Marensterta með kókosbollum og jarðaberjum

Áhorf: 9536 | Umsagnir (0)

Marensterta með kókosbollum, jarðaberjum og karamellusósu

8 eggjahvítur
400 gr sykur

Stífþeytið saman (þannig að þegar þú snýrð við skálinni þá haggast blandan ekki)
Skiptið blöndunni á milli í tvö hringform.

Bakið við 150°c í ca 45-55 mínútur í miðjum ofninum og
byrjið ekki að hita hann fyrr en um leið og þið setjið maresninn inn.

Þeytið 1 pela af rjóma
Skerið niður 3-4 kókosbollur (eftir smekk)

Blandið rjómanum og kókosbollunum varlega saman og setjið svo á milli botnanna þegar þeir hafa kólnað vel.

Karamellubráð:

2 dl rjómi
80 gr púðursykur
3 msk síróp
30 gr smjör
1 tsk vanilludropar

Skreytt með jarðaberjum (má líka nota bláber)


Marensterta með kókosbollum, súkkulaðibitum og döðlum

Áhorf: 2527 | Umsagnir (0)

Marensterta með kókosbollum, súkkulaðibitum og döðlum

4 eggjahvítur (bætið við 1 ef eggin eru litil)
2 stórir bollar flórsykur (ca 2 dl einn bolli)
Stífþeytt saman 
100 gr suðusúkkulaði (saxað smátt) 
½ pakki döðlur pressaðar (saxað smátt), má líka nota venjulegar steinlausar döðlur
½ lítri af rjóma (þeyttur og settur á milli botna) 
KókosbollurStífþeytið eggjahvíturnar og flórsykurinn þar til hægt er að hvolfa blöndunni og hún lekur ekki.
Blandið súkkulaðinu og döðlunum rólega saman við.

Notið form sem hægt er að snúa i miðjunni ef þið eigið þau til og smyrjið þau að innan með smjöri eða smyrjið 
þessu á smjörpappír, en verið þá búin að skipta  blöndunni jafnt.
Bakið við 150°c í 45 mínútur. (Setjið inn í kaldan ofninn)

Þeytið rjómann og setjið hann á milli botnanna og skreytið að vild.
Skerið kókosbollurnar í bita og leggið á milli.


Skálaterta Guðrúnar

Áhorf: 790 | Umsagnir (0)

Skálaterta Guðrúnar

6 stk. eggjahvítur
300 gr. sykur
1 tsk. lyftiduft
Stíf þeytt saman

Sett í smurt mót og berið sykurhræruna vel upp með hliðunum á mótinu.
Bakað við 150°c (sett í kaldann ofn) í 45-60 mínútur.
Slökkva á ofninum og skiljið formin eftir í ofninum yfir nótt.

Rjómablanda með ávöxtum
1 peli rjómi
ávextir eftir smekk
Skreyta má með marenstoppum á súkkulaði ofaná.


Hnallþóra Þórðar .

Áhorf: 1224 | Umsagnir (0)

Marengeterta...

 

Tveir marensbotnar tilbúnir eða....
2 bollar flórsykur
4 eggjahvítur

Stífþeytið flórsykur og eggjahvítur saman, þar til það er stíft og flott,
skiptið í tvö form og bakað við miðju í ofni við 150 °c í 45 mín. 

1 1/2 lt Rjómi
Hrískúlur
Þeytið rjómann og blandið svo saman við hann hrískúlum og smyrjið svo á milli botnanna og
setjið svo rjóman í rjómasprautu og skreytið kökuna að vild,
með súkkulaði, jarðaberjum og hrískúlum.


Sjöunda viðundrið

Áhorf: 1609 | Umsagnir (0)

Sjöunda viðundrið!
fjölskyldukakan okkar góða250 gr hveiti, 
1 tsk lyftiduft, 
vanillusykur(eftir smekk) eða ca 2-3 tsk, 
250 gr sykur, 
250 smjör eða smjörlíki, 
1/2 lítri rjómi 

í form, helst sem hægt er að snúa botninum, deigið á að vera eins þunnt og hægt er.
Hægt er að ná 5-7 lögum, allt eftir þrautseigju, en 5 eru fínt.
Bakað við 200°c, ca 10 en fylgist vel með.
Rjómi þeyttur og bætt smá vanillusykri útí og hann síðan settur á milli laganna.
Gott að skreyta hringinn með rjómasprautu daginn sem á að bera hana fram.Best er að láta hana mýkjast yfir nótt með rjómann á milli. 
Má frysta.


