Mömmukökur

Áhorf: 200 | Umsagnir (0)

Mömmukökur

500 gr Hveiti 
125 gr Smjörlíki
250 gr Sýróp
2 tsk Engifer
1 tsk Natron
1 stk Egg

Krem:
200 gr flórsykur
100 gr smjör (linað ekki brætt)
vanillusykur... slatti (smakkið)

Takið fyrst eina skál, gott að það sé hrærivél sem getur hnoðað,
Setjið svo allt saman út í, eitt í einu og hrærið svo saman.

Byrjið að hræra á lágum snúning hraðinn er svo aukinn eftir tilfinningu hvers og eins.
Gott er að taka deigið úr hrærivélinni og hnoða það í höndunum, á borði, svona í restina.
Einnig er gott að hafa smjörlíkið lint, t.d láta það standa yfir nótt á borðinu, ekki bræða það í potti eða örbylgjuofni.
Látið deigið inn í ískáp í einhvern tíma (yfir nótt) 
og fletjið svo út og gerið hringlaga kökur. Hægt er að nota glas.

Bakið við 175 c° þar til þær eru ljósbrúnar.
Látið kólna og gerið kremið á meðan.

Krem: 
Hrærið efnunum saman og smakkið aðeins til, ef smjörbragð er af kreminu skellið örlítið meiri flórsykri og vanillusykri.
Smyrjið á kökurnar og gerið svona kökusamlokur, sem sagt 2 og 2 saman.
Setjið í dunk, gott er að henda einni brauðsneið með svo þær haldist linar. 


Kókossúkkulaðikökur:

Áhorf: 368 | Umsagnir (0)

Kókossúkkulaðikökur: 

400 gr hveiti
200 gr kókosmjöl
1 ½ tsk hjartasalt
400 gr smjörlíki
250 gr sykur
6 tsk kakó
2 stk egg
4 msk súkkulaðispænir

Öllu blandað saman í skál og hnoðað saman, búnar til kúlur, sem er svo dýft í kókosmjöl og raðað á bökunarplötu.
Bakað við 180°í 5-10 mín eða þar til kókosmjölið fer að brúnast.


Daim smákökur

Áhorf: 658 | Umsagnir (0)

Daim smákökur

180 gr smjörlíki stofuheitt
1 bolli púðursykur
¾ bolli sykur
2 egg......
1tsk vanilludropar
1 tsk matarsóti
½ tsk salt
2 bollar hveiti
150 gr súkkulaði dropar frá nóa síríus
200 gr Daim kúlur

hræra sykur og smjörlíki vel saman og bæta svo eggjunum við hræra þar til ljóst og létt,
bæta svo þurrefnunum saman við varlega ,svo súkkulaðinu líka varlega
setja með teskeið á smjörpappír og baka í 5-7 mín við 180 gráður blástur

bollamálið er amerísk bolla mál eða stórir bollar (",)


Þristatoppar

Áhorf: 1153 | Umsagnir (0)

Þristatoppar

4 eggjahvítur
230 gr púðursykur stífþeytt......
250-300 gr af smáttsöxuðum þristum blandað varlega saman við..
(ég nota alltaf einn poka af smáþristum,það eru 250gr)

Sett á bökunarplötu með tveim teskeiðum og bakað við 125 gráðu hita í 40 mín...


Kornflakeskökur með gráðaosti

Áhorf: 207 | Umsagnir (0)

Kornflakeskökur með gráðaosti
60-80 stykki

Innihald:
150 g súkkulaði
80 g smjör
100 g síróp, þetta í grænu dósunum
45 g rifinn gráðaostur
100 g salthnetur saxaðar fínt
100 g smáttsaxaðar döðlur
120 g Special K kornflakes

Aðferð:
Bræðið saman súkkulaði, smjör og síróp.
Bætið í söxuðum döðlum, salthnetum og gráðaosti hrærið vel saman.
Blandið Special K kornflakes að lokum saman við blönduna.
Setjið með skeið á bakka eða setjið í konfektform.

Uppskrift frá MS


Nammi namm með hunangi

Áhorf: 254 | Umsagnir (0)

Nammi namm með hunangi
60-80 stykki

Innihald:

150 g sólkjarnafræ
100 g hunang
200 g suðusúkkulaði
200 g hvítt súkkulaði
80 g palmín
150 g rjómaostur

Aðferð:

Ristið sólkjarnafræ á pönnu og setjið í skál. Bræðið hunang, súkkulaði, palmín og rjómaost saman.
Setjið í konfektform ristuð sólkjarnafræ og setjið súkkulaðiblönduna yfir.
Einnig er hægt að setja í form og skera í hæfilega stóra bita

Uppskrift frá MS.