Einfaldar uppskriftir af hátíðarmeðlæti

Áhorf: 358 | Umsagnir (0)

Einfaldar uppskriftir af hátíðarmeðlæti

Gláðar gulrætur
1 kg gulrætur
1 msk smjör
Salt
Pipar
Gulræturnar afhýddar og soðnar í um það bil 5 mínútur áður en þær eru gláðar í smjörinu á pönnu.
Salt og pipar eftir smekk.

Brúnaðar kartöflur
1 kg soðnar kartöflur
6 gr strásykur
30 gr smjör
Sletta af rjóma
Bræðið sykurinn á pönnu við vægan hita og fylgist vel með að hann brenni ekki.
Bætið smjörinu út í þegar sykurinn er farinn að brúnast og hrærið.
Þá má setja smá gusu af rjóma út í og hræra vel en má sleppa.
Karftöflurnar settar út í og velt upp úr karamallunni.

Rauðvínssósa
1 ½ bolli rauðvín
1 skalottlaukur saxaður
Salt og pipar
1 tsk smjör
Hellið rauðvíninu á pönnuna sem kjötið var steikt á.
Þegar suðan kemur upp, skaltu skrapa agnirnar á botninum á pönnunni saman við vínið til að ná sem mestu af kjötbragðinu.
Bætið síðan skalottlauknum út í og hrærið vel, bæti svo salti og pipar við eftir smekk og látið malla á lágum hita í fimm til tíu mínútur.
Bætið smjörinu af lokum út í sósuna rétt áður en hún er borin fram með matnum.

Waldorf-salat
½ bolli valhnetur
½ bolli sellerí skorið í bita
½ bolli vínber skorin til helminga
1 epli kjarnhreinsað og skorið í bita
3 msk majónes
1 tsk sítrónusafi
Salt og pipar
Hrærið saman majónes og sírtónusafa, bætið salti og pipar út í.
Hrærið svo eplin, selleríið, vínberin og valhneturnar saman við.

Rauðkál
1 stór rauðkálshaus
1 stór laukur, afhýddur en ekki skorin niður
1 stórt epli skrælt og skorið í sneiðar
4 negulnaglar
2 msk borðedik
Vatn eftir smekk
Salt og pipar
Skerið kálið niður.
Stingið negulnöglum í laukinn og setjið í stóran pott.
Stráið káli, eplum og salti og pipar lag fyrir lag í pottinn,
hellið ediki og vatni yfir og látið malla í 90 mínútur.

Hrærið öðru hverju í


Kryddað hvítkálssalat

Áhorf: 347 | Umsagnir (0)

Kryddað hvítkálssalat

Hráefni: 

225 gr hvítkál, rifið frekar fínt
1 rauður chilipipar, steinhreinsaður
25 gr ferskur kóriander
25 gr þurrristaðir heslihnetukjarnar
1 msk rifið sítrónuhýði
1 tsk rifin engifer­rót
1 tsk tamarinsósa,
2 msk ristuð sesamfræ,
safi úr 1/2 sítrónu
smá salt 
cayennepipar fyrir þá sem vilja.  

Öllu blandað saman í skál og tilbúið  - bingó !


Birt með fullu leyfi Eygló hjá Móður Jörð


Appelsínu- og engifersoðnar gulrætur

Áhorf: 375 | Umsagnir (0)
Appelsínu- og engifersoðnar gulrætur

300 gr gulrætur

3 dl appelsínusafi
1 msk. Engifer, smátt saxað
1 tsk kóríander
1 tsk hunang
½ tsk salt

Setja allt saman í pott og hleypið suðunni upp.

Rauðkál fyrir jólin

Áhorf: 752 | Umsagnir (0)

Rauðkál fyrir jólin
frá Bjarna Þór Gústafssyni


Hráefni fyrir 4-6

1 kg rauðkál 
2 epli 
400 ml vatn 
2 msk rauðvínsedik ... Lesa meira
3 msk sykur, eða eftir smekk 
3 msk rifsberjahlaup 
nýmalaður pipar 
salt 

Leiðbeiningar

Rauðkálið þvegið og snyrt og síðan skorið í mjóar ræmur.
Eplin afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í bita og kálið og eplin sett í nokkuð stóran pott.
Vatninu hellt yfir ásamt edikinu, hitað að suðu og látið malla við hægan hita í um hálftíma, eða þar til kálið er vel meyrt.
Sykri og rifsberjahlaupi bætt í pottinn ásamt svolitlum pipar og salti og látið malla í nokkrar mínútur í viðbót.
Smakkað og bragðbætt með rifsberjahlaupi eða ediki eftir smekk......:)


Sveppir með hvítlauk og steinselju

Áhorf: 368 | Umsagnir (0)

Sveppir með hvítlauk og steinselju

Smjörsteiktir sveppir, kryddaðir með hvítlauk, steinselju og e.t.v. öðrum kryddjurtum, eru frábært meðlæti með steiktu lambakjöti eins og raunar svo mörgu öðru.
Kastaníusveppir eru bragðmeiri en venjulegir sveppir - prófið þá endilega ef þið eruð hrifin af sveppum.


