Vanillu-smörkransar

Áhorf: 353 | Umsagnir (0)

Vanillu-smörkransar

250 gr smjör
250 gr hveiti
200 gr sykur
50-100 gr möndlur
Vanilludropar

Myljið smjörið saman við hveitið, blandið sykri, smátt söxuðum möndlum og vanilludropum saman við.
Hnoðið deigið og kælið í 1-2 tíma.
Setjið deigið í hakkavél og mótið kransana utan um fingur- þá verða þeir allir jafn stórir.
Bakið á smurðri plötu við 200°c þar til kökurnar eru ljósbraúnar.


Sýrópskökur

Áhorf: 465 | Umsagnir (0)

Sýrópskökur

200 gr smjörlíki
200 gr sykur
1 eggjarauða
1 msk sýróp
½ tsk kanill
300 gr hveiti

Hnoðað í sívalinga, skorið niður í þunnar sneiðar, eggjahvíta og grófum sykri stráð ofaná.
Raða þeim á bökunarpappír á plötu, bakað við 180°c. Í ca 10-15 mín.
Fylgist með þeim.


Mömmukökur

Áhorf: 1641 | Umsagnir (0)
Mömmukökur
 

¾ bolli smjörlíki
1 egg
4 bollar hveiti
¾ bolli sýróp
2 tsk engifer
1 tsk salt
1 tsk matarsódi
Krem: 75-100 gr smjör/smjörlíki
1 ½ -2 dl flórsykur
1 eggjarauða
1 msk vatn

Hrærið smjörið lint. Sigtið flórsykurinn saman við og hrærið.
Bætið egginu út í og vatni ef kremið er of þykkt. Öllu blandað saman og hnoðað vel á borði.
Ágætt er að kæla deigið í nokkrar klukkustundir í ísskáp.
Fletjið deigið út og stingið út kringlóttar kökur með glasi eða járni.
Bakað í miðjum ofni við 220°c í 4-5 mín.
Þegar kökurnar eru orðnar kaldar eru þær settar saman tvær og tvær með kreminu.


Marsipankökur

Áhorf: 322 | Umsagnir (0)

Marsipankökur 

500 gr marsipan 
300 gr flórsykur 
1-2 eggjahvítur 
2msk hveiti. 

Hveitinu er sáldrað á borðið, marsipanið rifið þar ofan á og vætt í með eggjahvítunum.
Hnoðað vel í nokkuð fast deig. Flatt frekar þykkt út og stungnar út kökur með piparkökumótum.
Bakaðar ljósbrúnar við vægan hita.
Bræddu súkkulaði smurt ofan á 


Kornflexsmákökur

Áhorf: 502 | Umsagnir (0)

Kornflexsmákökur 

4 eggjahvítur 
2 bollar púðursykur > stífþeytt. 
4 bollar kornflex 
2 bollar af kókosmjöli blandað saman við 
100 gr af smáttsöxuðu suðusúkkulaði 
1 tsk af vanilludropum 

Sett með teskeið á bökunarpappirsklædda plötu í smá toppa.
Bakað við 150 gráðu hita í ca 15 mín. 


Hafrakökur ca.30

Áhorf: 239 | Umsagnir (0)

Hafrakökur ca.30 
frá Ásthildur frá Drammen


Norsk uppskrift: 
Bráðnar i munninum. 
Hafraspon=Hafrakökur. ca 30 stk. 
75 gr smjör eða smjörlíki, 
1dl haframjöl, 
1 dl hveiti, 
1 dl sykur 
2 msk rjómi eða mjólk, 
2 msk sýrup 
1/4 tsk lyftiduft. 

Bræða smjörið og blanda svo öllu i smjörið og hræra saman.
Settja á smurða plötu eða bökunarpappir med teskeið,
kökurnar renna mikið út svo passið að hafa gott pláss á milli.
Bakað í miðjum ofni á 200°c í 5 mínútur.
Látið kökurnar kólna áður en þær eru teknar af plöttunni. 


Lakkrístoppar

Áhorf: 1298 | Umsagnir (0)
Lakkrístoppar 
 


3 eggjahvítur 
200 gr. púðursykur 
150 gr. rjómasúkkulaði 
2 pokar súkkalaðihúðað lakkrískurl 

Stífþeyta eggjahvítur og bæta sykri úti og þeyta áfram þar til sykur er alveg horfin. 
Bæta þá söxuðu súkkulaði + lakkrískurli útí (hræra með sleif).
Set með teskeið á plötu með bökunarpappír og bakað við 175 gráður í c.a 12-14 mín 


Sörur

Áhorf: 299 | Umsagnir (0)

Sörur 

2 eggjahvítur 

2 1/2 dl flórsykur 
200 g malaðar möndlur 
Eggjahvítur eru stífþeyttar og hinu blandað saman við. Bakað við 180°c í 5-10 mín 

Krem: 
1/2 dl sýrop 
2 eggjarauður 
100 g smjör mjúkt 
1 msk kakó 
1 tsk neskaffi 

Þeyta rauðurnar vel og hella sýropinu varlega út í, þá smjöri og þeytt á meðan.
Að síðustu er kakói og neskaffi bætt út í og hrært vel saman. 

Kreminu er svo smurt á sléttu hliðina á kökunum.
Kælt.
Þá er bræddu súkkulaði smurt yfir kremið. Það þarf u.þ.b. 150 g af súkkulaði til að hylja kökurnar. 

Það er ekkert mál að gera þetta ef þú hefur pláss í frystinum til að kæka kökurnar með kreminu og henda svo aftur inn í frystirinn meðan súkkulaðið er að storkna. 


Súkkulaðidropakökur

Áhorf: 339 | Umsagnir (0)

Súkkulaðidropakökur 

3 egg 
2 bollar sykur 
2 bollar púðursykur 
300 g smjörlíki 
6 1/2 bolli hveiti 
2 bollar kókosmjöl 
2 tsk natron 
1 tsk salt (má sleppa) 
Súkkulaðidropar til skreytingar eftir bakstur. 

Deigið er hnoðað og búnar til litlar kúlur.
Bakað við 200°c.
Þegar platan er tekin út úr ofninum ber að hafa hraðar hendur við að raða
einum súkkulaðidropa ofan á hverja köku svo að þeir festist við kökurnar.
Bráðnar smá fyrst svo ekki er hægt að raða þeim fyrr en súkkulaðið storknar aftur. 


Kókossúkkulaðikökur

Áhorf: 198 | Umsagnir (0)
Kókossúkkulaðikökur 

2 egg 
2 dl sykur > Þeytt vel saman 
3 dl kókosmjöl 
2 dl hveiti 
1 tsk lyftiduft 
50 gr brytjað súkkulaði 

Blandað saman við eggjahræruna og sett með teskeið á plötu og bakað við 160°c 
Þessu uppskrift er á u.þ.b. 2 plötur