Kókoskúlur

Áhorf: 2145 | Umsagnir (2)

Kókoskúlur

Gömlu góðu kókoskúlurnar standa alltaf fyrir sinu, auðveldar og góðar og gaman að búa til með krökkunum.

Einföld uppskrift:
1 1/2 dl kókosmjöl
3 dl haframjöl
1 tsk.vanillusykur (eða dropar)
2 msk. kakó
2 msk. kalt vatn (eða kaffi ef það er til á könnunni, en passið að kæla það)
1 1/2 dl flórsykur
100 g smjör

Blandið saman þurrefnunum. Hitið smjör í potti og blandið öllu saman ásamt vatni (eða kaffi)
Látið deigið stifna í ísskáp í ca.30 mínútur. Mótið kúlur.
Hellið kókosmjöli í skál og veltið þeim svo upp úr því, eða setjið kókosmjölið i poka og hristið kúlurnar i pokanum.
Eins er hægt að skreyta þær með kakódufti, hnetukurli eða öðru sem ykkur dettur í hug.

Geymið í kæli.

 

 

 


Einfaldar og gómsætar kókoskúlur

Áhorf: 1172 | Umsagnir (0)

Einfaldar og gómsætar kókoskúlur

100 gr smjör
3 dl haframjöl
1 ½ dl kókosmjöl
1 ½ flórsykur
1 tsk vanillusykur
2 msk kakó
1 msk vatn

Blandið öllu saman í skál, hnoðið deigið saman í höndunum,
búið til kúlur úr því og veltið þeim upp úr kókosmjöli.


Rjómakaramellur

Áhorf: 362 | Umsagnir (0)

Rjómakaramellur

25 stk 
3 dl rjómi 
3 dl síróp 
3 dl sykur 

Setjið allt hráefni í pott og látið sjóða í u.þ.b. 25-30 mín.
Hrærið í á meðan.
Það er ágæt leið að athuga hvort karamellan er tilbúin að setja prufu af henni í litla skeið og stinga henni í kalt vatn í glasi.
Ef hægt er að gera kúlu úr karamellunni er hún tilbúin.
Hellið karamellunni í smjörpappísklætt form. 20x20 cm á kant.
Látið kólna og skerið svo í bita. 


Sparikúlukonfekt

Áhorf: 358 | Umsagnir (0)

Sparikúlukonfekt

6 dl. haframjöl 
200 gr. smjör 
3 dl. flórsykur 
2 tsk. vanillusykur 
4 msk. kakó 
1 1/2 dl. saxaðar rúsínur 
2 dl. kókósmjöl 
2 msk. vatn 

Handfjatlað saman og búnar til kúlur.
Flott að setja í konfektform. 


Súkkulaði og möndlukonfekt

Áhorf: 369 | Umsagnir (0)

Súkkulaði og möndlukonfekt u.þ.b. 50 bitar 
einfalt og æðislega gott! 
250 gr smjör 
2 dl mjólk 
50 gr kakó 
4 tsk vanillusykur 
1 kg flórsykur 
90 gr möndlur, flysjaðar og hakkaðar 

Skerið smjör í bita og setjið í pott ásamt mjólk, kókói, vanillusykri og flórsykri.
Hrærið í þar allt hefur blandast vel saman.
Hitið að suðu og látið malla í stutta stund eða þar til blandan nær 1161c,
hrærið stöðugt í á meðan.
Takið pottinn af hellunni og látið blönduna kólna í 5 mín.
Hrærið kröftulega í 2-3 mín.
Með sleif þar til hún fer að þykkna.
Bætið möndlum út í og blandið vel saman.
Hellið blöndunni í vel smurt form (20x25 cm) og geymið í kæli þar til hún hefur stífnað eða í u.þ.b.2-3 klst.
Skerið í litla bita og njótið! Konfektið má geyma í lofþéttu íláti í kæli í allt að 2 vikur.