Pintos snittur & Tapas réttir

Áhorf: 640 | Umsagnir (0)

Engar sérstakar uppskriftir, heldur látum við hugarflugið hér ráða ríkjum í formi mynda sem ég tók á Pintos snittustað í Barcelona.
Hægt er að leika sér endalaust með því að raða á sínar eigin snittur, setja smá fisk í litla diska og setja ost yfir ofl girnilegt, skella smá pottrétt í litlar skálar eða á smápönnur ef til eru og njóta þess svo að gæða sér á þessu með ljúfengri Sangríu.

Sjá uppskriftir af Sangriu hér.

Kjötbollur A La Andaluza

Áhorf: 379 | Umsagnir (0)

Kjötbollur A La Andaluza
Fyrir 4

1,5 kg af nautahakki
2 egg
150 gr brauðrasp
2 hvítlauksrif, vel söxuð 
Söxuð steinselja
Salt og pipar

Blandið öllu vel saman þar til það er í sama lit. Búið til bollur og steikið þær í ólífuolíu þar til þær verða ljósbrúnar.
Setjið bollurnar í steikta tómatsósu og látið sjóða í hálftíma við lágan hita.

Steikt tómatsósa

Gera þarf um kíló af tómatsósu
Tómatar (ferskir eða niðursoðnir) – 2 hálfdósir
2-3 hvítlauksrif
2-3 lárviðarlauf

Steikið sósuna þar til súra bragðið er farið og blandið þá kjötbollum saman við.

Campinones Al Jerez
Fyrir 4

500 gr ferskir sveppir í heilu lagi
2 hvítlauksrif, vel söxuð
Sérrí
Salt og pipar

Steikið hvítlauk og sveppi saman í ólífuolíu þar til sveppirnir verða brúnir.
Setjið smá sérrí út í og látið sjóða þar til froða kemur upp.
Setjið í bakka og hellið olíunni yfir.


Tapasuppskriftir

Áhorf: 372 | Umsagnir (0)

Tapasuppskriftir

Spænskt hugmyndarflug í matargerð

Hvítlauksrækjur

Fyrir 4

500 gr pillaðar rækjur
3 msk ólífuolía
3 hvítlauksgeirar
1 glas hvítvín
Paprikukrydd
SaltSteinselja

Fínsaxið hvítlaukinn.
Hitið pönnu á miðlungshita og mýkið hvítlaukinn í stutta stund.
Setjið rækjurnar á pönnuna og steikið í þrjár mínútur.
Kryddið með paprikukryddinu og blandið saman.
Setjið hvítvínið á pönnuna, lækkið hitann og látið krauma í um það bil þrjár mínútur.
Dreifið saxaðri steinselju yfir.


Tapas þema

Áhorf: 484 | Umsagnir (0)

Tapas þema

Grillaður humar með fersku mangói
 

3 stórir humarhalar 120 gr
Hvítlaukssmjör
Rasp
Ferskur mangó
Sweet chili-sósa
Salt og pipar

Humarhalarnir eru klipptir ofan á og kjötið dregið upp á og hreinsað.
Raspið er stráð ofan á þá, og klipu af hvítlaukssmjöri yfir hvern og einn.
Bakað í ofni við 200°c í 4-5 mín.
Lítið af sweet chili-sósu hellt yfir og litlum mangó-tn-eningum raðað ofan á.
 

Ekta paella

Paella fyrir 4
120 gr hörpuskel
12 stk kræklingur í skel
8 humarhalar
400 gr soðin hrísgrjón
3 dl humarsúpa
4 dl Romesco sósa

Stór panna er hituð vel upp og skelfiskurinn steiktur.
Sósunum bætt út í og suðan látin koma upp.
Því næst er hrísgrjónunum bætt við og soðið þar til blandan er orðin þykk.
Það er mjög gott að rífa Manchego ost yfir rétt áður en rétturinn er borin fram.

Romesca sósa (hráefni)

1 laukur
4 paprikur
4 hvítlauksrif
Oreganó eftir smekk
Ferskt basil eftir smekk
1 l maukaðir tómatar í dós
Salt og pipar
Kjúklingkraftur

Grænmetið er svitað í potti, vökva, kryddi og tómaötum bætt við og soðið vel niður þar til góðri sósuþykkt er náð.


