Rauðlaukssalat með spergilkáli og rúsínum

Áhorf: 177 | Umsagnir (0)

Rauðlaukssalat með spergilkáli og rúsínum

4 dl rauðlaukur, smátt saxaður 
4 dl spergilkál, smátt saxað á stilka 
2 dl rúsínur 
1-2 msk sítrónusafi 
1-2 msk ljóst balsamedik 
1 msk sykur 
½ tsk salt 
2 ½ dl 18% sýrður rjómi 

Setjið allt í skál og blandið vel saman.
Passar sérstaklega vel með grillréttum og er einnig mjög gott með karríréttum og villibráð. 


Frísklegt ávaxtasalat

Áhorf: 182 | Umsagnir (0)

Frísklegt ávaxtasalat

½ melóna gul
½ melóna kantalópa
1 appelsína
100 gr vínber
1 kíví
Jarðarber

Skorið niður og blandað saman.


Waldorfsalat

Áhorf: 197 | Umsagnir (0)

Waldorfsalat

½ sellerírót, rifin á grófu rifjárni
225gr græn epli, í passlega stórum bitum
125gr vínber, skorin í 4 & steinhreinsuð
25gr þurrristaðir valhneturkjarnar
25gr þurrristaðir heslihnetukjarnar
2 dl ab-mjólk
smá karri
smá sinnep
smá vorlaukur eða graslaukur
smá salt & ferskmalaður pipar

 Hellið ab-mjólkinni í kaffifilter & látið leka af henni í ca 1 klst þá verður hún þykk & góð
 blandið öllu grænmetinu saman í skál
 hrærið kryddið út í ab-mjólkina & hellið dressingunni yfir
 að lokum er hnetunum blandað saman við


Tómat-carpaccio

Áhorf: 186 | Umsagnir (0)

Tómat-carpaccio 

Einfalt en mjög gott tómatasalat, tilvalið að bera fram t.d. með grilluðu lambakjöti, eða bara með sunnudagssteikinni.
Salatið verður best ef það er látið standa nokkra stund áður en það er borið fram. 8-10 tómatar, vel þroskaðir 
nýmalaður pipar 
salt (gjarna sjávarsalt) 
3 msk ólífuolía 
1 msk balsamedik 
2 tsk hlynsíróp 
1 msk furuhnetur 
smábiti af parmesanosti 
nokkur basilíkublöð (má sleppa) 

Tómatarnir skornir í þunnar sneiðar og raðað á stóran disk eða kringlótt fat.
Best er að byrja í miðjunni, raða sneiðunum í sístækkandi hringi og láta þær skarast vel.
Kryddað með pipar og salti. Ólífuolía, balsamedik og hlynsíróp hrist eða þeytt saman og dreypt jafnt yfir.
Plastfilma breidd yfir og látið standa í 20-30 mínútur.
Á meðan eru furuhneturnar ristaðar á þurri pönnu þar til þær eru farnar að taka lit.
Dreift yfir tómatana og síðan eru nokkrar flísar skornar af parmesanostinum með ostaskera og settar ofan á og skreytt með basilíku. 


Ávaxtasalat eðal

Áhorf: 180 | Umsagnir (0)

Ávaxtasalat eðal

 

2 græn epli
200 gr rauð vínber
½ ds ananas
1 apríkósa
1 peli þeyttur rjómi

 

Eplin skræluð, kjarnhreinsuð og skorin í bita.
Vinberin skorin í tvennt og steinhreinsuð.
Ananasinn skorinn í bita og apríkósan.
Öllu blandað saman við rjómann og kælt.


Ávaxtasalat

Áhorf: 176 | Umsagnir (0)

Ávaxtasalat 

 

1 höfuð Icebergsalat
1 ds blandaðir ávextir
50 gr rifið súkkulaði
1 peli þeyttur rjómi

 

Icebergsalatið skorið niður og sett í skál ásamt blönduðum ávöxtum.
Þeyttum rjómanum og súkkulaðinu hrært saman við.

 


Epla rauðrófu salat

Áhorf: 335 | Umsagnir (0)

Epla rauðrófu salat1 dós 18 % sýrður rjómi
1 slétt full msk af sykri
2 rauð epli, skrælð og brytjuð niður í litla bita
2 græn epli,skrælð og brytjuð niður í litla bita
1 lítil dós af rauðrófum (skera í teninga)
1 1/2 peli þeyttur rjómi
rauð steinlaus vinber skorin í tvennt.

Byrja á því að þeyta rjóman og blanda sýrða rjómanum varlega saman við og setja restina útí rjómablönduna.

 

Þetta salat er alveg möst með jólasteikinni og er alveg hrikalega gott. Gott er að gera þetta daginn áður og þetta salat dugar vel fyrir 6-8 manns

Verði ykkur að góðu

Sigrún