Skinku-SmjörDeigs-Heitur Réttur

Áhorf: 1844 | Umsagnir (0)

Heitur réttur, fljótlegur og súpergóður.
Frábær i saumaklúbbinn, veisluna, afmælið.

1.pk.smjördeig (fæst frosið í verslununum, 5 stk í ) Dugar alveg í 1 1/2 mót
1.skinku pk, skorið smátt
1.dós ananas kurl, millistór eða ananas í bitum, skerið aðeins smærra
sætt sinnep
ostur, í sneiðum eða mosarella

Fletjið út smjördegið og setjið í eldfast mót, sprautið sætu sinnepi yfir botninn og stráið svo skinkunni yfir
og ananasinum, raðið ostasneiðum þar yfir eða stráið mosarella ostinum yfir og sprautið svo aftur sætu sinnepi yfir og leggið svo smördeig yfir.

Setjið inn í ofn í ca 25-30 mínútur á 180°c
 

 

 

 


Tartalettur með afgöngum...

Áhorf: 8607 | Umsagnir (0)

Tartalettur með afgöngum...

1 pk. Tartalettur
400 gr afgangur af hangikjöti sem skorið er í litla bita
½ pk.frosnar grænar baunir eða dós
má líka nota afgang af kartöflunum með

Jafningur
2 msk. Smjör
4 msk. Hveiti
½ l mjólk
Jurtasalt og hvítur pipar

Búið til hvítan jafning og látið hann sjóða í nokkrar mínútur.
Hafið hann í þykkri kantinum og bætið niður skornu hangikjötinu og soðnum grænum baunum út í hann.
Smakkið jafninginn til. Hitið tartaletturnar í ofni í nokkrar mínútur áður en þið fyllið þær með hangikjötsjafningnum.
Tartalettur eru líka góðar með afgöngum af fuglakjöti (t.d.rjúpum,
kalkún, öndum, kjúklingi eða gæs) Notið sósuna sem afgangs er frá hátíðarmatnum,
hafið hana frekar þykka, bætið steiktum sveppum út í hana ásamt niðurskornum fuglakjötinu og berið fram í tartalettum.
 


Heitt brauð í eldföstu móti

Áhorf: 632 | Umsagnir (0)

Heitt brauð í eldföstu móti

1 fransbrauð

250-300 gr skinka
1 dós aspas
1 dós sveppir
200 gr majones
3 eggjarauður
3 eggjahvítur þeyttar
salt og pipar
rifinn ostur

Smyrjið eldfast mót, takið skorpuna af fransbrauðinu og rífið það niður í botninn á mótinu.
Hellið aspasnum yfir (safinn líka), hellið sveppasafanum yfir
Hrærið majonesið út með eggjarauðunum, kryddið með salti og pipar.
Saxið skinkuna og blandið saman við ásamt sveppunum.
Hellið blöndunni yfir brauðið. Í lokin er eggjahvítunum dreift yfir, rifnum osti stráð ofan á og bakað í 30 mín við 180-200°C.

ATH. Það má líka nota ananas í staðinn fyrir aspas og gott getur verið að nota hvítlaukssalt.
Það má líka hræra eggjahvítunum saman við alla blönduna í lokin en passa að hræra ekki of mikið.

 


Blaðlauksbaka

Áhorf: 358 | Umsagnir (0)

Blaðlauksbaka

Deig:
150 gr heilhveiti
75 gr smjör
1 tsk olía
1-2 msk kalt vatn

Fylling:
200 gr blaðlaukur
2 dl grænmetissoð
200 gr kotasæla
3 egg
100 gr rifinn ostur
35 gr valhnetukjarnar saxaðir
½ tsk paprika
½ tsk sellerísalt
½ tsk hvítur pipar

Hnoðið deigið í matvinnsluvél og geymið í ísskáp á meðan fyllingin er löguð.
Skerið blaðlaukinn í 1-1 ½ cm bita og mýkið í sjóðandi grænmetissoði í 2-3 mín

Takið upp úr soðinu og látið leka af lauknum. Hrærið vel saman kotasælu,
eggi og rifnum osti, blandið varlega saman við soðna blaðlauknum og valhnetukjörnum, kryddið með papriku, sellerísalti og pipar.
Smyrjið eldfast mót og fletjið deigið út um 3 mm þykkt og setjið í mótið, hellið fyllingunni yfir og bakið við 220°C í 25-30 mín.


