Kjötbollur A La Andaluza
Kjötbollur A La Andaluza
Fyrir 4
1,5 kg af nautahakki
2 egg
150 gr brauðrasp
2 hvítlauksrif, vel söxuð
Söxuð steinselja
Salt og pipar
Blandið öllu vel saman þar til það er í sama lit. Búið til bollur og steikið þær í ólífuolíu þar til þær verða ljósbrúnar.
Setjið bollurnar í steikta tómatsósu og látið sjóða í hálftíma við lágan hita.
Steikt tómatsósa
Gera þarf um kíló af tómatsósu
Tómatar (ferskir eða niðursoðnir) – 2 hálfdósir
2-3 hvítlauksrif
2-3 lárviðarlauf
Steikið sósuna þar til súra bragðið er farið og blandið þá kjötbollum saman við.
Campinones Al Jerez
Fyrir 4
500 gr ferskir sveppir í heilu lagi
2 hvítlauksrif, vel söxuð
Sérrí
Salt og pipar
Steikið hvítlauk og sveppi saman í ólífuolíu þar til sveppirnir verða brúnir.
Setjið smá sérrí út í og látið sjóða þar til froða kemur upp.
Setjið í bakka og hellið olíunni yfir.
Umsagnir
Email recipient is invalid or empty.We are sorry, a database error has occurred and pageload stopped, an admin has been notified.
2019-12-06 10:16