Bakaðar kartöflur riflaðar!

Áhorf: 633 | Umsagnir (0)

Bakaðar kartöflur riflaðar!

Bakaðar kartöflur
Gróft salt
Smjörklípa

Skerið í kartöflurnar eins og sjá má á mynd,
Bræðið smá smjör og hellið yfir og setjið salt yfir með kvörn


Sætkartöflufranskar

Áhorf: 863 | Umsagnir (0)

Sætkartöflufranskar

Sætar kartöflur (miðað við eina sika á mann)
Kornsterkja (má sleppa en getur gert kartöflurnar stökkari)
Ólífuolía
Salt, pipar og krydd að eigin vali (til dæmis, cumin, cayenne-pipar, paprikuduft eða karríduft. 
Hvítlaukur er líka góður.

Hitið ofninn í 230 gráður. Skrælið kartöflurnar og skerið niður í jafnstóra ílanga bita.
Setjið á bökunarplötu en passið að þær liggi ekki hver ofan á annarri, þá verða þær ekki stökkar. 
Stráið kornsterkju yfir og hellið nokkrum matskeiðum af ólífuolíu jafnt yfir.
Kryddið. Blandið vel. 
Bakið í 15 mínútur, snúið kartöflunum og bakið í 10-15 mínútur í viðbótar.

Uppskrift úr Fréttablaðinu


Sætar í búningi...

Áhorf: 346 | Umsagnir (0)

Sætar í búningi...

Ein létt, fljótleg og holl frá Elínu.......

Sætar kartöflur
rauðlaukur
hvítlaukur
grænn chilli
kókosolía
kókosmjólk
spínat

þá setti ég bara sæta í pott og sauð... tók raulauk,
smá hvítlauk og grænan chilli og skar niður smátt,
mýkti í kókosolíu og svo slettu af kókosmjólk og þá sætu og spínat út í...


Bakaðar kartöflur með fetaosti

Áhorf: 361 | Umsagnir (0)

Bakaðar kartöflur með fetaosti

Fyrir 6 
6 forsoðnar bökunarkartöflur 
6 msk sólþurrkaðir tómatar, saxaðir 
4 msk ólífuolía 
6 msk fetakurl 
Salt og pipar 

Blandið saman sólþurrkuðum tómötum, ólífuolíu og kryddið með salti og pipar.
Skerið kross í kartöflurnar og fyllið með tómatmaukinu.
Stráið fetakurli yfir og hitið í ofni eða á grilli í 10-15 mínútur. 


Sæt kartöflustappa með basilíku

Áhorf: 587 | Umsagnir (0)

Sæt kartöflustappa með basilíku

700 gr sætar kartöflur
Appelsínusafi eftir þörfum
Pipar og salt
Lófafylli af basilíkublöðum

Flysjið kartöflurnar, skerðu þær í bita og sjóddu þær í dálitlu vatni þar til þær eru meirar.
Helltu þá vatninu af þeim og stappaðu þær.
Þynntu stöppuna með smáskvettu af appelsínusafa og kryddaðu hana með pipar og salti eftir smekk.
Saxaðu basilíkuna og hrærðu henni saman við heita stöppuna.
Ef stappan er gerð með fyrirvara skaltu hræra um það bil helmingnum af basilíkunni saman við strax,
afganginum þegar búið er að hita hana upp.


Kartöfluréttur með kornfleksi

Áhorf: 400 | Umsagnir (0)

Kartöfluréttur með kornfleksi
frá Sigrúnu Sigmars

Skrælla 1 kg af hráum kartöflum og skera í teninga og sjóða í saltvatni í 10 mín
( það má líka hafa hýðið á ef kartöflunar eru hreinar og fínar.
Ég er líka búin að prufa það)


Campell sveppasúpa ( má vera hvaða champel súpa sem er)
1 dós 10 % sýrður rjómi
1 pki rifinn mozzarella
1/2 - 1 skorin laukur

Þetta er allt sett saman í stóra skál og þegar kartöflunar eru soðnar og sigtaðar eru þær settar útí skálina og hrægt varlega.
Takið svo pönnu fram og hitið. Setið smá smjörva og bræðir.
Setjið slatta af kornfleksi útí smjörvann og steikið ( ekki brenna).
Hellið svo kornfleksinu yfir kartöflunar og rétturinn er þá tilbúinn.

Setjið inn í ofn við 180 °C í svo 30 mín


Kartöflubuff úr nýjum kartöflum

Áhorf: 444 | Umsagnir (0)
Kartöflubuff úr nýjum kartöflum 

Þetta er einfalt að matbúa og ofboðslega gott.


Soðnar skrælaðar kartöflur (heitar eða kaldar)
Haframjöl
Grænmetiskraftur (teningar)
Margskonar krydd eftir kenjum kokksins hverju sinni 

Soðnar skrælaðar kartöflur hrærðar vel í hrærivél. Haframjöli bætt útí, þangað til komið er deig sem klístrast ekki eða lítið við skálina. 
Þá er grænmetiskrafturinn settur útí og síðan er deigið kryddað eftir smekk hverju sinni, t.d. með karrý, cummin og svörtum pipar-, jafnvel BBQ-kjúklngakryddi!
Því ekki að prófa frönsku-kartöflukryddið?

Síðan eru mótaðar litlar bollur sem eru flattar út í lítil buff og steiktar á pönnu með smá olíu. 
Borið fram með góðu grænmetissalati og t.d. ostasósu (úr smurosti, gerð eftir uppskrift á botninum á dósinni) 


Karrí kartöfluréttur

Áhorf: 333 | Umsagnir (0)
Karrí kartöfluréttur

1 kg kartöflur
2 laukar smátt skornir
2 gulrætur smátt skornar
2 msk olía
2 vorlaukar
2 hvítlauksgeirar smátt saxaðir
2 tsk karrí
½ dós kókosmjólk

1 tsk garam masala
Grænmetið skorið í smáa bita en kartöflurnar örlitið grófari bita.
Byrjað á því að steikja laukinn, hvitlaukinn og kryddið.
Sjóðið í 15-20 mínútur við ekki allt of háan hita.
Skreyta má réttinn með ferskum kóríander.
Vorlaukurinn kemur rétt undir lokin og gott er að krydda til.
Mjög gott er að setja kjúkling eða grillaðan fisk saman við þennan rétt. Líka góður einn og sér.

Kartöflusalat, gott nýbakað brauð, tómatsósa, sinnep og pylsur beint úr pottinum.

Áhorf: 348 | Umsagnir (0)
Kartöflusalat, gott nýbakað brauð, tómatsósa, sinnep og pylsur beint úr pottinum.

6- 10 góðar kartöflur.
1 rauður laukur ( eða hvítur salatlaukur)
2-3 msk gott smjör
1/2 til 1 dl. gott edik
1-2 msk sykur
Salt og hvítur pipar eftir smekk .
Létt soðnar og hitaðar pylsur.

Sjóða kartöflurnar, kæla og flysja. Sneiða í bita. Saxa laukinn smátt, setja í pott með smjörinu,
mýkið laukinn í 1- 2 mín. við vægan hita. Blandið saman við , sykri, ediki, salti og pipar. 
Hækkið hitan um stund, hrærið vel í blöndunni, hellið kartöflunum út í. Gegnum hitið.
Ath. Edikið gufar upp ef blandan er hituð of lengi.