Múrsteinar

Áhorf: 478 | Umsagnir (0)

Múrsteinar 

400 gr smjörlíki 
200 gr sykur 
4 eggjarauður 
500 gr hveiti 
1/2 tsk hjartasalt 

Ath! Deigið verður að hnoða daginn áður og kæla. 
Deigið er hnoðað létt saman, rúllað í aflangar rúllur. Eftir að búið er að kæla, eru rúllurnar skornar í fremur þunnar kökur. 
Síðan er marengs sprautað ofan á og hesilhnetusneið stungið í. 
Bakað v/200° þar til eru ljósbrúnar. 

Í marengsinum er: 
2 eggjahvítur 
250 gr flórsykur 
þetta þeytt mjög vel saman 


Kropptoppar

Áhorf: 211 | Umsagnir (0)

Kropptoppar 

3 eggjahvítur 
150 gr. flórsykur 
2 stk pippsúkkulaði 
100 gr. nóa kropp 

Þeytið eggjahvíturnar og setjið flórsykurinn hægt út í.
Brytjið pippið, merjið nóakroppið og setjið út í eggjablönduna.
Hrærið varlega saman með sleif og setjið í smá toppa á bökunarplötu.
Bakið við 150°C í 50 mín (ca 40 kökur) 


Sýropslengjur

Áhorf: 332 | Umsagnir (0)

Sýropslengjur 

400 g smjörlíki 
400 g sykur 
2 eggjarauður 
2 msk sýrop 
1 tsk kanill 
2 tsk vanillusykur 
2 tsk natron 
600 g hveiti 

Smjörlíki og sykur er hrært vel saman, eggjarauður og sýropi blandað saman við.
Þá er þurrefnum bætt út í og hnoðað og velt í lengjur.
Þær eru svo settar á plötu og bakað við 200 °c.
Þá eru lengjurnar skornar niður í bita.
Það er líka hægt að búa til litlar kúlur úr deiginu og þá eru þetta fínustu smákökur. 


Rúsínukökur

Áhorf: 345 | Umsagnir (0)

Rúsínukökur 

2 bollar hveiti 
2 bollar sykur 
2 bollar rúsínur 
2 bollar haframjöl 
250 g smjörlíki 
1 tsk natron 
1 egg. 

Öllu blandað saman og hnoðað.
Má setja í gegnum hakkavél, en ekki nauðsynlegt.
Búnar til litlar kúlur og flattar aðeins út. 

Bakað við 200°c. 


Piparkökur

Áhorf: 206 | Umsagnir (0)

Piparkökur 

500 gr hveiti 
250 gr sykur 
250 gr smjörlíki 
375 gr sýróp 
6 tsk lyftiduft 
2 tsk matarsódi 
1 tsk negull 
1 tsk kanill 
1 tsk kakó 
1 tsk season all 
1 tsk engifer 
1 tsk pipar (hvítur) 
1 egg 
Hrærið öllu saman í skál. Ágætt að setja blautefnin fyrst. 
Hnoðið deigið, fletjið út og mótið í þunn munstur eða litlar kúlur. 
Bakist við 175 gráður í 10 til 12 mínútur. 

Ath. Sum piparkökudeig þurfa að standa í kæli marga tíma áður en þau eru notuð en þetta deig má baka strax 


Súkkulaðibitakökur með hnetum

Áhorf: 211 | Umsagnir (0)

Súkkulaðibitakökur með hnetum 

540 g hveiti 
1 tsk. sódaduft 
150 g hnetur 
150 g púðursykur 
300 g strásykur 
2 egg 
460 g Freyju petitsúkkulaði 
200 g smjörlíki 

Öllu hrært vel saman.
Mótað að vild.
Bakað við 200 C í ca. 5 mínútur. 


Bjössakökur

Áhorf: 222 | Umsagnir (0)

Bjössakökur 

250 gr sykur 
375 gr smjörlíkii 
300 gr hveiti 
200 gr kókosmjöl 
50 gr kartöflumjöl 
2 egg 
1 tsk lyftiduft 

* Hrært deig, sett með teskeið á plötu. 200°c 


Engiferkökur

Áhorf: 261 | Umsagnir (0)

Engiferkökur 

1/2 kg hveiti 
1/2 kg púðursykur 
225 smjörlíki 
2 egg 
1 bolli rúsínur (má sleppa) 
1/4 bolli saxaðar möndlur (má sleppa) 
6 tsk. lyftiduft 
1 tsk. matarsódi 
1 tsk.kanill 
1 tsk. negull 
2 tsk.engifer. 

Hnoðað, littlar kúlur og flattar smá út með gaffli.
Ofninn á 200 gráður 


Smjörkökur ömmu Dreka

Áhorf: 213 | Umsagnir (0)

Smjörkökur ömmu Dreka 

300 gr sykur 
215 gr smjör 
1 egg 
325 gr hveiti 
1 ½ tsk lyftiduft 
Sítrónu og vanilludropar eftir smekk (má sleppa) 

Hnoðað, velt í lengjur og skorið niður og sett á plötu.
Bakað við 200°c. 


Amerískar kökur ekta

Áhorf: 401 | Umsagnir (0)

Amerískar kökur ekta 

2 1/2 bolli hveiti 
1 tsk matarsódi 
1 tsk salt 
1 bolli smjörlíki 
3/4 bolli sykur 
3/4 bolli púðursykur 
1 tsk vanilludropar 
2 egg 
2 bollar súkkulaðibitar 
1 bolli heslihnetur (má sleppa) 

Smjörlíki, púðursykri, sykri og vanilludropum hrært saman, síðan er eggjunum bætt útí einu í einu.
Þurrefnum bætt út í: hveiti, salti og matarsóda Hnetum og súkkulaði bætt út í,
í lokin Ca. teskeið fer svo á bökunarpappír, bakist við 180° í ca.10 mín.