400 g sveppir 
2 hvítlauksgeirar
65-70 g smjör
2-3 tímían-greinar, ferskar,- eða 0.25 tsk. þurrkað tímían (má líka sleppa)
nýmalaður pipar / salt
Knippi steinselja, gjarna ítölsk flatblaðssteinselja

Opnið sveppadósins, látið drjúpa af sveppunum. Saxið hvítlaukinn smátt. Bræðið smjörið á stórri pönnu. Setjið sveppina, hvítlaukinn og tímíanið á pönnuna, malið pipar yfir og látið krauma við meðalhita í 4-6 mínútur, eða þar til sveppirnir eru dökkgullinbrúnir og meyrir. Saltið eftir smekk. Saxið steinseljuna, stráið meirihlutanum af henni yfir, hrærið og látið krauma í 1-2 mínútur í viðbót. 
Hellið sveppunum á disk og stráið afganginum af steinseljunni yfir. 


Sykurgljáður laukur

Áhorf: 511 | Umsagnir (0)

Sykurgljáður laukur

 

2 stórir laukar
eða 4 litlir
4-5 msk sykur
1-2 tsk smjör

 

Laukurinn flysjaður og skorinn í 4 parta ystu lögin aftur í tvennt.
Sykur og vatn sett í pott og hitað þar til sykurinn fer að leysast upp, þá er lauknum bætt út í.
Þetta er soðið saman smá stund eða þar til laukurinn fer að mýkjast.
Þá er laukurinn tekinn upp úr og sykurlögurinn soðinn niður þar til hann er orðinn að sírópi þá er smjörið sett út í ásamt lauknum og hann brúnaður.


Brúnkál

Áhorf: 1541 | Umsagnir (0)

Brúnkál 1

 

½ haus hvítkál
3 msk smjör

 

Skerið hvítkálið í ræmur eða bita og steikið í smjöri í potti.
Hrærið stöðugt í pottinum á meðan kálið er að brúnast, síðan má setja smávegis af vatni í pottinn og láta sjóða þar til að kálið er orðið mjúkt.

 

Brúnkál 2

 

½ haus hvítkál
2 msk sykur
25 gr smjör
½ tsk salt
vatn.

Hvítkálið er skorið í ræmur.
Sykurinn bræddur á pönnu við vægan hita, hrært í og þegar hann freyðir  er smjörið sett út í.
Þegar það er bráðið er kálið sett út í og hrært þar til allt er orðið ljósbrúnt.
Þá er kálið saltað og látið malla undir loki í 45 mín.
Gott er að hella svolitlu vatni á pönnuna af og til svo að kálið brenni ekki við.

 


Fylltir sveppir

Áhorf: 578 | Umsagnir (0)

Fylltir sveppir

 

20 stórir sveppir
1 100 gr lauf gráðostur
1 dl rjómi

 

Sveppirnir þvegnir og leggurinn tekinn af þeim.
Gráðosturinn hrærður út með rjómanum og sveppirnir fylltir með blöndunni.
Þeir bakaðir við 200°C í ca 5 mín.


Portobello sveppir fylltir með humri

Áhorf: 1053 | Umsagnir (0)

Portobello sveppir fylltir með humri

Hráefni:

4 stórir portobello sveppir
5 - 10 saffranþræðir
500 ml hvítvín
500 g humar, skelflettur
250 ml brauðrasp
70 g rifinn parmesanostur
250 ml rjómi
4 stórar sneiðar mozzarellaostur
sjávarsalt og nýmalaður pipar

Leiðbeiningar: 

Hitið pönnu og setjið saffranþræði á hana ásamt hvítvíni og látið malla í 5 mínútur. Setjið humarinn á pönnuna og sjóðið í 5 mínútur.

Notið skeið og takið eins mikið innan úr sveppunum og hægt er.
Saxið og bætið við humarinn á pönnuna ásamt brauðraspi og parmesanosti þar til það verður þykkt.
Bætið þá rjómanum saman við og kryddið með salti og pipar.
Setjið fyllinguna í sveppina og leggið ostasneið ofan á.

Bakið í 180 °C heitum ofni í 10 mínútur.


Uppskrift frá Nóatúni....