Gúrkusalat í jógúrtsósu

Áhorf: 223 | Umsagnir (0)

Gúrkusalat í jógúrtsósu 

2 gúrkur, fræhreinsaðar og sneiddar niður 

Einn bolli hrein jógúrt eða AB-mjólk 
1 teskeið þurrkað dill eða tvær af fersku 
Öllu blandað saman í skál. Kryddað með salti og pipar. 
Einnig getur verið gott að setja ferska myntu út í salatið í staðin fyrir dill. 

Tilvalið meðlæti, Passar vel með flestum mat og er gott meðlæti með grilluðu kjöti og fiski. 


Franskt salat

Áhorf: 170 | Umsagnir (0)

Franskt salat 

500 gr nýjar litlar kartöflur 

Ólívuolía 
250 gr kirsuberjatómatar 
200 gr haricot-baunir 
200 gr túnfiskur í dós 
4 ansjósur, skornar endilangar í mjóar ræmur 
Stórt búnt af basil 

Salatsósa: 
2 skallottulaukar, fínt skornir 
3 msk hvítvínsedik 
2 msk grófkorna sinnep 
Sjávarsalt 
Nýmalaður pipar svartur 
7 msk jómfrúarólívuolía 

Sjóðið kartöflurnar í hýðinu í 20 mín. Hitið ofninn í 200°c. Smyrjið eldfast mót með ólívuolíu og bakið tómatana í 10 mín.
Setjið allt sem á að fara í salatsósuna, nema olíuna, í krukku með loki og hristið vel, bætið síðan olíunni við og hristið aftur.
Skerið kartöflurnar í tvennt, setjið í salatskál og blandið dressingunni saman við.
Skellið baununum í sjóðandi vatn í 2 mín og setjið síðan saman við kartöflurnar og túnfiskinn, ansjósurnar og tómatana líka.

Rífið basilið yfir salatið og berið fram „með det samme“ með heitu brauði. 


Spínatsalat með fetaosti og ólífum

Áhorf: 177 | Umsagnir (0)

Spínatsalat með fetaosti og ólífum
Grænt og frísklegt góðgæti

150 gr spínat
3 msk ólífuolía
1 rauðlaukur, saxaður smátt
1 hvítlauksgeiri, pressaður
½ tsk oregano
¼ tsk sykur
Nýmalaður pipar, salt
Safi úr ½ sítrónu
75 gr fetaostur, mulinn
12-16 svartar ólífur, skornar í sneiðar

Spínatið þvegið og látið renna vel af því, stærstu stilkarnir klipnir af, og það sett í skál
Olía, laukur, hvítlaukur, oregano, sykur, pipar og salt sett í pott, hitað að suðu og látið sjóða í 2-3 mínútur.
Sítrónusafanum hrært saman við og síðan hellt yfir spínatið í skálinni.

Fetaosti og ólífusneiðum dreift yfir, blandað vel og borið fram strax með góðu brauði.


Tómat-carpaccio

Áhorf: 170 | Umsagnir (0)
Tómat-carpaccio 

Einfalt en mjög gott tómatasalat, tilvalið að bera fram t.d. með grilluðu lambakjöti, eða bara með sunnudagssteikinni.
Salatið verður best ef það er látið standa nokkra stund áður en það er borið fram. 


8-10 tómatar, vel þroskaðir 
nýmalaður pipar 
salt (gjarna sjávarsalt) 
3 msk ólífuolía 
1 msk balsamedik 
2 tsk hlynsíróp 
1 msk furuhnetur 
smábiti af parmesanosti 
nokkur basilíkublöð (má sleppa) 

Tómatarnir skornir í þunnar sneiðar og raðað á stóran disk eða kringlótt fat.
Best er að byrja í miðjunni, raða sneiðunum í sístækkandi hringi og láta þær skarast vel.
Kryddað með pipar og salti. Ólífuolía, balsamedik og hlynsíróp hrist eða þeytt saman og dreypt jafnt yfir.
Plastfilma breidd yfir og látið standa í 20-30 mínútur.
Á meðan eru furuhneturnar ristaðar á þurri pönnu þar til þær eru farnar að taka lit.
Dreift yfir tómatana og síðan eru nokkrar flísar skornar af parmesanostinum með ostaskera og settar ofan á og skreytt með basilíku. 


Kalt sumarpastasalat

Áhorf: 430 | Umsagnir (0)

Kalt sumarpastasalat
f.6-8

250 g pastaskrúfur
250 g pastafiðrildi
1 dós grænarbaunir  litla dós
1 dós sveppir
1 dós túnfiskur í vatni 
steinselja, fersk eða þurkuð.

Sjóðið pastað samkv.leiðb. Hellið vatni frá  og kælið.
Hellið vökvanum af baununum, sveppum og  túnfiski og blandið öllu varlega saman við kallt pastað í stórri skál.
Látið standa í kæli á meðan sósan er útbúin.

SÓSA

11/ 2 dl. majónes
má vera létt majónes
3/4 dl. olía
1/2 smátt saxaður laukur
2 smátt söxuð hvítlauksrif
4 msk sítrónusafi
2 tsk. hunang
1 tsk. karrý

Blandið öllu samaní skál og hrærið hratt og vel með handþeytara.
Ef sósan er of þykk má þynna hana með safanum af túnf.baununum eða sveppunum.
Það má líka setja smá rjóma eða sýrðan 
rjóma saman við ef vill. Allt eftir smekk.
Hellið sósunni yfir pastasalatið og blandið varlega saman.
Stráið steinselju yfir í lokin.

