Brauðréttir


Steikarsamloka

Áhorf: 510 | Umsagnir (0)

Steikarsamloka með nautakjöti

Áttu afgang af nautalundinni frá kvöldinu áður, þá er fátt betra en að smella í eina steikarloku

Ristað brauð eða snittubrauð
Afgangurinn  af sósunni
Skerið kjötið í strimla og steikið létt á pönnu
Salatið frá kvöldinu áður

Og samlokan er klár!


Eggjabrauð

Áhorf: 10978 | Umsagnir (0)

Eggjabrauð

Þegar krakkarnir voru ungir þá var eggjabrauð þeirra uppáhald og það verður að segja að það hefur ekkert breyst, enn þann daginn í dag elskum við það!

Það sem til þarf:
Samlokubrauð
Skinka, má líka bara vera ostur
Ostur í sneiðum
Egg
Krydd
Smjör

Hrærið egg, fleirri eftir því hvað mörg eggjabrauð á að útbúa.
Kryddið og veltið svo samlokunni uppúr eggjablöndunni og skellið svo á pönnuna, smá stund á hvorri hlið.Berið fram með salati og ekki skemmtir að skreyta borðið með rós og lífga upp á tilveruna!


Bearnaise eggjabrauð

Áhorf: 583 | Umsagnir (0)

Bearnaise eggjabrauð

Sneiðar heilhveitibrauð
2 egg
Bearnise sósa
Niðursoðin paprika
Parmasian ostur
Smjörklipa

Takið miðjuna úr brauðinu með glasi, bræðið smjörið á pönnu og setjið brauðsneiðarnar á pönnuna og brjótið síðan eggin og setjið þau í miðjuna:
Snúið svo brauðinu við og raspið yfir það parmasian ostinum eftir smekk. Takið brauðið af og setjið ofan á það smá niðursoðna papriku og bearnise sósu.Frábær tilbreyting á steiktu brauði !

Verði ykkur að góðu.


Algjör Perla a la carte Guðrún...

Áhorf: 181692 | Umsagnir (7)

Algjör Perla a la carte Guðrún...

 

100 gr sýrður rjómi
100 gr majones
1 lítil dós ananaskurl
¼ stk agúrka
2 stk paprika, rauð og appelsínugul
250 gr rækjur
Steinselja
Picanta krydd
Svartur pipar

Blandið saman sýrðum rjóma, majónesi og ananaskurli og kryddið síðan með picanta kryddi og svörtum pipar.
Saxið niður agúrku og paprikurnar og blandið rækjunum og steinseljunni saman við.  
Setið svo allt saman í smjördeigshring og berið fram kalt.


Lindu rúlluterta

Áhorf: 8453 | Umsagnir (2)

Lindu rúlluterta

1 - 2 rúllutertubrauð (fínt eða gróft)
3-4 eggjahvítur
1 msk majones á móti hverri eggjahvítu

Eggjahvíturnar eru stífþeyttar og majones síðan hrært varlega saman við með gaffli, kryddað með Top Shop
Fylling: 1 pakki hrísgrjón (soðin), 3-4 msk.
Majones, skorin skinka (ca ½-1 pakki), kurlaður ananas og Top Shop krydd.

Allt hrært saman og sett inní rúllutertubrauðið, eggjahvítufroðunni er síðan smurt á og brauðið síðan sett inn í ofn í 180°c í 15-20 mínútur

Ein rosalega góð frá Lindu systir


Skinku og hangikjötsbrauðterta

Áhorf: 842 | Umsagnir (0)

Skinku og hangikjötsbrauðterta Salat 1: Majones, skinka (skorin í bita), ferskjur í dós (stappaðar) og 2-3 egg,
allt blandað saman og kryddað með seson all og smá aromat, eða eftir smekk hvers og eins 

Salat 2: Majones, hangikjöt (skorið í bita), gulrætur frá ORA, (stappaðar) og 2-3 egg,
allt blandað saman og kryddað með seson all og smá aromat, eða eftir smekk hvers og eins 

Brauðtertubrauð (skorpan skorin af), gott er að bleyta upp í brauðinu með safanum af ferskjunum og setja svo salat á til skiptis á brauðið,
hægt er að skreyta brauðtertuna svo eftir smekk með gúrkum, tómötum, eggjum til hliðanna og svo gulrótum og ferskjum ofaná með upprúllaðri skinku.
 


Möggu brauðterta

Áhorf: 345 | Umsagnir (0)

Möggu brauðterta

1 dós majones (litil)
1 sveppaostur (smurostur)
Sætt sinnep, eftir smekk
Skinkubréf
4-5 egg

Allt hrært saman.

Salatið sett ofaná kringlótt brauðtertubrauð og ostur yfir og svo hitað inn í ofni.
Líka er hægt að setja brauðsneiðar í eldfast mót og ost yfir og svo hita það inn í ofni. 

Má frysta.


Royal brauðterta

Áhorf: 583 | Umsagnir (0)

Royal brauðterta

250 gr hveiti

4 ½ tsk lyftiduft
1 tsk salt
2 msk sykur
40 gr smjörlíki
2 ½ dl mjólk
2 stk egg

Blandið saman þurrefnunum, eggjunum og bræddu smjörlíkinu, þynnið með mjólkinni.
Bakið á pönnukökupönnu við mjög vægan hita. Kökurnar smurðar með smjöri.
Þrjár kökur lagðar saman með mismunandi tegundum af salati á milli.
Síðan er tertan skreytt eftir vild.


Gömul uppskrift


Rúlluterta með fetaosti, hráskinku og klettasalati

Áhorf: 508 | Umsagnir (0)

Rúlluterta með fetaosti, hráskinku og klettasalati

200 gr mjúkur rjómaostur
1 dós sýrður rjómi
½ - 1 dós fetaostur
Rjómi til að þynna með
1 poki af klettasalati
1-2 bréf hráskinka
Salt og svartur pipar eftir smekk

Blandið rjómaosti, sýrðum rjóma og fetaosti saman og þynnið með rjómanum.
Smakkið til með salti og pipar. Smyrjið blöndunni á rúllutertubrauðið, en skilið smá eftir til að nota til skreytingar.
Grófsaxið klettasalatið og dreifið um helminginn af því yfir kremið.
Leggið síðan hráskinkusneiðarnar yfir kremið og rúllið upp.

Skreytið svo með kreminu og klettasalati og smá papriku ef vill.