Saltfiskur með sætri kartöflumús

Áhorf: 399 | Umsagnir (0)

Saltfiskur með sætri kartöflumús

 

6-800 gr saltfiskur
1 sæt kartafla
1 grein rósamrín
2 dl appelsínusafi
2 cm bita af engifer
2 msk.smjör
Salt og pipar

 

Flysjið kartöfluna, skerið hana niður í bita og sjóðið með appelsínusafa og rósmaringrein.
Bætið við vatni svo það fljóti yfir. Sigtið safann frá og takið rósmarínið einnig frá þegar kartaflan er orðin mjúk.
Saxið niður eða rífið niður engifer og bætið því við sætu kartöfluna ásamt smjörinu.
Stappið svo saman eða maukið með töfrasprota. Saltið og piprið eftir smekk.

Steikið saltfiskinn á pönnu með pipar og olíu og berið fram með sætu kartöflumúsinni.

 

Uppskrift úr Fréttablaðinu


Hvítlauksbakaðir Humarhalar

Áhorf: 426 | Umsagnir (0)

Hvítlauksbakaðir Humarhalar

 12.stk


Hvítlaukssmjör:

100 gr íslenskt smjör
4-6 hvítlauksgeirar, rifnir
Fersk steinselja, söxuð

 

Smjörið er mýkt aðeins og öllu blandað saman.

Klippið skelina á humrinum niður að sporði.
Skelin er aðeins opnuð og humarinn dreginn upp úr henni án þess að slíta hann úr og lagður fyrir humarskelina.
Humarinn má einnig kljúfa í tvennt.
Setjið brauðrasp og hvítlaukssmjör ofan á humarinn og bakið hann í ofni við 200 °c í um 8-12 mínútur eða þar til hann er orðinn bakaður í gegn og gylltur á lit.

Stráið smá salti yfir og berið fram með sítrónusneið.

 

Uppskrift úr Fréttablaðinu


Nautalund með borgunionsveppasósu

Áhorf: 361 | Umsagnir (0)

Nautalund með borgunionsveppasósu

 

6-800 gr. Nautalund

 

Borgunion sósa:

1 laukur
5-8 sveppir
50 gr beikon
1 grein rósmarín
2 hvítlauksgeirar
3 dl rauðvín
1 l vatn
Nautakraftur
Salt og pipar

Smjörbolla eða maizenamjöl til að þykkja
Saxið lauk, beikon, sveppi og hvítlauk smátt og steikið í potti ásamt rósmaríninu, salti og pipar.
Setjið rauðvín út í og látið sjóða niður um helming.
Bætið þá vatni við, fáið supu upp og þykkið því næst sósuna.

 

Skerið nautalund niður í litlar steikur og steikið á pönnu með salti, pipar og hvítlauk eftir smekk hvers og eins.

Berið svo fram með sveppasósunni

 

Uppskrift úr Fréttablaðinu


Bleikja með paprikusalsa

Áhorf: 466 | Umsagnir (0)

Bleikja með paprikusalsa

 

600 gr bleikja

 

Paprikusalsa
0,5 kg grilluð paprika
1 rauðlaukur
2 hvítlauksgeirar
1 msk kóríanderduft
1 tsk. Chilliduft
2 msk. Ólífuolía
Salt og pipar

Saxið rauðlauk, hvítlauk og papriku í litla teninga og steikið á pönnu á vægum hita í 20-30 mínútur.
Bætið kryddum við og smakkið til.
Saltið og piprið bleikju og steikið á pönnu. 

Berið svo bleikju og paprikusalsa fram saman.

 

Uppskrift úr Fréttablaðinu


Grillað eggaldin og kúrbítur

Áhorf: 932 | Umsagnir (0)

Grillað eggaldin og kúrbítur

 

Eggaldin og kúrbítur, eitt af hvoru
1 msk.teryaki
3 msk.matarolía
1 grein garðablóðberg
1 msk.rósapipar
1 msk.fennel duft
2 hvítlauksgeirar, saxaðirSalt og pipar

 

Skerið grænmetið í 1 sentimetra þykkar sneiðar.
Hrærið blöndunni saman og penslið yfir grænmetið og grillið svo á pönnu eða á útigrilli.

 

Uppskrift úr Fréttablaðinu


Sniglar með hvítlauksbökuðum sveppum

Áhorf: 415 | Umsagnir (0)

Sniglar með hvítlauksbökuðum sveppum

 Tapas uppskriftir

Skerið sveppi í teninga og veltið þeim upp úr hvítlauksolíu, smá salti og pipar. Þetta er svo bakað í ofni í um 10 mínútur við 160 gr. Saxið steinselju og stráið yfir. Bakið svo sniglana í ofni þar til smjörið í skeljunum er vel bráðið. Setjið svo sniglana í sveppina og berið fram.

 

Uppskrift úr Fréttablaðinu