Melónu-Boozt

Áhorf: 441 | Umsagnir (0)

Melónu-Boozt

Boozt drykkir hafa notið mikilla vinsælda og ekki að ástæðulausu.
Þarna eru á ferðinni næringarríki og bragðgóðir drykkir sem er fljótlegt að skella í sig ef svo óheppilega vill til að heimilisfólkið sofi lítilega yfir sig...

200 gr vanilluskyr
½ kantalópumelóna, skræld og fræhreinsuð
2 dl mjólk
Ísmolar

Blandið öllu saman í blandara og berið fram strax.


Skyrboozt fyrir sykursjúka

Áhorf: 812 | Umsagnir (0)
Skyrboozt fyrir sykursjúka (Uppskrift frá Sigrúnu Sigmars)

(uppskrift fyrir 2)

500 gr hreint skyr
1/2 grænt epli
ein skífa af ananas(helst ferkur)
Nokkrir melónubitar (gul)
250 ml Brazzi ananassafi
klakiSetjið klaka í blandara og mixið vel.
setjið skorna ávextina og Ananas Brazzan útí og hrærið mjög vel.
Rétturinn er tilbúinn.

Fyrir fólk sem er ekki með sykursýki þá er sett orkudrykkur í staðin fyrir Ananassafann og eins með ávextina má setja hvað sem er t.d bananai er mjög góður fyrir fólk sem er ekki með
 sykursýki, en hann er á bannlista fyrir fólk sem er með sykursýki