Nautastrimlar með bambus

Áhorf: 1121 | Umsagnir (0)

Nautastrimlar með bambus

Þetta er svo ótrúlega auðvelt að maður hlær nú bara að sjálfum sér fyrir það að hafa miklað austurlenska matargerð fyrir sér en auðvitað er þetta allt auðvelt þegar maður notar tilbúnar sósur, ég læt hina snillingana um að elda þetta frá grunni að svo stöddu en einn daginn þá ætla ég að læra þetta!Austurlenskur stíll er alltaf ansi góður svo ég tali nú ekki um að hann er auðveldari en maður heldur í að elda.

Nautastrimlar, hægt er að kaupa nautakjöt og skera í strimla eða tilbúið
Bambus í dós
1 rauðlaukur
1 dós ananas
1 epli
1 dós Hoi Sin sósa

Setjið nautastrimlana í wok pönnu, gott er að setja smá steikingarolíu og látið malla í ca 30 mínútur.
Skerið niður lauk og epli og bætið út á pönnuna ásamt ananasinum og bambusinum og bætið útá pönnuna
ásamt sósunni og fyllið sósukrukkuna af vatni og hrisstið vel svo að þið náið allri sósunni úr og hellið yfir réttinn.

Mallið í góðan klukkutíma svo að kjötið verði vel meyrt!Berið fram ef vill með hrísgrjónum brúnum

Umsagnir

Email recipient is invalid or empty.
Database Error
We are sorry, a database error has occurred and pageload stopped, an admin has been notified.
2019-08-17 15:12