Púðursykurterta

Áhorf: 921 | Umsagnir (0)
Púðursykurterta
með döðlum og rjóma

Marensbotnar:
4 eggjahvítur og 200 gr púðursykur

Fylling:
2 ½ dl rjómi, 100 gr suðusúkkulaði, 1 dl döðlur

Skraut: (má sleppa), 2 ½ dl rjómi, 2 msk kakó, súkkulaði til skauts t.d. kattartungur.

Þeytið eggjahvítur vel og bætið púðursykri smátt og smátt út í.
Þeytið mjög vel. Setjið hræruna í hringform, skiptið á milli tveggja forma.
Bakið í 125°c heitum ofni í klukkutíma. 

Fylling:
þeytið rjómann. Brytjið súkkulaði og döðlur og blandið saman við rjómann.
Setjið á milli botnanna og látið standa í ísskáp í nokkra klukkutíma áður er kakan er borin fram. 

Skraut: þeytið rjómann. Blandið matskeið af kakói saman við.
Sprautið rjómanum á og stráið kakói yfir teruna með sigti.
Skreytið með súkkulaðiskrauti (kattartungum)


Kanilterta

Áhorf: 544 | Umsagnir (0)

Kanilterta

350 gr hveiti 
350 sykur 
350 gr smörlki - mjúkt 
2 egg 
1 ½ tsk kanill 

4 botnar 
20 mín 175°c 
Á milli: 
2 p rjómi 
súkkulaðispænir 

rjóminn þeyttur, súkkulaðispónum blandað saman við og sett á milli botnanna. 

krem: 
4 eggjarauður 
60 gr flórsykur 
50 gr smjörlíki 
100 gr súkkulaði - dökkt 

Eggjarauður og fljórsykur þeytt saman, smjör og súkkulaði brætt saman og hellt yfri eggjablönduna og þeytt.
Kremið er sett á efsta botninn og beint í frysti. 

Tekið úr frysti 24 tímum áður en borið fram. 


Toskaterta

Áhorf: 349 | Umsagnir (0)
Toskaterta

2 egg og 125 gr sykur (þeytt saman)
125 gr hveiti
3 msk rjómi eða mjólk
75 gr smjörlíki brætt
Hiti: 175°c í 20 mínútur.
Ofaná: 50 gr smjör/smjörlíki
3 msk sykur
1 msk hveiti
1 msk rjómi/mjólk
50 gr saxaðar möndlur

Hitað en má ekki sjóða. Sett á kökuna og bakað aftur í 10 mín.
Látið standa í forminu i smá stund.


Royal döðluterta

Áhorf: 434 | Umsagnir (0)

Royal döðluterta

200 gr sykur
2 stk egg
150 gr hveiti
200 gr döðlur
60 gr möndlur
1 tsk sléttf. Lyftiduft

Þeytið eggjarauðurnar og sykurinn í létta kvoðu.
Döðlurnar og möndlurnar brytjaðar smátt og blandast saman við hveitið ásamt Royal lyftiduftinu og því síðan jafnað í deigið.
Síðast eru stífþeyttar eggjahvíturnar settar saman við.
Kakan bökuð í vel smurðu tertumóti.

Skreytt með rjóma.


Peruterta með ljósu kremi

Áhorf: 937 | Umsagnir (0)
Peruterta með ljósu kremi 

Svampbotnar:
 
3 egg, 
130 gr sykur (hrært saman), 
3 msk hveiti, 
2 msk kartöflumjöl, 
2 tsk lyfirduft 

Krem: 4 msk flórsykur og 3 eggjarauður (hrært saman), 1 peli rjómi (þeyttur), 
50 gr brætt súkkulaði, allt blandað svo rólega saman, 

Perunar eru settar á svampbotnana og kremið síðan sett yfir.