Lion bar kökur

Áhorf: 256 | Umsagnir (0)

Lion bar kökur 

100 gr Lion bar 
100 gr saxað suðusúkkulaði 
150 gr púðursykur 
80 gr smjörlíki 
1 egg 
160 gr hveiti 
1/4 tsk natron 
½ tsk salt 
1 tsk vanilludropar

Allt hrært vel saman, lion bar sett saman við síðast smátt saxað.
Sett á bökunarpappír með teskeið uþb ½-1tsk í hverja köku.
Hafið bil á milli því þær renna dálítið út.
Bakaðar í ca 8 mín við 180 gráður.
EF þær eru of lengi í ofninum verða þær grjótharðar. 


Hálfmánar

Áhorf: 387 | Umsagnir (0)

Hálfmánar 

250 gr hveiti 
100 gr smjör 
100 gr sykur 
1 egg 
1/4 tsk kanill 
1/4 tsk kardimommudropar 
tæpl. 3/4 tsk lyftiduft 
1 msk mjólk 
1/4 hjartasalt 

Deigið flatt út, skorið út með glasi, sett smá sulta inn í hverja köku og lokað með gaffli 
Bakað v/180°c í 8-10 mín 


Amerískar súkkulaðibitakökur

Áhorf: 1069 | Umsagnir (0)

Amerískar súkkulaðibitakökur 2,5 bollar hveiti 

1 tesk. matarsódi 
1. tesk salt 
1 bolli smjör/smjölíki 
3/4 bollar sykur 
3/4 bollar púðursykur 
1 tesk vanilludropar 
2 egg 
2 bollar súkkulaðibitar, best að nota eitthvað ekta súkkulaði... 
1 bolli heslihnetur eða aðrar hnetur (má sleppa) 

Smjör/smjöríki, púðursykri, sykri og vanilludropum hrært saman,
síðan er eggjunum bætt útí einu í einu. Þurrefnunum bætt rólega saman við. 

Að lokum er súkkulaið og hnetum (ef vill) bætt útí. 
Sett með teskeið á plötu og bakað við 180 í um 10 mín. 


Negulkökur

Áhorf: 583 | Umsagnir (0)

Negulkökur 


250 gr. hveiti 
250 gr. púðursykur 
125 gr. íslenskt smjör (lint) 
1 stk egg 
1,5 tesk. lyftiduft 
0,5 tesk. matarsódi 
1 tesk. engifer 
0,5 tesk. kanill 
0,5 tesk. negull 

Öllu skellt saman í skál og hnoðað rólega saman. Kælt í smá stund.
Gerðar litlar kúlur og settar á bökunarplötu og síðan þrýst á með fingri eða gaffli.
Bakað við 180 gráður í 8-10 mín 


Piparkökur

Áhorf: 196 | Umsagnir (0)
Piparkökur 

500 gr hveiti 

500 gr púðursykur 
225 gr smjörlíki 
1 tsk negull 
1 tsk kanill 
2 tsk engifer 
4 tsk lyftiduft 
1 tsk sódaduft (natron) 
2 egg 

Þurrefnum blandað saman og eggjunum bætt við.
Hnoðið og deigið kælt í minnsta kosti 2 tíma eða yfir nótt.
Deigið flatt út og kökurnar stungnar út með mótum.
Bakað við 200°c í um 10 mínútur. 


Kurltoppar

Áhorf: 454 | Umsagnir (0)

Kurltoppar 3 eggjahvítur, 
200 gr. púðursykur, 
150 gr. rjómasúkkulaði eða 2 poka 
súkkulaði spæni, 
2 poka nóa lakkrís kurl 

Stífþeytið eggjahvítur og sykur, 
setjið hitt varlega út í. 
Bakað í 20 mín. við 150°C hita. 


Trompkökur

Áhorf: 211 | Umsagnir (0)

Trompkökur 

3 eggjahvítur og 200 gr sykur stífþeytt 
8 tromp skorin í litla bita 
og bætt varlega saman við eggin og sykurinn 
setja teskeið á plötu með bökunarpappír 


Maltesersmarengsklattar

Áhorf: 199 | Umsagnir (0)

Maltesersmarengsklattar 

100 g púðursykur 
100 g strásykur 
100 g Maltesers 
3 stk eggjahvítur 

Aðferð 
Þeytið hvítur og strásykur þar til stíft. Bætið púðursykri út í og stífþeytið.
Blandið Maltesers varlega saman við og setjið síðan með teskeið á plötu, klædda með bökunarpappír, í litla klatta.
Bakið við 125°C í u.þ.b. 20-35 mín. eða þar til hægt er að lyfta klöttunum af pappírnum án þess að þeir detti í sundur. 

Hollráð 
Gott er að dýfa teskeiðinni í vatn, þannig festist deigið ekki við skeiðina.
Gott er að dýfa klöttunum hálfum í brætt súkkulaði eftir að þeir hafa kólna 


Súkkulaði og hnetusmákökur

Áhorf: 202 | Umsagnir (0)

Súkkulaði og hnetusmákökur 

2 1/4 bollar hveiti 

1 tsk lyftiduft 
1 tsk salt 
1 bolli mjúkt smjörlíki 
3/4 bolli hvítur sykur 
3/4 bolli púðursykur 
1 tsk vanillu dropar 
2 egg 
1 bolli saxaðar hnetur 
2 bollar súkkulaðibitar (hvernig sem er...) 

Forhitið ofninn í 175 gráður, blandið saman hveiti, lyftidufti og salti í litla skál.
Blandið svo í aðra stóra skál smjörlíkinu, sykrinum, púðursykrinum, og vanilludropunum. Því næst koma eggin,
eitt í einu, og hrærið vel saman.
Þá er að bæta úr hveitiblöndunni úr litlu skálinni yfir í stóru skálina, og síðast koma súkkulaðibitarnir og hneturnar. 


Gerið kökurnar hringlaga með hjálp teskeiðar og raðið á bökunarplötuna.
Bakið þar til kökurnar verða fallega brúnar og bíðið svo í ca 10 mín eftir að þær verða kaldar....þá er bara að smakka á þeim


m&m´s smákökur

Áhorf: 192 | Umsagnir (0)

m&m´s smákökur 

450 g hveiti 
250 g sykur 
200 g m&m´s að eigin vali 
200 g smjörlíki 
1 dl nýmjólk 
1 msk lyftiduft 
3 stk egg 

Aðferð 
Saxið m&m´s gróft. Hrærið saman sykur og smjör þar til það er létt og ljóst.
Setjið eggin saman við eitt í einu, hrærið vel á milli.
Bætið mjólkinni út í, síðan lyftidufti og hveiti.
Blandið m&m´s varlega saman við. Mótið kúlur eða setjið deigið með teskeið á bökunarplötu, klædda bökunarpappír.
Skreytið með m&m´s. 

Bakstur Bakið kökurnar í 10-15 mín. (eftir stærð) við 180°C.