Cannelloni sjávarrétta pasta

Áhorf: 1638 | Umsagnir (0)

Cannelloni sjávarrétta pasta
8-10 stk.Cannelloni
1 litill poki risarækjur
6.stk hörpuskelfiskur
½ blaðlaukur
2 ferkjur (ferskar)
3 hvítlauksrif
100 gr rjómaostur
steinselja (eftir smekk)
1 stk.lime
Prima Donna ostur
salt og pipar
1 ½ teningur fiskikraftur
½ tsk. Þurrkaðar jalapeno flögur (fást í Sælkerabúðinni)
1 matreiðslurjómi
1 dl hvítvín
ruccola salat


Hellið olíu á pönnuna. Saxið hvítlauk og blaðlauk og setjið út á.
Grófskerið hörpuskelfiskinn og risarækjurnar og steikið með lauknum. 
Hellið rjómanum, rjómaostinum ásamt fiskikrafti, steinselju, jalapenoflögunum, pipar og salti. 
Setjið hvítvínið út í ásamt smátt skornum ferskjum.
Hrærið vel og látið malla í smá stund. 
Í lokin er bætt við röspuðum limeberki ásamt Prima Donna ostinum.  

Fyllið cannelonið og raðið á eldfastmót og hellið sósunni yfir
(passið að geyma smá af sósunni). Bakið í ofni í ca. 40 mín. 
Þegar 10 mín. eru eftir er restinni af sósunni hellt yfir ásamt ruccola salati. 
Rétturinn tekinn út og raspaður Prima Donna ostur yfir ásamt limeberki.

Borið fram með hvítlauksbrauði.

Uppskrift eftir:
Ingunni & Guðrúnu


Ítalskir nauta grill-pinnar

Áhorf: 557 | Umsagnir (0)
Ítalskir nauta grill-pinnar

4 stk Garlic & Herb grillpinnar 
1 bolli hvítvín eða vatn 
600 gr beinlaust nautakjöt skorið í 5 sm bita 
8 stk sveppir 
8 bitar rauðlaukur 
Salt og pipar 
Leggið pinnana í hvítvín eða vatn í 10ö15 mín. 
Þræðið á grillpinnana í eftirfarandi röð: 
Nautakjöt - sveppir - laukur - nautakjöt. 
Látið marinerast í a.m.k. 15 mín í kæli. 

Penslið pinnana létt á öllum hliðum með salatolíu, saltið og piprið og setjið á forhitað grill eða grillpönnu (miðlungshita),
eldið þar til nautakjötið er eins og þið viljið hafa það eða u.þ.b. 4-5 mín á hvorri hlið. 

Tilaga að meðlæti: 
Risotto grjón, kirsuberjatómatar og steinselja