Púðursykur kökur!

Áhorf: 7182 | Umsagnir (0)

Púðursykur kökur!

Brakandi góðar og með mínum elsku uppskriftum sem bara verða vera til á jólunum :)500 gr. hveiti
500 gr. púðursykur
250 gr. smjör/smjörlíki
2.stk egg
5.tsk lyftiduft
1.tsk natron

Blandið saman öllum hráefnunum og hnoðið, ég nota hnoðarann í hrærivélinni minni og það virkar bara ljómandi vel.
Skiptið svo deiginu í nokkra parta og myndið rúllu, skerið svo í ca 5 cm sneiðar og raðið á bökunarpappír og 
bakið á 175°c í ca 10 mínútur.


Kókostoppar!

Áhorf: 1817 | Umsagnir (0)

Kókostoppar!

Þeir standa alltaf fyrir sínu og svo er líka svo ofureinfalt að undirbúa og baka þá.2 egg
100 gr. sykur
200 gr. kókosmjöl
1.tsk vanilludropar
50.gr suðusúkkulaði saxað

Egg og sykur er þeytt vel saman og svo öðrum hráefnum bætt útí.
Sett á bökunarplötu með teskeið og bakað við 180 °c í 5-7 mínútur.


Kókoskúlur

Áhorf: 2145 | Umsagnir (2)

Kókoskúlur

Gömlu góðu kókoskúlurnar standa alltaf fyrir sinu, auðveldar og góðar og gaman að búa til með krökkunum.

Einföld uppskrift:
1 1/2 dl kókosmjöl
3 dl haframjöl
1 tsk.vanillusykur (eða dropar)
2 msk. kakó
2 msk. kalt vatn (eða kaffi ef það er til á könnunni, en passið að kæla það)
1 1/2 dl flórsykur
100 g smjör

Blandið saman þurrefnunum. Hitið smjör í potti og blandið öllu saman ásamt vatni (eða kaffi)
Látið deigið stifna í ísskáp í ca.30 mínútur. Mótið kúlur.
Hellið kókosmjöli í skál og veltið þeim svo upp úr því, eða setjið kókosmjölið i poka og hristið kúlurnar i pokanum.
Eins er hægt að skreyta þær með kakódufti, hnetukurli eða öðru sem ykkur dettur í hug.

Geymið í kæli.

 

 

 


Stökkar haframjölskökur

Áhorf: 575 | Umsagnir (0)

Stökkar haframjölskökur
60 stk


3 dl sykur
1 ½ dl mjúkt smjör
1 egg
½ dl vatn
3 dl hveiti
2 dl haframjöl
½ tsk matarsódi
¼ tsk salt
8 dl ceerios
2 dl súkkulaði, gróft saxað

Hitið ofninn í 180-200°c.
Þekið pökunarplötu með smjörpappír.
Blandið saman sykri, smjöri, eggi, vatni og vanillusykri.
Bætið síðan þurrefnum saman við og blandið vel.
Setjið síðan deigið á plötuna með teskeið og hafið u.þ.b. 5 cm á milli.

Bakið í 10-12 mínútur.


Kókoshringir

Áhorf: 345 | Umsagnir (0)

Kókoshringir 

250 gr hveiti 

150 gr kókosmjöl 
200 gr smjörlíki 
150 gr sykur 
1 tsk vanillusykur 
1 egg 

Hnoðað. 
Geymt í kæli í nokkrar klst eða í sóalrhring (enn betr)
Sett í genum hakkavélina á hrærivélinni (eins og vanilluhringir) mótaðir hringir.
Bakað við 200 gráður í ca 6-8 mín. 


Einfaldar og gómsætar kókoskúlur

Áhorf: 346 | Umsagnir (0)

Einfaldar og gómsætar kókoskúlur

100 gr smjör
3 dl haframjöl
1 ½ dl kókosmjöl
1 ½ flórsykur
1 tsk vanillusykur
2 msk kakó
1 msk vatn

Blandið öllu saman í skál, hnoðið deigið saman í höndunum,
búið til kúlur úr því og veltið þeim upp úr kókosmjöli.


Tíglar

Áhorf: 597 | Umsagnir (0)

Tíglar 

750 gr hveiti 
400 gr smjörlíki 
400 gr sykur 
4 tsk natron 
2 egg 
2 msk síróp 

Hnoðað deig, sykur og smjörlíki hrært saman fyrst, svo restin sett útí.
Gerðar lengjur og þær þjappaðar niður og skornar síðan í tígla.
Hafið þær ekki of þunnar.
Bakið við 200°c á bökunarpappír í ca 10 mín, fylgist vel með 


Bóndakökur

Áhorf: 448 | Umsagnir (0)
Bóndakökur 

150 gr hveiti 
400 gr haframjöl 
½ tsk sódaduft 
100 gr smjörlíki 
100 gr sykur 
1 msk sýróp 
1 egg litið 

Hnoðað deig. Velt í lengjur sem skornar eru í jafna bita.
Hver biti er hnoðaður milli handanna í kúlur sem látnar eru á smurða plötu og flattar út með breiðu hnífsblaði eða gaffli.
Kökurnar eru bakaðar í miðjum ofni í 8-10 mín. 
Hiti 200-225°c. Jafn undir og yfir hiti. 

Royal spesíur

Áhorf: 666 | Umsagnir (0)

Royal spesíur 

250 gr smjör 
250 gr sykur 
325 gr hveiti 
1 stk egg 
50 gr mislitt súkkat 
50 gr hakkaðar rúsínur 

Deigið hnoðað á venjulegan hátt og því síðan skipt í þrjá hluta.
Í einn hlutann eru settar hakkaðar rúsínur, annan hlutann mislitt súkkat, þriðji hlutinn hafður óbreyttur.
Hver hluti er mótaður í aflangar lengjur, sem látnar eru í kæli.
Síðan eru þær skornar niður og bakaðar ljósbrúnar á smurðri plötu.
Einnig er fallegt að móta lengjurnar mismunandi t.d. kringlóttar, ferkantaðar eða þríhyrndar