Stórar, mjúkar, gamaldags piparkökur

Áhorf: 416 | Umsagnir (0)

Stórar, mjúkar, gamaldags piparkökur 

300 g sykur 

4 1/2 dl síróp 
1 msk negull eða engifer 
2 tsk kanell 
140 g smjör 
2 heil egg 
2 eggjarauður 
1 dl rjómi 
2 tsk hjartarsalt 
2 tsk pottaska 
um 1200 g hveiti 

Sama aðferð og í hinni uppskriftinni, þangað til búið er að hræra rjómanum saman við.
Þá sigtarðu saman hjartarsalt, pottösku og hveiti og hrærir/hnoðar saman við smátt og smátt.
Þetta deig á að vera svo þykkt að það sé hægt að hnoða það. Vefðu það svo í plast og geymdu í kæli, helst yfir nótt.
Hitaðu ofninn í 200 gráður, mótaðu deigið í kringlóttar bollur og bakaðu þær (það er enginn tími gefinn upp í uppskriftinni).
Þegar þær eru orðnar kaldar er best að setja þær í kökubox með 1-2 sneiðum af nýbökuðu brauði, þá verða þær mjúkar og svolítið seigar.


Gammaldags mjuka pepparkakor

Áhorf: 196 | Umsagnir (0)

Gammaldags mjuka pepparkakor 

3 dl síróp 

225 g púðursykur 
1 1/2 msk kanell 
1 msk negull 
1 1/2 msk engifer 
1 msk sultaður appelsínubörkur (má örugglega sleppa) 
125 g smjör eða smjörlíki 
3 egg 
1 dl rjómi 
1 1/2 msk pottaska 
um 600 g hveiti 

Settu síróp, púðursykur og krydd í pott, hitaðu að suðu og hrærðu þar til sykurinn er bráðinn
en taktu pottinn svo af hitanum og láttu kólna aðeins. Settu smjörið út í,
hrærðu þar til það er bráðið og láttu blönduna kólna alveg.
Hrærðu eggjunum saman við, svo rjómanum og síðan pottöskunni, hrærðri út í svolitlu köldu vatni.
Hrærðu hveitinu saman við smátt og smátt - ekki víst að þurfi allt magnið, deigið á ekki að vera mjög þykkt.
Hitaðu ofninn í 225°C og settu frekar stórar bollur á pappírsklædda bökunarplötu með tveimur teskeiðum,
hafðu gott bil á milli. Gott að byrja á að baka eina prufuköku og ef hún rennur mjög mikið út má hræra meira hveiti saman við deigið.
Kökurnar eru bakaðar í 10-12 mínútur.


Gyðingakökur

Áhorf: 1538 | Umsagnir (0)

Gyðingakökur 

500 gr hveiti 
250 gr sykur 
250 gr smjörlíki 
1 tsk hjartasalt 
2 egg, vanilludropar 
egg til að pensla með 
grófur sykur og saxaðar möndlur 

Hnoðað deig, flatt út og stungnar út kökur með glasi, penlað með eggi og sykri og möndlum stráð yfir.
Bakaðar við 180°c ljósbrúnar. 


Piparkökur

Áhorf: 209 | Umsagnir (0)

Piparkökur 

250 gr hveiti 
2 tsk kanill 
1 tsk negull 
1 tsk engifer 
1/8 tsk pipar 
1 tsk matarsódi 
90 gr smjörlíki 
1 dl og 3 msk sykur 
1/2 dl sýróp 
1/2 dl mjólk / vatn (ég nota mjólk) 

Öllu blandað saman - hnoðað - flatt út og mótaðar kökur. 
Bakað í 175° í 10 mín. 


