Hvað er það sem er gott við að drekka grænmeti

Hvað er það sem er gott við að drekka grænmeti eða ávexti !

Grænmetissafar eru góð næring og hressandi, góðir í morgunsárið og oft gott að útbúa mikið í einu og geyma í ísskápnum til að geta gripið með sér.
Gott er að nota íslenskt grænmeti ef hægt er. Gott getur líka verið að blanda sama grænmeti og ávöxtum eða fá sér einn alveg grænann drykk.

Hérna munu koma inn uppskriftir af hressandi grænmetis og ávaxtadrykkjum og endilega ef þið lumið á einhverjum góðum eða súper ábendingum, þá vinsamlega sendið á ingunn@islandsmjoll.is


Takk takk takk......


Íslenskt vor

Áhorf: 628 | Umsagnir (0)

Íslenskt vor

1 agúrka
1 handfylli dökkgrænt salat
2-3 gulrætur
1 rauð, gul eða appelsínugul paprika
1 epli

Skellið í blandara..


Græn gleði

Áhorf: 383 | Umsagnir (0)

Græn gleði

2 handfylli spínat eða grænkál
1/2 agúrka
1 sellerí stilkur
ein handfylli fersk mynta
1 epli

Skellið í blandara..


Ástríkur

Áhorf: 363 | Umsagnir (0)

Ástríkur

Eitt íssalat eða annað dökkgrænt salat eins og endive, romaine ofl.
1 avocadó
2 handfylli frosið mangó
3 cm engifer
1 handfylli fersk mynta
0.5 l kalt vatn

Skellið í blandara..


Litríkur

Áhorf: 884 | Umsagnir (0)

Litríkur

Eitt íssalat eða annað dökkgrænt salat eins og t.d. endive, romaine ofl.
1/2 agúrka
1 paprika
1 lúka brokkóli
3 cm engifer
1 avocado
safi úr 1/2 sítrónu
1-2 handfylli frosið mangó
0.5 l kalt vatn

Uppskrift úr Fréttablaðinu

Skellið í blandara..


Gulrótar- og epladjús.

Áhorf: 550233 | Umsagnir (0)

Gulrótar- og epladjús.  

6 lífrænar gulrætur
1 lífrænt epli
1 sítróna, safinn
Engiferbútur (ef vill)
Lífrænt sellerí (ef vill)

Allt sett í safapressu (fyrir þá sem það eiga)

Uppskrift úr þættinum hennar Ebbu


Hollur mjólkurhristingur með hindberjum

Áhorf: 364 | Umsagnir (0)

Hollur mjólkurhristingur með hindberjum

115 g hindber
250 ml sojamjólk með vanillubragði
375 ml frosin jógúrt

Blandið öllu saman í rafmagnskvörn í um það bil mínútu,
þar til blandan verður froðukennd. Hellið í stórt glas.
Þeir sem láta sig hollustuna litlu varða geta bætt þeyttum rjóma út á og skreytt með hindberjum.


Hlollur mjólkurhristingur með banönum

Áhorf: 352 | Umsagnir (0)

Hlollur mjólkurhristingur með banönum
Fyrir 1

200 ml undanrenna
½ banani, niðurskorinn
1 tsk vanilludropar
1 tsk kanill
1/3 bolli af muldum ísmolum

Skerið banana í sneiðar, setjið í poka og frystið.
Blandið helmingnum saman við muldu ísmolana,
undanrennuna og vanilludropana í rafmagnskvörn,
eða þar til blandan verður froðukennd.
Hellið í langt og mjótt glas.
Stráið kanil ofan á og berið fram.


Jógúrt drykkur með döðlum og vanillu

Áhorf: 363 | Umsagnir (0)

Jógúrt drykkur með döðlum og vanillu

Morgunverður er ómissandi að margra mati og er oft sagður vera mikilvægasta máltíð dagsins.
Hollur morgunverður þarf hvorki að vera flókinn né tímafrekur.
Jógúrdrykkurinn hér er fljótlegt að útbúa og einnig er hann kjörinn sem léttur drykkur á milli mála. 

Jógúrtdrykkur með döðlum og vanillu 

Fyrir 2 
1 bolli létt AB mjólk eða hrein jógúrt 
1 bolli léttmjólk, undarenna eða sojamjólk 
1 bolli steinlausar mjúkar döðlur 
2 bollar ísmolar 

Setjið jógúrt/AB mjólk, mjólk, döðlur og vanilludropa í blandara.
Hrærið þar til döðlurnar hafa maukast vel og blandan er orðin þykk.
Bætið ísmolum út í og hrærið áfram þar til ísinn hefur molnað.

Skiptið í tvö stór glös og njótið vel. 


Heilsudrykkur

Áhorf: 367 | Umsagnir (0)

Heilsudrykkur

2 lúkur af spínati
1 frosinn banani
1 pera
Safi úr 1 lime

Þynnt með köldu vatni og þeytt í blandara.
Gott er að rífa smá engifer í drykkinn.