Ekta inverskur réttur frá Írisi Heru á Kryddlegin Hjörtu

Áhorf: 764 | Umsagnir (0)

Ekta inverskur réttur frá Írisi Heru á Kryddlegin Hjörtu

1 kg. Lambagúllas, velt upp úr spelthveiti
2 stórir laukar, skornir niður
5 hvítlauksrif, smátt söxuð steikt í olíu í potti
2 msk karrí bætt út í
2 tsk timian duft
2 msk tómatpurre út í vökvann
Lambakraftur
Vatn svo fljóti yfir

Soðið í góðan hálftíma

Borið fram með hrísgrónum og salati


Indverskur pottréttur með gulrótum, eplum og bönunum

Áhorf: 655 | Umsagnir (0)

Indverskur pottréttur með gulrótum, eplum og bönunum

600 gr lambakjöt í bitum 
2 tsk karrí 
2 laukar 
1 stór gulrót 
1 epli 
2 tsk timjan 
Salt og pipar 
2-3 msk mango ghutney 
2-3 dl vatn og kjötkrafur 
1-2 dl rjómi 
1 banani 
Smjör eða matarolía til að steikja upp úr 

Skerið lambakjötið í bita og brúnið á pönnu eða í potti. Saxið lauka og skerið gulrótina i þunnar sneiðar.
Flysjið epli og rífið það á grófu rifjárni. Bætið öllu þessu út í pottinn ásamt timjani, salti, pipar og mangó.
Bætið vatni saman við og kjötkrafti og látið krauma í 30 mín eða þar til kjötið er orðið meyrt.
Hellið rjómanum út í og hrærið vel. Skerið banana i þunnar sneiðar og steikið í smöri á pönnu.
Setjið steiktar bananasneiðar ofan á kjötréttinn og berið fram. 

Berið fram með hrísgrjónum og mangó. 


Nan brauð með kókos, döðlu, hvítlauks og chilifyllingu

Áhorf: 1685 | Umsagnir (0)

Nan brauð með kókos, döðlu, hvítlauks og chilifyllingu

Ofn: 250°C

3 dl volg mjólk
2 msk. sykur eða hunang
4 tsk. þurrger
13 dl hveiti
1 tsk. salt
2 tsk. lyftiduft
4 msk. olífuolía
3 dl hrein jógúrt eða Ab mjólk
 
Ofan á:
2 msk. garam masala
 
Fyllingin:
250 g döðlur (ekki ferskar)
1 lítil dós kókosmjólk
25 g brætt smjör
2 hvítlauksrif
1 heilt rautt eða grænt chili
 • Allt sett í matvinnsluvél og unnið í þykkt mauk.

 Aðferð:

 1. Mælið sykur og þurrger í skál.
 2. Hellið volgri mjólkinni  yfir og látið standa í 10 mínútur.
 3. Blandið hveiti, salti, lyftidufti, olíu og Ab mjólk saman við og blandið vel saman með sleif.
 4. Bætið við hveiti ef deigið er of blautt.
 5. Hnoðið vel og látið lyfta sér á hlýjum stað í 40 mínútur.
 6. Skiptið deiginu í 16 jafnstóra hluta og fletjið með höndunum út mjög  þunnar kökur.
 7. Smyrjið fyllingu á með skeið og leggið kökurnar saman. Fletið betur út með keflinu.
 8. Stráið ögn af garam masala á hverja köku og raðið á bökunarplötu.
 9. Það er mjög gott að strá kókosflögum ofan á brauðin en alls ekki nauðsynlegt.
 10. Látið lyfta sér á plötunni í 20-40 mínútur.
 11. Bakið næst efst í ofni í 5-7 mínútur.
 12. Penslið brauðin með hvítlaukssmjöri um leið og þau koma úr ofninum og raðið þeim á fat.

Hvítlaukssmjör til að pensla ofan á nýbökuð brauðin:
100 g íslenskt smjör
4 hvítlauksrif marin í hvítlaukspressu
1  tsk. maldonsalt

Bræðið smjörið í örbylgjuofni og bætið mörðum hvítlauk og salti saman við.
Penslið brauðin um leið og þau koma úr ofninum.
Smjörið sem gengur af má bera fram með brauðunum og fólk bætir við eftir smekk.

Uppskrift frá henni Áslaugu Helgu matreiðslukennara


Kjúklingur í gulu karrý og kókos

Áhorf: 1091 | Umsagnir (0)

Kjúklingur í gulu karrý og kókos
(f. 4-6)

4-6 kjúklingabringur eða kjúklingabitar
6 meðalstórar kartöflur (hafa þær frekar í stærra lagi)
2 laukar
2 dósir þykk kókosmjólk
2-4 msk. Gult karrýpaste (fæst í pokum í asískum verslunum)
2 tsk. Kjúklingakraftur
Smakka til með salti.

Þetta er einfaldasti réttur í heimi. Einfaldlega grófsaxa allt og setja í pott með karrý, kókos og krafti og láta malla í 25-30 mínútur við vægan hita undir loki.

Berið fram með hrísgrjónum.

