Túnfisksalat.

Áhorf: 289 | Umsagnir (0)

Túnfisksalat.

1 dós túnfiskur í vatni
1 dós kotasæla (eða 3 eggjahvítur og 1 rauða)
¼ mjög smátt skorinn rauðlaukur
¼ mjög smátt skorin rauð paprika


Kjúklingasalat.

Áhorf: 181 | Umsagnir (0)

Kjúklingasalat.

1 stk. barbeque kryddaður kjúklingur, steiktur og rifinn niður.
1-2 pokar af blönduðu salati
1 krukka fetaostur
1 rauð laukur, sneiddur til helminga
1-2 paprikur, litur skiptir ekki máli.
1 poki uppáhalds dorritosið.

Allt sett í stóra skál, og blandað vel saman.
Það má líka bæta í þetta hverju því grænmeti sem hugurinn girnist eins og  T.d. gúrku, tómata, papriku osfrv. :)

Verði ykkur að góðu.
Kv. Þuríður


Sumarlegt ávaxtasalat

Áhorf: 162 | Umsagnir (0)

Sumarlegt ávaxtasalat

4 perur 
4 epli 
250 gr jarðarber 
Vænt stykki vatnsmelóna 
1 dl granateplakjarnar 
Fersk mynta 
Hýði af 1 sitrónu eða límónu 
1 dl fínt saxaðar döðlur eða gojiber 

Afhýðið eplin, kjarnhreinið þau og skerið í passlega stóra munnbita.
Afhýðið perurnar, kjarnhreinsið þær og skerið í aflanga báta eða fína bita.
Skolið jarðarberin og skrið í fernt. Afhýðið vatnsmelónuna og skerið í fallega bita.
Setjið síðan alla ávextina í skál. Skafið kjarnana úr granateplunum og setjið út í, ásamt fínt rifnu sítrónuhýði og smátt saxaðri myntu.
Setjið döðlur/gojiber út í og blandið öllu saman.
Sumir borða þetta eitt og sér, aðrir með þeyttum rjóma, enn aðrir með ís. 


Grískt salat

Áhorf: 171 | Umsagnir (0)
Grískt salat

2 tómatar 
2 plómutómatar 
1 gúrka 
1 laukur 
1 rauðlaukur 
1 rauð paprika 
Svartar ólívur 
1 krukka Létt feti í kryddolíu 

Allt skorið í frekar stóra bita.
Ólívum, Léttfeta og kryddlegi hellt yfir.
Gott sem forréttur, meðlæti með steikinni eða bara sem máltíð.
Og þá er hægt að bæta við kjúklingbringum eða einhverju öðru góðu úti salatið. 


Tómata og kapersberjasalat

Áhorf: 160 | Umsagnir (0)

Tómata og kapersberjasalat

1 agúrka, skorin í sneiðar 
3 tómatar, skornir í báta 
½ rauðlaukur, skorinn í þunnar seiðar 
1 dl sólþurrkaðir tómatar, t.d 
Kirsuberjatómatar 
1 dl stór kapersber eða ½ dl litil 
1 dl ólífur 
1 dl furuhnetur, lagðar í bleyti í 30 mín 
3 msk fínsaxað ferskt basil 
2 msk kaldpressuð ólífuolía 
2 msk nýpressaður sítrónu-eða límónusafi 
½ tsk himalaya-salt 

Aðferð: 
Skerið grænmetið í bita og setjið í skál, bætið restinni af hráefninu út í og blandið öllu saman.


Tómatsalat með steinselju

Áhorf: 175 | Umsagnir (0)

Tómatsalat með steinselju

Meðlæti fyrir 8
½ bolli af ferskri steinselju
1/3 bolli ólífuolíu
3 tsk hvítvínsedik
2 tsk Dijon-sinnep
1 lítri hvítlauksgeiri
Gróft salt og ómalaður pipar
6 stk kirsuberjatómatar, skornir í bita

Setjið steinselju, olíu, edik, sinnep og hvítlauk í blandara og kryddið með salti og pipar.
Blandið vel saman. Setjið tómatana út í.


Frábært ítalskt salat

Áhorf: 276 | Umsagnir (0)
Frábært ítalskt salat

Fyrir 4
½ steinbakað baguette eða annað gott snittubrauð
2 tsk sjávarsalt
6-8 tómatar
½ rauðlaukur, fínt saxaður
2-3 msk ólífuolía
Slatti af ólífum (grænum, má vera með fyllingu í)
Slatti af fetaosti
Basilíkulauf
2 msk vínedik
6 msk ólífuolía
Sólþurrkaðri tómatar (má sleppa)

Hitið ofninn í 180°c.
Rifið brauðið niður í bita og setjið í eldfast mót og sáldrið salti og 3 msk af ólífuolíu yfir.
Bakið í 5-7 mín eða þar til brauðbitarnir eru orðnir gullnir. Skerið tómata í báta.
Blandið saman rauðlauk, ólífum, fetaosti og öðru hráefni.
Þeytið edik og ólifuolíu saman í skál og hellið yfir salatið.
Bætið brauðbitunum út í og látið standa í smá tíma. 


Tómata og klettasalat með osti

Áhorf: 164 | Umsagnir (0)

Tómata og klettasalat með osti

250 gr kirsiberjatómatar

250 gr heilsutómatar
1 vorlaukar
100 gr klettasalat
3 msk olía
1 msk sítrónusafi
2 tsk hlynsíróp
Nýmalaður pipar
Salt
1 ostarúlla með beikon-og paprikublöndu frá Ostahúsinu

Kirsuberjatómatarnir skornir í tvennt og heilsutómatarnir í fjórðunga og þykkar sneiðar.
Vorlaukurinn saxaður og settur í skál ásamt tómötum og klettasalati. Olía, sítrónusafi, hlynsíróp, pipar og salt hrist eða hrært saman, hellt yfir salatið og blandað vel.
Ostarúllan klipin í bita og þeim blandað saman við.


FERSKT SALAT MEÐ PARMESANRIfSTUÐUM SVÍNALUNDUM

Áhorf: 288 | Umsagnir (0)

FERSKT SALAT MEÐ PARMESANRIfSTUÐUM SVÍNALUNDUM 
Fyrir 4 


400 gr svínalundir, skornar í bita 
2 egg, hrærð 
100 gr parmesanostur, rifinn 
100 gr brauðrasp 
Salt og pipar 
1 msk. Ólífuolía 
4 egg, steikt 
Ferskt salat 
Ristaðar furuhnetur 

Hitið ólífuolíuna á pönnu við meðalhita.
Blandið parmesan og brauðraspið saman og kryddið með salti og pipar.
Veltið svínalundunum upp úr eggjahrærunni og síðan raspblöndunni í u.þ.b. 3 mínútur á hvorri hlið.

Berið fram með steiktum eggjum, fersku salati og furuhnetum. 


Hressandi og gott haustsalat

Áhorf: 166 | Umsagnir (0)
Hressandi og gott haustsalat

1 pk klettakál 
1-2 gular paprikur 
1 gúrka 
1 askja konfekttómatar 
1 litil dós niðursoðnar ferskjur 
1 pk. Mozzarella-kúlur (litlar) 
Furuhnetur, eftir smekk 
Ristaðar kókosflögur, eftir smekk 

Skolið klettakál og setjið í skál.
Skerið papriku frá enda þannig að úr verði fallegir hringir og hreinsið alla steina í burtu jafnóðum.
Skerið gúrku, tómata, ferskjur og mozzarella-kúlur niður og blandað saman við salatið.

Stráið furuhnetum og kókosflögum yfir eftir smekk.