Amerískar súkkulaðibitakökur II

Áhorf: 220 | Umsagnir (0)

Amerískar súkkulaðibitakökur II 

1,25 bolli hveiti 

1 tesk. matarsódi 
1/2 tesk. salt 
1/2 tesk. kanill 
1 bolli smjör 
3/4 bolli sykur 
3/4 bolli púðursykur 
2 egg 
1 tesk. vanilludropar 
3 bollar haframjöl 
340 g. brytjað súkkulaði, best að nota gott ekta súkkulaði 

Smjör, sykur, púðursykur, egg og vanilludropar er þeytt saman og þurrefnunum (nema haframjöli) bætt smám saman úti.
Að lokum er haframjöli og súkkulaði blandað útí degið.
Sett með teskeið á bökunarplötu (með pappír) þarf að hafa gott bil á milli því þær renna út.
Bakað við 200 gráður í 8 mín ef þær eiga að vera mjúkar en í 10 mín ef þær eiga að vera stökkar


Súkkulaðibitakökur mömmu

Áhorf: 366 | Umsagnir (0)

Súkkulaðibitakökur mömmu 600 g hveiti 

100 g sykur 
200 g púðursykur 
200 g smjörlíki 
2 egg 
1 tsk natron 
100 gr brytjað súkkulaði 
½ tsk volgt vatn 

Þarna má bæta útí uppskriftina lakkrísbitakurli eftir smekk

Deigið er hnoðað og velt í lengjur.
Kælt. Þá eru kökurnar skornar niður og settar á plötu.
Bakað við 200°c 


Kúrenukökur

Áhorf: 408 | Umsagnir (0)

Kúrenukökur 

375 g hveiti 
250 g smjörlíki 
125 g kúrenur 
250 g kókosmjöl 
350 g sykur 
2 egg 
2 tsk lyftiduft 


Nammi kökur

Áhorf: 213 | Umsagnir (0)

Nammi kökur (uppáhald barnanna) 

200 gr smjör 
250 gr af hveiti 
85 gr sykur 
2 tsk vanillusykur 
1 eggjarauða 
Hnoðað vel. Kælt. 

Flatt þunnt út og stungnar út kökur með piparkökumótum.
penslaðar með eggjahvítu og skrautsykri stráð yfir.
Bakað við 200 gráður í ca 8-10 mín. 

Þessar er álíka gaman að gera með börnunum og hinar klassísku piparkökur. 


Sörur

Áhorf: 290 | Umsagnir (0)

Sörur 

Setti möndlurnar í matvinsluvélina og sjúmmm allt á fullt.
blandaði möndlum og flórsykri saman á meðan ég þeytti eggjahvíturnar og setti svo sykurinn og möndlurnar úti bæði í einu,
mjög varlega. þetta gekk fínt. 


uppskriftin er: 
5 eggjahvítur 
6 dl flórsykur 
400 gr möndlur. 
Það á að baka þær í miðjum ofni í 10-15 mín við 190 gráður eða í blástursofni við 170-180 gráður 
maður á að fylgjast vel með þeim, þær eiga að vera aðeins brúnar efst og eru linar þegar þær eru teknar út úr ofninum 


krem: 
1 1/2 dl vatn 
1 1/2 dl sykur 
5 eggjarauður 
300 gr mjúkt smjör 
2 msk kakó 
2 1/2 tsk neskaffiduft. 
sykur og vatn í pott og sjóða saman í syróp (ég setti kaffiduftið útí vatnið svo það leystist örugglega upp),
þeyta rauðurnar vel og hella sýrópi útí í mjórri bunu og hræra vel. látið kólna.
bæta smjörinu útí og þeyta vel á meðan og svo kakóið úti að lokum.
kælt vel og smurt á kökurnar.


Siggakökur

Áhorf: 192 | Umsagnir (0)

Siggakökur 

1/2 bolli smjörlíki 
6 msk sykur 
6 msk púðursykur 
1 egg 
1 1/4 bolli hveiti 
1/2 tsk natron 
1/2 tsk salt 
1/2 bolli saxaðar hnetur 
1/2 bolli saxað súkkulaði 
1/2 tsk vanilla, smá volgt vatn 

Hrært deig, sett með teskeið á ofnplötu.
Bakað við 180-200 gráður í ca 10 mín.