Sólarsmellur Nalewka Babuni

Áhorf: 379 | Umsagnir (0)

Sólarsmellur Nalewka Babuni

9 cl Sólberjalíkjör frá Nalewka Babuni (fæst í rikinu)
4 cl rum frá Arehucas
Sólberjasafi, fæst í hyrnum í búðnum

Klakar (fylltir af allskonar berjum)
Hrisstið vel!


Cococoffe kokteill

Áhorf: 448 | Umsagnir (0)

Cococoffe kokteill

Er svo mikil kokteilkona og er þessi einn af mínum uppáhalds,
eiginlega algjör bomba og flottur með kaffinu eftir ljúfenga máltíð!

4 cl rum frá Arehucas
8 cl Cream de Chocolate frá Arehucas
Klakar sem hafa verið útbúnir úr kaffiHrisst vel og glasið skreytt með sykurrönd!


Berjabomba on twist !

Áhorf: 694 | Umsagnir (0)

Berjabomba on twist !3 cl sólberja líkjör frá Nalewka Babuni
3 cl Quince (nektarínu) líkjör frá Nalewka Babuni
3 cl ljóst rum frá Arehucas
Mangosafi eftir smekk
Klakar (sem fylltir hafa verið með berjum, bláberjum, hindberjum, jarðaberjum og frystir)

Hrisst vel og sett í glas, skreytt með sykurrönd og ávöxt!


Sólargeisli Ömmu Nalewka

Áhorf: 442 | Umsagnir (0)

Sólargeisli Ömmu Nalewka6 cl Nalewka Babuni Quince (nektarínu)
3 cl rum Arehucas
9 cl Mango safi
slatti af mango
klakar

Allt hrist vel saman, skreytt með sykurrönd og ananas.


Arehucas Style Mohito On Ice

Áhorf: 544 | Umsagnir (0)

Arehucas Style Mohito On Ice

6 cl ljós Arehucas rum
Fyllt upp með mohito safa sem fæst tilbúinn i búðunum
Klakar (gaman er að vera búinn að fylla klaka og frysta áður með myntulaufum, þá þarf aldrei að hafa áhyggjur af því að myntublöðin liggi undir skemmdum)

Hrisst vel!


Þrumufréttir Arehucas

Áhorf: 471 | Umsagnir (0)

Þrumufréttir Arehucas

Þessi er algjör snilld, algjör þruma sem hressir og kætir hvern mann!

3 cl Arehucas Crema de Chocolate
6 cl Arehucas Caremelo rum
3 cl Arehucas Rum glært

Hrisst vel með fullt af klökum !


Cran Canary Sólberja cokteill

Áhorf: 742 | Umsagnir (0)

Cran Canary Sólberja cokteill

3 cl romm ljóst frá Arehucas, fæst í Á.T.V.R.
3 cl sólberjalíkjör frá Nalewka Babuni
9 cl cranberrí's safi
klakar (gaman er að vera búin að útbúa klaka í boxi áður,
fyllta með allskonar berjum, eins og sólberjum, jarðaberjum, bláberjum, hindberjum o.s.v.

Hrisstið allt vel saman, skreytið glasið!


Viskí kokteilar

Áhorf: 439 | Umsagnir (0)

Viskí kokteilar

Whisky Sour

6 cl. bourbon
Safi úr ½ sítrónu
1 tsk. flórsykur

Allt hrist saman með klaka, sett í viskíglas og skreytt með kirsuberi,
einnig má gera drykkinn líflegri með því að toppa með örlitlu af sódavatni.

Manhattan

4 cl. amerískt eða kanadískt viskí
2 cl. rauður vermouth
Skvetta Angostura bitter

Hrært saman í klaka, sett í kokteilglas og skreytt með kirsuberi. 


Vodka kokteilar

Áhorf: 757 | Umsagnir (0)

Vodka kokteilar

Sex on the Beach

2 cl. vodka
2 cl. ferskjulíkjör
2 cl. appelsínusafi
2 cl. trönuberjasafi
Allt hrist og borið fram í kokteilglasi.

Midnight Sun

3 cl vanilluvodka
1,5 cl Mickey Finns Sour Apple eða sambærilegt
1,5 cl eplasafi
Skvetta af Grenadine
Hristur. Kirsuber sett í botninn, blöndunni hellt í glasið og Grenadine hellt rólega yfir svo það falli til botns. Skreyt með appelssínusneið.

Apple Fruitini

3 cl vodka
1 cl Mickey Finns Sour Apple eða sambærilegt
Skvetta af Dry Vermouth
Hrærður.

