Léttar quesadillas og quacamole

Áhorf: 391 | Umsagnir (0)

Léttar quesadillas og guacamole

Guacamole
2-3 og 1/2 lárpera
4-5 fræhreinsaðir tómatar
2 rauðir fræhreinsaðir chilipipar
1 handfylli niðurskorinn vorlaukur
1 handfylli ferskt kóríander
sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar
sítrónu-eða límónusafi

Blandið lárperum, 2-3 tómötum, vorlauk, kóríander og chilipipar saman í matvinnsluvél. 
Skerið afganginn af tómötunum í bita og bætið út í ásamt salti og hálfri niðurskorinni lárperu. 
Setjið í skál og kryddið með salti, pipar og smá skvettu af sítrónu-eða límónusafa.

Quesadillas

2 handfyllir rifinn ostur
vorlaukur
2 handfyllir ferskt kóríander
1 raðu paprika
raður eða grænn chilipipar


Totillu-kökur

Blandið öllu álegginu saman í skál. Setjið hálfa handfylli á milli tveggja tortillukaka.
Hitið pönnu að miðlungshita (sumir vilja nota olíu á pönnuna aðrir ekki).
Setjið tortillu-samlokuna á pönnuna og bakið á báðum hliðum. Þannig  verður rétturinn stökkur að utan en mjúkur að innan.
Skerið kökurnar í bita og berið fram með guacamole og sýrðum rjóma.

Fylltir kirkjuberjatómatar

Skerið toppinn ofan af kirsuberjatómötum. Raðið litlum bitum af osti (geitaosti, fetaosti eða öðrum) ofan á. 
Kryddið með söxuðu, fersku kryddi á borð við graslauk, basilíku eða steinselju.


Beikon létt pizza

Áhorf: 2493 | Umsagnir (0)

Beikon létt pizza...

Tortillur
Sæt kartafla, skorin í bita
Rauð rófa, skorin í bita
Rucola
Mosarella-ostur
Jalapeno
Beikon
Salsa sósa

 

Steikið rauðrófubitana og sætukartöflubitan sér í olíu þar til þeir eru orðnir meiri og mjúkir,
rauðrófurnar þurfa kannski aðeins meiri tíma og það er gott að setja lokið yfir, það flýtir fyrir.
Steikið beikonið og þurrkið aðeins með að leggja á eldhúspappír.
Setjið tortillu á disk, berið salsa sósu yfir kökuna, síðan kartöflurnar og rauðrófuna,
jalapenóið, rucolað, beikonið og síðast ostinn, setjið inn í ofn í ca.10-15 mínútur.

 

Verði ykkur að góðu.


Mexíkanskt lasagne (stór uppskrift)

Áhorf: 742 | Umsagnir (0)

Mexíkanskt lasagne (stór uppskrift)

1 kg Nautahakk
1-2 krukkur salsa sósa
1 krukka guacomole sósa
1 krukka ostasósa
1 bréf tacco krydd (eða krydd eftir smekk)
1 pakki Tortilla kökur
Nachos snakk
Rifinn ostur

Hakk steikt á pönnu og kryddað, salsa sósan sett út í og hrært saman.
Tortilla kökur sett í botn á eldföstu móti, helmingur af hakkinu og öll krukkan af guacomole sósunni.
Aftur tortilla kökur,hinn helmingur af hakkinu og öll krukkan af ostasósunni.
Brjóta Nachos yfir allt og síðan osti stráð yfir.

Setja í ofn í ca.30 mín á 170°C.
Gott að bera fram með Nachosi,sósunum,sýrðum rjóma og fersku grænmeti.

Uppskrift frá Kiddu :)


Enchiladas

Áhorf: 353 | Umsagnir (0)

Enchiladas
Fyrir 4

Kryddsósa:
1 pakki Casa Fiesta Burritos mix
3 ½ dl vatn
Hitið ofninn í 175°c. Sjóðið Casa Fiesta Burritos mix og vatn saman í 5 mín. Geymið.

Fylling:
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
2 msk olía
450 gr nautahakk
1 pakki Casa Fiesta Seasoning Mix
1 dl vatn
3 tómatar, saxaðir eða saxaðir tómatar úr dós
Steikið lauk og hvítlauk í olíu. Bætið hakki út í og steikið þar til það er vel brúnað. Bætið Casa Fiesta Mix Seasoning Mix út í ásamt vatni og tómötum og látið malla í 5 mín á opinni pönnu.
1 pakki Casa Fiesta Corn Tortillas
200 gr rifinn ostur

Dýfið tortilla-köku í kryddsósuna, setjið fyllingu í miðjuna og rúllið kökunni upp.
Farið eins að við afganginn af tortilla-kökunum.
Raðið kökunum í ofnfast fat, stráið rifnum osti yfir og bakið í 7-10 mín.


