Bananasalat

Áhorf: 249 | Umsagnir (0)
Bananasalat

100 gr jöklasalat eða annað
2 bananar
2 gulrætur
1 litil ananasdós í bitum
1 dl rúsinur
175 ml ávaxtajógúrt (1 dós)

Gott eplasalat með mat frá Dísu vinkonu

Áhorf: 376 | Umsagnir (0)

Gott eplasalat með mat frá Dísu vinkonu

3 epli (rauð) 
1 purre stöng 
3-4 egg 
litil dós ananas-smá safi 
létt majones (smá slurk eftir smekk) 
smá pipar 

Allt blandað saman þegar epli og annað hefur verið skorið niður og egg soðin og kæld. 
Mjög gott er svo að strá yfir salatið smá af rose berren, en þau gefa salatinu alveg sérstakt 
bragð og eru næstum því ómissandi. 


Dúndur salat Brynju

Áhorf: 197 | Umsagnir (0)

Dúndur salat Brynju
Frábært í saumaklúbbin eða veisluna 


1 lítil dós majones
1 litil dós sýrður rjómi
2 paprikur rauðar
Slatti af vínberjum
500 gr rækjur
1 piparostur
1 mexico ostur
1 Brie ostur
Púrrulaukur eftir smekk
½ dós ananas

Allt skorið niður í litla bita, líka osturinn, majones og sýrður hrært saman og hráefni síðan blandað útí.
Borið fram kælt með góðu kexi eða brauði 


Waldorfsalat

Áhorf: 214 | Umsagnir (0)

Waldorfsalat 

½ sellerírót, rifin á grófu rifjárni 

225gr græn epli, í passlega stórum bitum 
125gr vínber, skorin í 4 & steinhreinsuð 
25gr þurrristaðir valhneturkjarnar 
25gr þurrristaðir heslihnetukjarnar 
2 dl ab-mjólk 
smá karri 
smá sinnep 
smá vorlaukur eða graslaukur 
smá salt & ferskmalaður pipar 

• hellið ab-mjólkinni í kaffifilter & látið leka af henni í ca 1 klst –þá verður hún þykk & góð 
• blandið öllu grænmetinu saman í skál 
• hrærið kryddið út í ab-mjólkina & hellið dressingunni yfir 
• að lokum er hnetunum blandað saman við 


Graflaxsalat

Áhorf: 2761 | Umsagnir (0)

Graflaxsalat

200 g graflax, skorinn í litla bita
½ rauðlaukur, smátt saxaður
1 msk kapers
2 msk rauðrófur, skornar í litla bita
1 dl majónes
½ dl graflaxsósa

Setjið allt í skál og blandið varlega saman.
Berið fram með salati, t.d. á ristuðu brauði.
Snittubrauði, langskorið.


Gourmet salat

Áhorf: 169 | Umsagnir (0)

Gourmet salat

salatþrenna
3-4 íslenskir tómatar, vel þroskaðir
1-2 íslenskar paprikur, ferskar eða grillaðar
2 - 3 harðsoðin egg
½ höfðingi, dala-brie eða annar ostur
hráskinka eða annað kjötálegg í sneiðum
grænar eða svartar ólífur
½ knippi fersk basilika
nýmalaður pipar
sjávarsalt

Salatið rifið sundur í blöð, þvegið og þerrað og síðan er blöðunum raðað á stóran, kringlóttan disk eða fat.
Tómatarnir skornir í báta, paprikurnar í ræmur og eggin í báta. Osturinn í bita.
Öllu raðað ofan á salatblöðin og basilikuknippi sett í miðjuna.
Kryddað með pipar og sjávarsalti og berið fram með nógu af góðu brauði, annað hvort sem forréttur eða léttur aðalréttur.


Hindberja-túnfisksalat

Áhorf: 169 | Umsagnir (0)

Hindberja-túnfisksalat 
Fyrir 4-6 

3 lárperur 
Safi úr ½ sítrónu 
200 gr blandað salat 
2 dósir túnfiskur í olíu 
1 askja hindber 
15 basilíkulauf, gróft rifin 
4 msk ólífuolía3 
3 msk hindberjaedik 
3 msk rjómi 
1 ½ msk rifinn appelsinubörkur 
1 msk appelsínusafi 
1 tsk fljótandi hunang 
Salt og svartur pipar 

Afhýðið lárperur og fjarlægið steininn út með hníf, skeriði fallega báta og dreypið sítrónusafa yfir.
Þvoið salat og setjið á fallegan disk eða fat. Hellið olíu af túnfiski og blandið honum saman við salatið.
Setjið svo lárperuna varlega saman við ásamt hinberjum og baslíku.
Blandið ólífuolíu, hindberjaediki, rjóma, appelsínuberki, appelsínusafi og hunangi saman í lítilli skál og hrærið öllu mjög vel saman.
Hellið sósunni yfir salatið og kryddið með salti og pipar. Berið fram sem meðlæti eða eitt og sér með góðu brauði.
Það getur verið tilbreyting að setja t.d. appelsínur í salatið í stað hindberja, einnig er gott að setja t.d. ristaðar furuhnetur eða graskersfræ út í salatið. 


Frísklegt ávaxtasalat

Áhorf: 161 | Umsagnir (0)

Frísklegt ávaxtasalat

½ melóna gul
½ melóna kantalópa
1 appelsína
100 gr vínber
1 kíví
Jarðarber

Skorið niður og blandað saman.


Waldorfsalat

Áhorf: 164 | Umsagnir (0)

Waldorfsalat

½ sellerírót, rifin á grófu rifjárni
225gr græn epli, í passlega stórum bitum
125gr vínber, skorin í 4 & steinhreinsuð
25gr þurrristaðir valhneturkjarnar
25gr þurrristaðir heslihnetukjarnar
2 dl ab-mjólk
smá karri
smá sinnep
smá vorlaukur eða graslaukur
smá salt & ferskmalaður pipar

 
hellið ab-mjólkinni í kaffifilter & látið leka af henni í ca 1 klst þá verður hún þykk & góð
blandið öllu grænmetinu saman í skál
hrærið kryddið út í ab-mjólkina & hellið dressingunni yfir
að lokum er hnetunum blandað saman við


Kavíarsalat

Áhorf: 163 | Umsagnir (0)

Kavíarsalat


4 harðsoðin egg
1/2 túpa mæjones
1/2 túpa kavíar
1 lítill rifinn laukur
1 desilíter þeittur rjómi
( sítrónupipa eftir smekk, ekki nauðsin )

öllu hrært saman og sett útá brauð eða kex.


Uppskrift frá Hlöðver í Norge