Portobello sveppir fylltir með humri

Áhorf: 1057 | Umsagnir (0)

Portobello sveppir fylltir með humri

Hráefni:

4 stórir portobello sveppir
5 - 10 saffranþræðir
500 ml hvítvín
500 g humar, skelflettur
250 ml brauðrasp
70 g rifinn parmesanostur
250 ml rjómi
4 stórar sneiðar mozzarellaostur
sjávarsalt og nýmalaður pipar

Leiðbeiningar: 

Hitið pönnu og setjið saffranþræði á hana ásamt hvítvíni og látið malla í 5 mínútur. Setjið humarinn á pönnuna og sjóðið í 5 mínútur.

Notið skeið og takið eins mikið innan úr sveppunum og hægt er.
Saxið og bætið við humarinn á pönnuna ásamt brauðraspi og parmesanosti þar til það verður þykkt.
Bætið þá rjómanum saman við og kryddið með salti og pipar.
Setjið fyllinguna í sveppina og leggið ostasneið ofan á.

Bakið í 180 °C heitum ofni í 10 mínútur.


Uppskrift frá Nóatúni....

Umsagnir

Email recipient is invalid or empty.
Database Error
We are sorry, a database error has occurred and pageload stopped, an admin has been notified.
2019-12-06 11:06