Hollur kínverskur grænmetisréttur

Áhorf: 779 | Umsagnir (0)

Hollur kínverskur grænmetisréttur

Stir-fry er sígild kínversk eldunaraðferð til að elda mat í wok-pönnu.

Uppskrift:
2 bollar brokkólí
2 bollar gulrætur
2 bollar kjúklingur, skorinn í bita
1/4 bolli sojasósa
2 tsk hvítlaukur, saxaður
2 tsk engifer, rifið
1 tsk pipar
1 msk maísmjöl

Blandið saman sojasósu, hvítlauk og engiferi og hitið í stórri pönnu eða wok-pönnu í tvær mínútur.
Bætið kjúklingi við og fulleldið. Setjið til hliðar. Steikið gulrætur í nokkrar mínútur. Bætið svo við brokkólí.
Bætið við hálfum bolla af vatni (eða kjúklingasoði) og látið suðuna koma upp. Blandið maísmjöli við smá kalt vatn.
Hellið út á pönnuna og eldið þar til sósan verður þykk og "bubblandi".

Berið fram með einum bolla af hrísgrjónum. Máltíðin er innan við 250 kaloríur.

Uppskrift frá Betty Wang hjá Veitingastaðnum Bambus (Fréttatíminn)