Rækjupílaf

Áhorf: 340 | Umsagnir (0)

Rækjupílaf 
Fyrir 4 

Mildur hrísgrjónaréttur með rækjum og grænmeti, einfaldur og fljótlegur að gerð og ætti að falla flestum í geð. 

250 gr rækjur 
350 gr fryst grænmetisblanda (grænar baunir, gulrætur ofl.) 
2 laukar 
2 msk olía 
2 tsk karríduft 
275 gr hrísgrjón 
1 dós Masaman-karrísósa 
600 ml vatn 
2 tsk grænmetis-eða kjúklingakraftur 
Nýmalaður pipar 
Salt 

Látið rækjurnar og grænmetið þiðna alveg. Saxið laukinn smátt.
Hitið olíuna í potti, setjið laukinn út í, hrærið karrídufti saman við og látið krauma í nokkrar mínútur.
Hrærið hrísgrjónunum saman við , látið krauma í 1 mín og hrærið stöðugt á meðan.
Hrærið þá karrísósu, vatni og krafti saman við, hitið að suðu og látið malla undir loki við vægan hita í 12-15 mínútur,
eða þar til hrísgrjónin eru meyr.
Ef grjónin eru mjög blaut er best að fjærlægja lokið og hækka hitann síðustu mínúturnar til að vökvinn gufi upp.
Blandið grænmetinu saman við og síðan rækjunum og hitið i gegn.
Bragðbætið með pipar og salti eftir smekk. 

Berið t.d. fram með naan-brauði kartöflukökum og e.t.v. grænu salati. 


Kúskús með mangó

Áhorf: 339 | Umsagnir (0)
Kúskús með mangó
Fyrir 4 

200 gr kúskús 
2 mangó, vel þroskuð 
½ rauðlaukur, smátt skorinn 
1 rautt chili-aldin, smátt skorið 
2 msk kóríander, saxað 
1 msk mynta, söxuð 
1 msk graslaukur, saxaður 
50 gr furuhnetur, ristaðar 
Dressing: 
2 msk sítrónusafi 
2 msk olía 
1 msk hvítvínsedik 
Salt og pipar 

Eldið kúskús skv. Leiðbeiningum á umbúðunum og kælið.
Skerið mangó í fremur litla bita og setjið til hliðar.
Blandið lauk, chili-aldin og kryddjurtum saman við kúskúsið.
Hrærið saman allt sem á að fara í dressinguna og hellið henni yfir kúskúsblönduna.
Blandið mangóbitunum og furuhnetunum varlega saman við í lokin og gætið þess að mangóið maukist ekki.
Smakkið til og bætið við kryddi ef þarf, kúskúsi drekkur svolítið í sig og því getur verið gott að bæta við svolitlum sítrónusafa eða olíu ef þarf.
Í þennan rétt má t.d. bæta baunum, smátt skornum akúrkum og eða smátt skornum paprikum.

Rétturinn er smart meðlæti og hann er líka sniðugur í nestisboxið með grófu brauði.

Grænmetishrísgrjón

Áhorf: 442 | Umsagnir (0)

Grænmetishrísgrjón 

 

3 dl löng hrísgrjón
8 dl vatn
2 msk olía
salt og pipar
200 gr gulrætur
½ rauð paprika
½ græn paprika
1 lítill púrrulaukur
olía til steikingar

Hrísgrjónin soðin í vatninu eftir leiðbeiningum á pakkanum, þegar suðan er komin upp er olíunni bætt út í suðuvatnið.
Grænmetið er skorið smátt og létt steikt á pönnu.
Ef mikið vatn er enn á hrísgrjónunum, þegar þau eru soðin er því hellt frá og grænmetinu bætt saman við grjónin, þau krydduð og látin standa smá stund.

ATH. Í þennan rétt má líka nota maísbaunir og eða sveppi.

 

 Uppskrift frá Gulla


Gratineruðu spænsku hrísgrjónin hennar Sigrúnar

Áhorf: 338 | Umsagnir (0)
Gratineruðu spænsku hrísgrjónin hennar Sigrúnar

1 dós Hunt´s Diced tómatar
1/2- 1 krukka Casa Fiesta Taco sause( hot)
UB hrísgjón (helst 5 mínúta )
1 bréf Casa Fiesta Burritos krydd í rauðum bréfum
1 poki Mozzarella ostur

þið byrjið á því að taka ykkur pott og hellið tómatjukkinu útí.
Fyllið síðan dolluna af UB 5 mín. hrísgrjónum.
Setjið 1/2 dós af vatni ásamt Casa Fiesta sósuna útí ásamt krydd bréfinu.
Þetta er látið sjóða í 5-8 mín. Muna að hræra stöðugt í svo hrísgrjónin brenna ekki við pottinn.
Setjið svo ostinn yfir hrísgrjónin og setjið lokið á og slökkvið undir pottinum.
Hrísgrjónin eru tilbúin þegar osturinn er bránaður.
Ef þið fáið ekki 5 mín UB hrísgjón þá verðið þið að forsjóða þau hrísgrjón sem þið fáuð áður en þið byrjið á réttinum.
Þessi réttur nota ég með Burritos pönnukökum og hann er afar vinsæll á mínu heimili og á öðrum heimilium líka.

Verði ykkur að góðu,
Sigrún

Ítalskt rísottó

Áhorf: 356 | Umsagnir (0)

Ítalskt rísottó

 

1 stk laukur saxaður
1 rauð paprika söxuð
1 græn paprika söxuð
125 gr sveppir sneiddir
1 lítið zucchini (grasker) sneitt
2 msk matarolía
5 dl löng hrísgrjón
1 l vatn
2 stk kjúklingateningar
2 dl frosnar grænar baunir
salt og pipar
1 dl parmesanostur eða annar rifinn ostur

 

Saxið laukinn og paprikuna, sneiðið sveppina og zucchini.
Hitið olíu í stórum potti eða pönnu og léttsteikið sveppina, takið þá frá. Bætið olíu á pönnuna og setjið ósoðin hrísgrjón og saxaðan lauk á pönnuna og hitið í tvær mín.
Hellið vatninu á pönnuna yfir hrísgrjónin og myljið teningana út í, sjóðið undir loki í 15 mín.
Bætið sveppum og grænum baunum, papriku og zucchini út í og sjóðið þar til grjónin hafa drukkið í sig allan vökvann.

Kryddið eftir smekk og blandið ostinum saman við í lokin.

 


Pilaw hrísgrjón

Áhorf: 343 | Umsagnir (0)

Pilaw hrísgrjón

 

3 msk smjör
3 msk fíntsaxaður laukur
200 gr löng hrísgrjón
4 dl kjötsoð eða vatn
3 msk salat olía
salt

Hitið pott og þar .i laukinn í smjörinu þar til hann verður glær, bætið þá hrísgrjónunum saman við og hrærið þar til þau hafa drukkið smjörið í sig.
Hellið kjötsoðinu í pottinn, látið suðuna koma upp, hrærið í pottinum, setjið lok á og sjóðið við vægan hita í 20 mín.
Hrærið smjöri saman við grjónin þegar þau eru soðin og kryddið með salti.

ATH. Gott er að bæta rifnum osti saman við grjónin til tilbreytingar