Cosmopolitan

4 cl. vodka
2 cl. Cointreau eða Triple Sec
6 cl. trönuberjasafi
1 cl. limesafi
Hrist með klaka, framreitt í kældu kokteilglasi. Skreytið ef vill með appelsínusneið eða sítrónuberki.

Bloody Mary

3–6 cl. vodka
12 cl. tómatsafi
Skvetta af Worchestersósu
Safi úr sítrónubát
Salt og pipar
1–2 dropar Tabasco sósa, (má sleppa)
Hristur eða hrærður eftir smekk. Skreytt með sellerístöngli.

Black Russian

3 cl. vodka
3 cl. Kahlúa eða annar kaffilíkjör
Hristur eða hrærður með klaka.

White Russian

3 cl. vodka
3 cl. Kahlúa eða annar kaffilikjör
3 cl. rjómi
Hrist með klaka.

Brjálaða Bína

2 cl. vodka
2 cl. Bailey’s eða sambærilegt
2 cl. kaffilíkjör
Hristur með klaka.

Grænn frostpinni

3 cl. vodka
1 cl. apríkósu líkjör
1 cl. Blue Curaçao
3 cl. appelsínusafi
Hrist með klaka, framreitt í léttvínsglasi 


Tequilakokteilar

Áhorf: 363 | Umsagnir (0)

Tequilakokteilar

Margarita

4 cl. tequila
2 cl. Countreau eða Triple Sec
1 cl. limesafi
Hristið drykkinn með klaka. Vætið glasbarminn á kokteilglasi með lime og dýfið í salt áður en drykknum er hellt í.

Tequila Sunrise

4 cl. tequila
12 cl. appelsínusafi
4 cl. Grenadine
Hristið saman tequila og appelsínusafa og hellið í longdrink glas. Hellið grenadine varlega út í,
lyftið sýrópinu svo varlega upp með skeið til að fá rétta litinn.

Speedy Gonsalez

3 cl. tequila ljóst
3 cl. Cointreau eða Triple Sec
9 cl. appelsínusafi
Hrist saman með klaka.

Acapulco

3 cl ljóst Tekíla
6 cl hreinn ananassafi
3 cl hreinn grapesafi
Allt sett í hristara með klaka og hrist saman.

Tequila Sunset

3 cl ljóst Tekíla
1 1/2 cl sítrónusafi
1 tsk Grenadine
Allt sett í blandara með smá klaka. Sett í fallegt kokteilglas.

Vatnsmelónu Margaríta

1 tsk Limebörkur
1 dl vatn
1 dl sykur
2 dl Vatnsmmelónumauk (*sjá aðferð)
2 cl ferskur limesafi
6 cl ljóst tequila
2 cl triple sec eða annar appelsínulíkjör
1 bolli klaki

Búið til limesíróp, það má gera fyrir fram.
Geymist þá í lokuðu íláti í kæli. Setjið fínt saxaðan limebörk (aðeins græna hlutann),
sykur og vatn í pott og sjóðið þar til sykurinn leysist upp.
Hrærið í á meðan.
Takið af hitanum, kælið að stofuhita og sigtið limebörkinn frá.
*Melónumauk: Skerið vatnsmelónu í stóra bita og fjarlægið steinana, setjið í rafmagnsblandara eða matvinnsluvél og
gerið fínlegt mauk. Setjið Margaritaglas í frysti í 30 mín.
Setjið matarsalt á lítinn disk, vætið glasbarminn með limesneið og dýfið glasinu svo í saltið.
Setjið í rafmagnsblandara 2 msk limesíróp, vatnsmelónumauk, limesafa, tequila, líkjör og klaka og blandið þar til drykkurinn er orðinn mjúkur og froðukenndur.
Sigtið í Margarítuglasið og skreytið með limesneið.

Moonraker

4 cl tequila
12 cl ananassafi
2 cl Blue Curacao

Setjið klaka í Higball glas, hellið tequila útí og fyllið upp með ananassafa, hrærið vel saman. Bætið svo Blue Curacao varlega út í drykkinn. Skreytið með ananas.

La Bomba

2 tsk sykur
2 limebátar
3 cl Tequila Gold
3 cl Cointreau eða annar Triple Sec líkjör
5 cl ananassafi
5 cl appelsínusafi
2 skvettur Grenadine

Stráið sykri á disk, skerið síðan limesneið í tvennt langsum og gerið báta úr öðrum helmingnum.
Snúið kokteilglasi á hvolf og vætið glasbarminn með öðrum limebátnum,
setjið síðan glasbarminn í sykurinn og þekjið hann vel með sykrinum.
Setjið síðan klaka í kokteilhristara og hellið þar í Tequila, Cointreau, ananasog appelsínusafanum, lokið hristaranum og hristið vel.

Hellið í kokteilglasið, skreytið með limebát.