Ágústínur

Áhorf: 210 | Umsagnir (0)

Ágústínur 

200 gr smjörlíki 

250 gr sykur 
1/2 dl púðursykur 
2 egg, 250 gr hveiti 
100 gr kókosmjöl 
100 gr hafragrjón 
2 tsk lyftiduft 
1/4 tsk hjartasalt 
1 tsk vanilludropar 

saxaðar möndlur, rúsínur, súkkulaði, döðlur eða annað e smekk 
Hrært deig.
Mótað milli handa í kúlur, bakað við 200 gráðu hita í ca 10 mín. 


Marengs toppar

Áhorf: 2741 | Umsagnir (0)

Marengs toppar 4 stk eggjahvítur 
250gr sykur 
vanilla 

Hvíturnar eru þeyttar og sykurinn er blandaður saman við ásamt vanillu,
marengsinn er stífþeyttur og litlar doppur sprautaðar (eða með skeið) á plötu.
Marengsinn er bakaður við 140° í c.a 25 mín. 


Súkkulaðibitakökur

Áhorf: 213 | Umsagnir (0)

Súkkulaðibitakökur 

½ bolli smjörlíki 
½ bolli sykur 
½ bolli dökkur púðursykur 
1 egg 
1 ½ bolli hveiti 
½ tsk matarsódi 
¼ tsk salt 
½ bolli kókosmjöl 
200 g súkkulaði britjað 

Smjörlíki og sykur hrært mjög vel saman 
síðan er eggið sett saman við og hrært vel og svo allt hitt saman við. 
Baki við 200°c í ck 10 ? 15 mín 


Ásakökur

Áhorf: 203 | Umsagnir (0)

Ásakökur 

200 gr kókosmjöl 
200 gr hveiti 
200 gr sykur 
200 gr smjör 
1 stk egg 
2 tsk lyftiduft 

Setjið öll hráefnin í skálina og vinnið rólega saman með káinu, látið standa.
Gerið kúlur, setjið á plötu, þrýstið á með fingri, bakið við 200° í 9-11 mín. 


Sandkorn.

Áhorf: 202 | Umsagnir (0)

Sandkorn. 

Hnoðið saman: 
250 gr af smjörlíki 
250 gr af púðursykri 
200 gr hveiti 
300 gr kartöflumjöl 
2tsk lyftidufr 
smá vanilludropa. 

Búið til kúlur úr deiginu,raðið á bökunarpappír og þrýstið þeim niður með gaffli.
Bakist ljósbrúnar á 200gr. 


Súkkubitakökur

Áhorf: 200 | Umsagnir (0)

Súkkubitakökur 

150 g Suðusúkkulaði 
25 g smjör 
200 g sykur 
1 egg 
1/2 tsk vanilludropar 
150 g hveiti 
1/2 tsk lyftiduft 
50 g valhnetur eða peakan hnetur 

Bræðið 100 g súkkulaði og 25 g smjör yfir vatnsbaði.Látið sykur ,egg og vanillu í skál og blandið bræddu súkkulaðinu saman við.
Hrærið hveiti og lyftidufti saman við.Blandið brytjuðu súkkulaði 50 g saman við ásamt hnetum.
Mótaðar kúlur og bakað ofarlega í 200 gráða heitum ofni í 10 -15 mín.

Njótið vel! 


Kókosdraumur

Áhorf: 268 | Umsagnir (0)

Kókosdraumur 

300 gr sykur 
300 gr smjör 
300 gr hveiti 
300 gr kókosmjöl 
1 stk egg 
1 tsk hjartarsalt 

sama aðferð og við Ásakökurnar, nema bakist í 10-12 mínútur. 


Brúnar kökur

Áhorf: 239 | Umsagnir (0)

Brúnar kökur 
(Góður skammtur til að taka með í útilegurnar í sumar)
80 stk.

60 g 70% súkkulaði
. 225 gr smjör
175 gr púðursykur
175 gr síróp
150 gr möndlur, saxaðar
500 gr hveiti
½ tsk kanill
½ tsk negull
½ tsk kardimommur
2 msk (1 poki) sultaður appelsínubörkur
Börkur af ½ sítrónu
1 tsk pottaska
1 egg

Hitið súkkulaði, smjör, púðursykur og síróp saman og kælið síðan aðeins.
Bærið öllum öðrum hráefnum saman við og blandið vel saman.
Setjið deigið í aflangt form og kælið í 3-4 klst eða yfir nótt.
Hitið ofninn í 180°c.
Skerið deigið í lengjur og sneiðið það síðan mjög þunnt í ferkantaðar kökur, ca 6x6 cm.
Bakið á bökunarpappír í ca 10 mínútur eða þar til þær eru farnar að brúnast.

Kælið 


Sörur

Áhorf: 875 | Umsagnir (0)

Sörur

3 eggjahvítur
31/2 dl flórsykur (sigtaður)
200 g möndlur

Krem:
3/4 dl sykur
3/4 dl vatn
3 eggjarauður
100 g smjör (lint)
2 msk. Kókómalt

Súkkulaðibráð:
250 g Síríus rjómasúkkulaði
Stífþeytið eggjahvíturnar.
Blandið brytjuðum möndlum og flórsykri varlega saman við.
Bakið við 180°C í 10 mín. Krem
:Sjóðið saman sykur og vatn í síróp, ekki mjög þykkt.
Hrærið eggjarauðurnar vel saman, hellið sírópinu í mjórri bunu út í eggin meðan hrært er,
setjið síðan smjörið og þar á eftir kókómaltið.
Setjið kremið á kaldar kökurnar og stingið þeim í frysti.
Þekið kremið með súkkulaðibráðinni þegar það er orðið vel kalt.

Geymið kökurnar í kæli.


Jólakossar

Áhorf: 298 | Umsagnir (0)

Jólakossar

500 gr hreint Marsipan
300 gr sykur
1 dl vatn
150 gr eggjahvítur
250 gr dökkt súkkulaði

Marsipan botn:
1 rúlla marsipan er skorin i 30 sneiðar, lagðar á bökunarpappír og bakaðar í 180°c í 5-8 mínútur

Fylling:
300 gr sykur 1 dl vatn, 150 gr eggjahvítur er þeytt létt og sykurleginum bætt hægt saman við

Þeytt með handþeytara við meðalhraða þar til stift.
Fyllingunni er sprautað í gegnum plastpoka á marsipanbotnana og síðan bakað í 5 mín við 180°c eða þar til yfirborðið er stíft.
Eftir kælingu eru jólkossarnir penslaðir með bræddu dökku súkkulaði.

Uppskrift úr bökunarblaðinu í Fréttablaðinu 22.11.11