagnir (0)

Brún lagkaka með kremi (Randalína)Uppskrift:
220 g strásykur 
220 g púðursykur
440 g smjörlíki ... 

440 g Kornax hveiti 
6 egg 
2 tsk negull 
2 tsk matarsódi
4 tsk kanill

Aðferð:
Hræra saman smjörlíki, púðursykri og sykri þar til áferð verður kremuð.
Næst bætt út í eggjum, einu eggi í einu.
Skafa vel upp úr botninum og bæta að lokum rest út í og vinna vel saman.
Bakað á ofnplötum við ca 200°C

Krem
150-200 g smjörlíki
5 dl flórsykur 
1 egg 
2-4 tsk vanilludropar

Öllu hrært vel saman


Brúnkaka hrærð

450 g sykur 
450 g smjörlíki 
8 egg ...

150 g smjör 
430 g hveiti 100 g smjörlíki 
65 g kakó 230 g flórsykur 
1 tsk brúnkökukrydd 1 egg 
1 tsk kanill 1 tsk vanilludropar 
½ tsk engifer 
½ tsk negull 
½ tsk vanilludropar 

Smjörlíki og sykur er hrært vel saman og svo eggin út í, eitt í einu.
Bætið þá þurrefnum saman við og hrærið vel.
Klæðið plöturnar með bökunarpappír og skiptið deiginu í 4 hluta og smyrjið út á plöturnar.
Bakið við 220°c í 10-12 mín.


Royal kleinur

Áhorf: 855 | Umsagnir (0)

Royal kleinur1000 gr hveiti
250 gr sykur
100 gr smjörlíki
2 stk egg
10 tsk sléttf. Royal lyftiduft
1 ½ tsk hjartarsalt
2 tsk kardimommur
½ lítri mjólk

Blandið saman þurrefnunum, myljið smjörlíkið saman bið,
bætið þar í mjólkinni og eggjunum.
Hnoðið deigið, fletjið það út og mótið úr því kleinur.
Bakist í vel heitri jurtafeiti.


Hafrakex

Áhorf: 703 | Umsagnir (0)
Hafrakex

Gerir um 30-35 kexkökur

* 270 gr haframjöl
* 160 gr spelti
* 65 gr hrár muscovado sykur (fæst í heilsubúðum og flestum stærri verslunum)
* 5 msk kókosfeiti
* 60 ml agavesíróp
* 80 ml soyamjólk eða undanrenna

Aðferð:
* Malið haframjölið mjög fínt í matvinnsluvél
* Setjið speltið og haframjölið í stóra skál ásamt muscovado sykrinum.
* Setjið kókosfeitina saman við. Hrærið vel.
* Hitið agavesíróp og soyamjólk við vægan hita í litlum potti.
* Hellið mjólkurblöndunni saman við deigið.
* Hnoðið lauslega.
* Notið nokkra dropa af mjólk í viðbót ef þarf.
* Fletjið deigið með kökukefli (best er að nota bökunarpappír undir og ofan á. Fletjið þangað til deigið er 3mm að þykkt.
* Notið glas með skörpum kanti til að búa til kökur (meðalstórt vatnsglas er best).
* Setjið á bökunarpappír og hafið 2cm bil í næstu köku.
* Stingið hverja köku nokkrum sinnum með gaffli.
* Bakið við 180°C í um 12-15 mínútur eða þangað til kexið er orðið gullbrúnt.
* Kælið.
* Hafrakexið geymist í um 5 daga í lokuð íláti. Ef þið ætlið að geyma lengur er best að frysta deigið og útbúa kökur þegar deigið er þiðið.
* Það væri hægt að gera kexið minna sætt og setja t.d. parmesanost og svartan pipar í uppskriftina.


Uppskrift frá Sigrúnu Sigmars

Rabbarbarapæ

Áhorf: 536 | Umsagnir (0)

Rabbarbarapæ

200 gr. mjúkt smjörlíki
200 gr. sykur
200 gr. hveiti.
100 gr. suðusúkkulaði, saxað.

Rabbarbari.

Hnoðið vel saman smjörlíki, sykri og hveiti.
Setjið megnið af deiginu í form og þekið með niðurskornum rabbarbara.

Setjið afganginn af deiginu ofan á og stráið kanilsykri yfir.

Bakið við 200°C þar til þetta er orðið fallega brúnt. Borðið með ís eða rjóma

Uppskrift frá Sigrúnu Sæmunds.


Hnetutertubotn.

Áhorf: 897 | Umsagnir (0)

Hnetutertubotn. 

4 st egg aðskilinn 
1 dl hermesetasduft 
¼ dl hveiti 
1 dl saxaðir hnetukjarnar 
¾ dl kartöflumjöl 
1 tsk lyftiduft 

Þeytið eggjahvíturnar. 
Sætuefni og eggjarauður þeytt saman, hnetum og þurrefnum bætt við og síðan eggjahvítum varlega saman við.
Hellt í smurt mót og bakað við 200°c í 25 mín. 

Skeitt af vil..... 


Uppskrift sem henta sykursjúkum. 
Uppskrift frá Sigrúnu Sæmunds.