Tortilla/taco skel með hakki

Áhorf: 843 | Umsagnir (0)

Tortilla/taco skel með hakki

4 skammtar

 

400 gr hakk
1 msk matarolía til steikingar
1 poki Casa Fiesta Taco seasoning mix kryddblanda
1 ½ dl vatn
1 pk.Casa Fiesta Flour Tortillas flatkökur
1 dós mais
2 dl rifinn ostur
3 tímatar, hakkaðir
½ höfuð jöklasalat

MEÐLÆTI:

1 dós Casa Fiesta Guacamole Dip

1 dós Casa Fiesta Taco salsasósa

AÐFERÐ:

Steikið hakkið í matarolíunni.
Bætið kryddinu út á og vatni.
Sjóðið í 5-8 mín án loks og hrærið reglulega í.
Berið hakkið fram í tacoskel eða flatkökum og bætið við það mais, rifnum osti, tómötum og salati.
Setjið guacamole og salsasósu ofan á.


Guacamole

Áhorf: 364 | Umsagnir (0)

Guacamole 

1 avacado 
1 hvítlauksrif, marið 
safi úr einni lime 
1 msk majoness 
Kóríander 
svartur pipar 

Avacadó hreinsað frá skinninu og sett í skál.
Blandið öllu hráefni saman við og hrærið saman.


Tortillakaka

Áhorf: 775 | Umsagnir (0)

Tortillakaka

4 stórar Tortillur frá Casa Fiesta
1 bréf Casa Fiesta Fajita season mix
600 gr kjúklingastrimlar
½ bolli ólífuolía
Safi úr einni límónu
1 poki af klettasalati
½ krukka af Casa Fiesta salsa dip hot
½ krukka af Tropical mexican tortilla wrap sauce
2 rauðlaukar
2 paprikur
1 poki rifinn ostur
1 dós sýrður rjómi

Kjúklingastrimlunum er velt upp úr olíunni og Casa Fiesta Fajita season mix og þeir síðan grillaðir eða steiktir í u.þ.b.20 mínútur, ferskur límóusafi kreistur yfir eftir eldun.
Allt grænmeti er skorið smátt og ½ krukku af Tropical mexican tortilla wrap sause er blandað saman við ½ krukku af Casa Fiesta salsa dip.
Tortillum, sósublöndu, osti, grænmeti og sýrða rjómanum er raðað í 4 jöfn lög í eldfast form eða á bökunarblötu.

Osti og salsasósu er dreift yfir efstu tortilluna og kakan bökuð í 20


Tortilla með roastbeef

Áhorf: 353 | Umsagnir (0)

Tortilla með roastbeef

120 gr roastbeef
60 gr hveititortilla
100 gr grænt salat
100 gr tómatar
100 gr soðnar strengjabaunir
Sítrónusafi
Salt og pipar
Sósa:
30 gr léttmajónes
1 tsk karrí
Salt og pipar
Fljótandi sætuefni ef vill

Hrærið saman majónes og karrí og bragðbætið með salti, pipar og sætuefni.
Smyrjið þessu á tortilluna og bætið kjötinu þar ofan á.
Setjið eins mikið af grænmeti og kemst fyrir og rúllið fast saman. 
Berið afganginn af salatinu fram með tortillunni, hellið örlitlum sítrónusafa út á og stráið salti og pipar yfir.


Tex Mex kjúklingasúpa 500-600 g kjúklingur (bringur) Nýmalaður pipar Salt ½ sítróna 1 laukur 1 hvítlausgeiri 1 msk.olía 2-3 tó

Áhorf: 375 | Umsagnir (0)

c

500-600 g kjúklingur (bringur)
Nýmalaður pipar
Salt
½ sítróna
1 laukur
1 hvítlausgeiri
1 msk.olía
2-3 tómatar
1 krukka taco-sósa
½ l matreiðslurjómi eða mjólk

Skerið bringurnar í fremur litla bita, setjið þá í skál og kryddið með salti, pipar og safanum úr sítrónunni.
Saxið laukinn smátt og hvítlaukinn mjög smátt.
Hitið olíuna í potti og látið lauk og hvítlauk krauma í nokkrar mínútur án þess að brúnast.
Skerið tómatana í litla bita og setjið þá út í.
Bætið taco-sósunni í pottinn og hrærið síðan matreiðslurjómanum eða mjólkinni saman við.
Suðan látin koma upp og látið malla í 3-4 mínútur.
Setjið þá kjúklinginn út í og látið malla við mjög hægan hita í 2-3 mínútur í viðbót.
Smakkið og bragðbætið með pipar og salti eftir smekk.

Síðan má setja yfir súpuna rifinn ost, sýrðan rjóma og Doritos flögur.