Nautastrimlar með bambus

Áhorf: 1156 | Umsagnir (0)

Nautastrimlar með bambus

Þetta er svo ótrúlega auðvelt að maður hlær nú bara að sjálfum sér fyrir það að hafa miklað austurlenska matargerð fyrir sér en auðvitað er þetta allt auðvelt þegar maður notar tilbúnar sósur, ég læt hina snillingana um að elda þetta frá grunni að svo stöddu en einn daginn þá ætla ég að læra þetta!Austurlenskur stíll er alltaf ansi góður svo ég tali nú ekki um að hann er auðveldari en maður heldur í að elda.

Nautastrimlar, hægt er að kaupa nautakjöt og skera í strimla eða tilbúið
Bambus í dós
1 rauðlaukur
1 dós ananas
1 epli
1 dós Hoi Sin sósa

Setjið nautastrimlana í wok pönnu, gott er að setja smá steikingarolíu og látið malla í ca 30 mínútur.
Skerið niður lauk og epli og bætið út á pönnuna ásamt ananasinum og bambusinum og bætið útá pönnuna
ásamt sósunni og fyllið sósukrukkuna af vatni og hrisstið vel svo að þið náið allri sósunni úr og hellið yfir réttinn.

Mallið í góðan klukkutíma svo að kjötið verði vel meyrt!Berið fram ef vill með hrísgrjónum brúnum


Nautastrimlar í Ostrusósu

Áhorf: 1536 | Umsagnir (0)

Ég hef aldrei í gegnum árin eldað sjálf austurlenska rétti, en alltaf langað til þess!
Ég lét því verða af því og bauð vinkonu minni í mat, maður verður jú að nota einhvern sem tilraunadýr :)

Nautastrimlar í Ostrusósu

1.pk nautastrimlar (fást tilbúnir í frosti í Bónus)
1 dós baby mais
1-2 gulrætur
1/2-1 paprika
Blaðlaukur
Soyjasósa, smá slurkur
Steikarkrydd, eftir smekk
1 krukka af ostrusósu frá Santa María
1/2 litri vatn

Þýðið nautastrimlana, setjið smá olíu á wokpönnu ef þið eigið hana til, annars venulega pönnu.
Steikið strimlana og kryddð aðeins eftir smekk, skerið gulrætur, papriku og blaðlaukinn niður og
bætið út á pönnuna ásamt hálfum líter af vatni og baby mais, látið suðunum koma upp og lækkið svo undir.
Bætið þá 1-2 msk af soyasósu í og krukkunni af ostrusósunni.
Látið malla í 30-40 minútur eða þar til kjötið er orðið vel meyrt.Berið fram með brauði.

Gott er að nota afgangana daginn eftir í núðlurétt, sjóðið þá núðlur og hellið út á afganginn.


Austurlenskur kjötréttur

Áhorf: 450 | Umsagnir (0)

Austurlenskur kjötréttur

Efni:
1 bolli gróft rifnar gulrætur
1 bolli hvítkál í mjóum ræmum
1 laukur
4 hvítlauksrif í mjóum ræmum
500 g svínahakk
6 dl vatn
2 -3 msk matarolía
3 - 4 msk soyasósa
Núðlur ( t.d. spaghettislaufur )

Aðferð:
1. Hreinsið og sneiðið/rífið grænmetið. 
2. Hitið matarolíu á pönnu. 
3. Steikið svínahakk og lauk á pönnunni. Sjóðið núðlurnar nákvæmlega eftir leiðbeiningum.
4. Setjið vatnið á pönnuna og látið suðuna koma upp.
5. Bætið soyasósu og kryddi saman við og sjóðið í nokkrar mín.
6. Setjið gulrótarræmur, hvítkálsræmur og út í réttiinnog sjóðið þar til grænmetið er orðið mjúkt.
7. Setjið heitar (soðnar) núðlurnar (spaghettislaufurnar) saman við hakkið, blandið vel saman.