Brauðréttir ofan á ristað brauð...afar fljótlegt

Áhorf: 185 | Umsagnir (0)

Brauðréttir ofan á ristað brauð...afar fljótlegt

frá Sigrúnu Sigmars

1 piparostur
1 mexico ostur
1 dós ananaskurl
1-2 paprikur, smátt skornar
blaðlaukur, smátt skorinn
rækjur eða humar ( má sleppa)
1/2 dós mæjones
1/2 dós sýrður rjómi

Öllu blandað saman og borið fram með ristuðu brauðiKlúbbsamloka

Áhorf: 259 | Umsagnir (0)
Klúbbsamloka

2 tómatar
4 ananassneiðar
1 msk smjörlíki eða smjör
Salt og pipar
4 sneiðar af osti
300 gr kjúklingabringa
12 brauðsneiðar (samlokubrauð)
Smjörlíki til steikingar
4 salatblöð
8 sneiðar beikon

Setjið smjör á pönnuna og steikið kjúklinginn. Kryddið með salti og pipar.
Takið kjötið af pönnunni og skerið í bita. Steikið beikonið. Skolið tómatana og skerið í bita.
Steikið beikonið. Skerið tómatana og skerið í sneiðar.
Ristið brauðið. Smyrjið brauðsneiðarnar með smávegis smjöri.
Takið 4 brauðsneiðar og setjið salatblað, tómat, ost og beikon á hverja sneið.
Setjið brauðsneið ofan á, setjið á hana salat, kjúkling og ananas setjið svo aðra brauðsneið ofan á.

Skerið brauðið í þríhyrninga og berið fram með salati.


Túnfisksamloka

Áhorf: 183 | Umsagnir (0)

Túnfisksamloka   
Samloka með túnfiski

Einfallt og hollt... og gott!

Túnfiskur í olíu úr dós.

Tvær brauðsneiðar.
mæjónes
remúlaði/ dijon sinnep
sallat
tómatur
gúrka
rauðlaukur
salt
pipar
hvítlauksduft/pipar

Opnið dósina bara aðeins, smá gat; látið olíuna drjúpa úr dósinni.
Fyrst smyrjið þið baruðsneiðarnar. 
Þunnt lag af mæjónes á aðra þeirra, og remúlaði eða díjonsinnep á hina ( ..ekki mikið sinnep)

Næst setjið þið túnfisk á mæjóneshliðina, og setjið smá salt, og svartan pipar þar ofaná. 
Nokkrar gúrkusneiða ofan á, nokkra lauk-hringi. 
Þar ofaná tvær eða fleiri sneiðar af tómat. 
Kryddið tómatsneiðarnar með hvílaukskryddi! 
Salatblöð ( td.d klettasalat)  ofaná og síðast hina brauðsneiðina ofaná allt saman.
Pressa vel saman. Má skera horn í horn með góðum hníf. 


Tvær gerðir af gómsætu smurbrauði..

Áhorf: 267 | Umsagnir (0)

Tvær gerðir af gómsætu smurbrauði..

Smurbrauð með rækjum..

 

Smyrjið rúgbrauðssneiðar með smjöri. leggið salatblað ofan á og því næst rækjur.
Leggið tómat-og sítrónubát fallega ofan á.

Smurbrauð með reyktum laxi og kavíar..
Smyrjið rjómaosti að eigin vali á rúgbrauðsneiðar, sem hafa verið skornar út í hringi með móti.
Formið reyktan lax eins og rós og leggið ofan á. Á toppinn fer vænn skammtur af kavíar.
Punkturinn yfir i-ið er örlítið af avókadó-mauki (sjá uppskrift fyrir neðan)

Skreytt með dilli eða öðru fersku kryddi.

Avókadómauk
2 avókadó
tómatur
laukur
kóríander
örlítið af sýrðum rjóma
tabaskóskósa eftir smekk
1 msk sítrónusafi
salt, eftir smekk

Uppskrift úr Fréttablaðinu á Danskri vísu....