Uppskrift frá henni Áslaugu Helgu matreiðslukennara


Kókos og karrý súpa

Áhorf: 1099 | Umsagnir (0)

Kókos og karrý súpa


8 dl vatn vatn
1 dós/krukka Satay sósa
½ -1 meðalstór sæt kartafla (þær eru oft mjög stórar og þá nota hálfa)
1 stór bökunarkartafla
1 msk. karrý
¼ tsk. Negull
1 ½ tsk. Kóríander
¾ tsk. Cumin
¼ - ½ tsk. Cayennepipar
½  tsk. Kanill
3 lárviðarlauf
3 tsk. Kjúklingakraftur eða grænmetiskraftur
1 dós  þykk kókosmjólk (creamy)  
Salt og pipar eftir smekk (smakka súpuna síðast og bæta við ef þarf)

Aðferð:

 

 1. Flysjið kartöflurnar og skerið þær í litla bita.
 2. Setjið í pott með öllu kryddi, krafti og vatni, líka lárviðarlaufin.
 3. Látið sjóða rólega í 25 mín.
 4. Takið lárviðarlaufin úr súpunni.
 5. Bætið Sataysósu saman við og maukið vandlega með töfrasprota
 6. Bætið kókosmjólkinni saman við og hrærið vandlega.
 7. Látið suðuna koma upp, smakkið súpuna og bætið við salti og pipar ef þarf.
 8. Berið fram.

Uppskrift frá henni Áslaugu Helgu matreiðslukennara


Tom Ka súpa f.4

Áhorf: 525 | Umsagnir (0)

Tom Ka súpa
f.4

6 dl vatn
3 tsk. kjúklingakraftur eða grænmetiskraftur
3 stilkar ferskt lemon grass, skorið smátt og soðið í 15-20 mínútur í vatninu með kraftinum og svo síað frá og hent.
Ef ekki til má nota 6 tsk. Lemongrass paste sem fæst oft í krukkum
1 dós kókosmjólk
2 kjúklingabringur eða nokkrar risarækjur
1 tsk. Tom Yum paste (td. frá thai thoice) smakkið til og athugið að þetta mauk er afar sterkt.

Bætið í eins og þið þolið þegar súpan er tilbúin.

30 g kínakál í grófum strimlum
1-2 stórir tómatar saxaðir gróft
1 bolli baunaspírur (má sleppa)
5-6 sveppir í þunnum sneiðum (má sleppa en má líka nota shitake)
2-3 msk. fiskisósa (taílensk fishsauce, smakkist til eftir smekk)

Ausið súpunni í skálar og setjið örlítið af smátt söxuðum rauðum chilipipar,
ferskan kóríander og smátt skornum vorlauk ofan á hvern skammt eða berið þetta fram í skálum svo hver og einn geti bætt því í súpuna.
Má líka hafa limebáta.

 AÐFERÐ:

 1. Setjið (lemongras)vatnið , kraftinn  og tom yum paste í pott og látið suðuna koma upp og sjóðið í 15 mínútur. (sigtið lemongrass frá ef notað er ferskt)
 2. Bætið kókosmjólk í og látið suðuna koma upp.
 3. Skerið kjúklinginn (rækjurnar heilar) í mjóa strimla og bætið strax í pottinn. Látið sjóða í 10  mín ef þið notið kjúkling en 8 mínútur ef þið notið hráar risarækjur.
 4. Skolið kínakálið vel og saxið fremur gróft.
 5. Skerið sveppina í tvennt og svo í fíngerðar sneiðar.
 6. Bætið öllu grænmetinu í pottinn og látið suðuna koma upp.
 7. Smakkið til með meira tom yum paste og fiskisósu þangað til súpan er eins sterk og þið viljið hafa hana.
 8. Takið pottin af hitanum og ausið í skálar.
 9. Skerið chili, vorlauk og ferskt kóríander í strimla og hafði í skálum í kringum súpupottinn.
 10. Ausið súpunni í skál og toppið hverja skál með ögn af chilipipar, kóríander og vorlauk og borðið strax með kínverskum postulínsskeiðum. Má líka kreista lime yfir og hafa það þá í bátum í skál líka.
 11. Drekkið ískalt vatn með.

Uppskrift frá henni Áslaugu Helgu matreiðslukennara


Bombay kartöflur (f 4-6)

Áhorf: 476 | Umsagnir (0)

Bombay kartöflur (f 4-6)

Ofn: 190°C blástur

500 g kartöflur
½ laukur
¼  tsk chiliduft
1 tsk. garam masala
1 tsk turmerik
1 tsk. cumin
50 g ferskt rifið engifer
4 meðalstórir tómatar
25 g smjör
3  msk ólífuolía

(nokkrir stilkar ferskt kóríander, má sleppa)

Aðferð:

Afhýðið kartöflur og skerið í fjóra hluta. Sjóðið þar til þær eru næstum mjúkar í gegn.
Hellið í sigti og látið allt vatn renna af.
Látið kartöflurnar standa í sigtinu og þorna á meðan þið undirbúið steikinguna.

Skerið laukinn smátt og hreinsið innan úr tómötunum og skerið í netta teninga.
Hafið tilbúið á diski án þess að blanda saman.
Rífið engifer niður á rifjárni og hafið tilbúið. Hafið allt krydd tilbúið í lítilli skál en geymið garam masala og engifer.
Hitið pönnu með olíu og smjöri og leyfið lauk og kryddi fyrir utan garam masala að malla rólega í 8 mínútur við vægan hita.
Passið að laukurinn brúnist alls ekki, svo vægur á hitinn að vera.
Hækkið hitann og bætið svo kartöflubitum og engifer á pönnuna.
Hægsteikið í 10 mínútur og hrærið allan tímann.
Bætið garam masala við ásamt tómötum, hellið í eldfast mót og bakið í 15 mínútur í miðjum ofni.

Það er mjög gott að klippa ferskt kóríander og kreista sítrónubát yfir þennan rétt þegar hann er borinn fram.
Má borða eitt og sér eða með öðrum indverskum réttum.

Uppskrift frá henni Áslaugu Helgu matreiðslukennara