Sangríu-uppskriftir

Áhorf: 930 | Umsagnir (0)

Sangríu uppskriftir sem ég fann á netinu.

Létt, þurrt rauðvín, ein til tvær flöskur.
Skornir ávextir; t.d. appelsínur, epli, jarðarber, lime, sítrónur, ber, mangó os.frv
Sætuefni: Til dæmis hunang, sykur, síróp, appelsínusafi eða grenadín.
Brandý, þrjú staup.
Örlítið af kanil.
Sumir nota Sprite eða 7Up.
Fullt af klaka.

Hér má svo finna eina frá Tapas barnum.

Þessi gerir um einn líter af Sangría:
4 dl Solaz Tempranillo rauðvín
6 cl Koskenkorva vodka
3 cl Peachtree
3 cl De Kuyper Apricot Brandy
3 cl De Kuyper Wild Strawberry
3 cl De Kuyper Triple Sec
2 dl appelsinusafi
2 dl Sprite smá Grenadine
Epli, appelsína, lime og sítróna, skorin í sneiðar.  

Setjið allt hráefni í stóra könnu ásamt klaka og einni kanilstöng.

Hér má finna eina í viðbót:

1 flaska rauðvín, kælt

250 ml. ölkelduvatn, kælt
1 appelsína 
1 sítróna 
2 ferskjur
3 msk. brandí
1-2 msk. sykur 

Skolið sítrus ávextina í heitu rennandi vatni, þerrið og skrælið. Fjarlægið steinana og skerið ávextina í bita. Flysjið ferskjurnar og skerið í bita. Setjið alla bitana í stóra glerkönnu. Stráið sykrinum yfir. Hellið rauðvíninu og brandíinu yfir, síðan ölkelduvatninu. Hrærið í. Sangria á alltaf að bera fram ískalt. Bætið nokkrum ísmolum út í ef þurfa þykir.

 


Bollur, áfengar

Áhorf: 3267 | Umsagnir (0)

Bollur, áfengar

Love is in the Air

1 flaska vodka
2 flöskur hvítvín
5 dl. ferskjulíkjör
4 lítrar 7Up eða Sprite.
Einnig má setja 2 lítra af appelsínusafa og sleppa þá
2 lítrum af gosinu.
Má lita með matarlit ef vill.
Skraut að eigin vali.

Hafið bláa hafið

1 vodkaflaska
1/2 lítri Blue Curacao
2 lítrar peru- eða eplasíder
1-2 lítrar Sprite eða 7Up
Nokkrar sítrónusneiðar
Blandist saman, bætið klaka útí.


Kirsuberjabolla

1 flaska vodka

1 flaska kirsberry kirsuberjavín
4 lítrar Sprite eða 7Up
Öllu blandað saman ásamt
klaka og ávöxtum að eigin vali.

Jarðaberjabomba

2 öskjur af ferskum jarðaberjum, skornum í tvennt langsum
750 ml vodka
500 ml jarðaberjalíkjör
4-5 l Sprite
Öllu blandað saman. Bragðbæta má með sítrónusafa.