Mjög þægilegt og fljótlegt.   

Uppskrift frá Ragnhildi Ragnarsdóttir


Veislusalat

Áhorf: 175 | Umsagnir (0)

Veislusalat

½ haus icebersalat
2 stilkar sellerí
300 gr græn vínber
2 græn epli
50 gr valhnetukjarnar
200 gr majonese
200 gr sýrður rjómi
salt sítrónusafi eftir smekk

Hrærið saman majones og sýrðan rjóma, kryddið með salti og sítrónusafa.
Rífið icebergsalatið frekar smátt, skerið vínberin í tvennt, saxið eplið, skerið selleríið frekar smátt og saxið valhnetukjarnana.

Blandið öllu saman og kælið.


Sesar-salat

Áhorf: 176 | Umsagnir (0)

Sesar-salat
með steiktum risarækjum

Fyrir 6

Rífið salatið niður, skolið og skiptið á sex forréttadiska. 
Steikið rækjurnar í olíunni á pönnu, kryddið með salti og pipar. 
Leggið rækjurnar á salatið og stráið brauðteningum yfir. 
Hellið síðan sósunni yfir og stráið papriku-
teningunum yfir allt saman.

Salatsósan:
Allt er maukað saman í matvinnsluvél.  Olíunni er að síðustu bætt varlega út í maukið.

Brauðteningar:
Skerið skorpulausar brauðsneiðar í litla teninga, steikið þá síðan í hvítlaukssmjöri á meðalheitri pönnu og veltið vel þannig að allar hliðar brúnist. 
Sett á eldhúspappír og látið þorna.

½ stk meðalstór haus jöklasalat
18 stk risarækjur, hráar
2 dl brauðteningar
2 msk olía
salt og pipar
1 stk rauð paprika í teningum

Salatsósa:
2 stk ansjósuflök
4 stk fersk basillauf
1msk kapers
1 tsk dijon sinnep
½ tsk salt
1msk balsamedik
1 stk hvítlauksgeiri
1 msk rifinn parmesanostur
1 dl ólífuolía
1 stk eggjarauða


Magnað austurlenskt salat

Áhorf: 192 | Umsagnir (0)

Magnað austurlenskt salat
(þetta salat er algjörlega óviðjafnanlegt!)


1 poki grænt blandað salat
1 lúka ferskt kóríander rifið niður
½ ferskur ananas skorinn í bita
1 bakki baunaspírur
1 knippi vorlaukur skorinn í skásneiðar
½ rauð paprika skorin í mjóa strimla
2 sneiðar nautasnitsel steikt við háan hita á pönnu, saltað, kælt og skorið í mjóa strimla

Dreifið salatinu á bakka og rífið kóríander yfir.
Dreifið baunaspírum, vorlauk og paprikustrimlum yfir og loks nautasnitsel sneiðunum.

Dressing:
Safi úr ½ lime
2 msk soyasósa
1 ½ msk sesamolía
1 ½ msk fiskisósa
1 dl sæt chilisósa (má vera meira, smakka til)

Hristið sósuna saman í krukku og dreifið yfir salatið á fatinu.

Uppskrift frá henni Áslaugu Helgu matreiðslukennara


Salat með heitum pesto tómötum og balsamic

Áhorf: 177 | Umsagnir (0)

Salat með heitum pesto tómötum og balsamic

Hráefni:

100.0 g gráðaostur
1.0 pottur lambhagasalat
1.0 rauðlaukur
20.0 stk svartar ólífur
16.0 stk tómatar
1.0 dl ólífuolía
1.0 stk Rauð paprika
1.0 msk Balsamic edik
0.0 Salt og pipar
0.25 stk Agúrka
1.0 glas feta ostur 
2.0 msk Pestó
100.0 g Ferskt spínat

Olía til steikingar
Balsamicdressing:

Leiðbeiningar: 

Undirbúningur. ásamt ólífunum, agúrkunni, paprikunni og rauðlauknum, blandið vel saman.
Skerið tómatana í tvennt og setjið á ofnskúffu með sárið upp.
Matreiðsla. Skerið stilkinn af spínatinu og sjóðið í nokkrar mínútur í léttsöltu vatni, hellið á sigti.
Hitið olíu á pönnu og steikið spínatið smá stund, bætið pestoinu út á og kryddið með smá salti og pipar.
Setjið spínatið ofaná tómatana og myljið gráðaostinn ofaná. Setjið undir grill neðarlega í ofni þar til osturinn hefur brúnast lítillega.
Dressing. Hristið allt hráefnið saman í flösku eða sósuhristara Framreiðsla.
Dreypið balsamicdressingu á salatið í skálinni og berið fram.
Berið tómatana fram á sér fati.


Tómatsalat með steinselju

Áhorf: 171 | Umsagnir (0)
Tómatsalat með steinselju

Meðlæti fyrir 8
½ bolli af ferskri steinselju
1/3 bolli ólífuolíu
3 tsk hvítvínsedik
2 tsk Dijon-sinnep
1 lítri hvítlauksgeiri
Gróft salt og ómalaður pipar
6 stk kirsuberjatómatar, skornir í bita

Setjið steinselju, olíu, edik, sinnep og hvítlauk í blandara og kryddið með salti og pipar.
Blandið vel saman.
Setjið tómatana út í.