Campell's brauðréttur

Áhorf: 356 | Umsagnir (0)
Campell's brauðréttur

Fyrir 4

4-6 brauðsneiðar
6-8 sneiðar af beikoni
1 laukur
100 gr. Ferskir sveppir
1 litil dós ananaskurl
½ tsk paprikuduft
1 dós campell‘s Ham/Cheese
2 dl rifinn óðalsostur

Smyrjið eldfast mót og raðið brauðinu á botninn.
Steikið beikonið, laukinn og sveppina.
Dreifið ananaskurlinu yfir brauðið.
Stráið paprikudufti yfir.

Blandið saman súpunni, beikoninu, lauknum og sveppunum og hellið yfir og bakið í 15-20 mín við 180°c. 


Laxalengja

Áhorf: 593 | Umsagnir (0)
Laxalengja

Með eggjum og aspas
1 dl hrísgrjón
3 egg, harðsoðin
200 gr reyktur lax
200 gr smjördeig, tilbúið
100 gr majones
100 gr sýrður rjómi
1 tsk karrí
Pipar á hnífsoddi
Graslaukur
100 gr niðursoðinn aspas
1 egg

Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum á pakka og kælið að mestu.
Harðsjóðið eggin, kælið og saxið. Skerið laxinn í teninga eða strimla.

Hrærið saman majónes og sýrðan rjóma og kryddið með karríi, pipar og söxuðum graslauk.
Þíðið smjördeigið og fletjið það út á hveitistráðu borði (um 40x30 sm) skerið frá þrjár mjóar ræmur fyrir fléttuna, ef vill.
Setjið hrísgrjónin langsum á miðjuna. Setjið söxuð eggin og laxabitana þar ofan á, síðan sósuna og loks aspasinn.
Brjótið hliðar smjördeigsins yfir fyllinguna, búið til fléttu út smjördeigsræmunum og leggið ofan á.
Penslið með eggi.

Bakið æi 200°c heitum ofni í 20-25 mínútur. 

Heitur brauðréttur

Áhorf: 496 | Umsagnir (0)

Heitur brauðréttur

1 dós grænn aspars
1 dós sveppir
1 dós maiskorn
Skinka (má vera kjúklingur eða eitthvað annað)
Brauð
Rjómi
Paprikuduft

Skinka er skorin niður í bita.
Brauðið sett í eldfast mót.
Bökuð upp sósan með soði af aspars, sveppum og mais.
Krydduð með paprikudufti og smá rjóma bætt útí.
Allt sett yfir brauðið og ostur settur yfir og inn í ofn, þar til það er orðið gullinbrúnt.


Heitur rækjuréttur

Áhorf: 579 | Umsagnir (0)

Heitur rækjuréttur

350 gr rækjur
60 gr majones
60 gr sýrður rjómi
1 tsk piparrót
75 gr sveppir í sneiðum
1 aspasdós
Bristol cream sérrí eftir smekk, rifinn ostur

Hrærið saman majonesi, sýrða rjómanum og piparrótinni.
Bætið sérríi úti eftir smekk ef vill.
Dreifið rækjunum í eldfast mót og setjið sveppina og aspasinn ofaná.
Hellið majonesblöndunni yfir og stráið rifna ostinum yfir. Hitið í 10 mín við 200°c.

Berið fram heitt.


Heitar brieostasnittur

Áhorf: 539 | Umsagnir (0)

Heitar brieostasnittur

Sætt hunangið setur punktinn yfir i-ið þegar ljúffengar brie-ostur er annars vega og hnetan smellpassar með!

½ - 1 snittubrauð
1 - 2 Dalabrie
Pekanhnetur
Fljótandi hunang

Hitið ofninn í 220°c.
Skerið snittubrauðið í sneiðar og raðið þeim í ofnskúffu.
Ristið þær í ofninum í nokkrar mínútur og fylgist með svo þær brenni ekki.
Takið brauðsneiðarnar úr ofninum – þær mega gjarnan kólna.
Leggið ostasneið ofan á hverja brauðsneið og setjið pekanhnetu ofan á.

Raðið brauðsneiðunum í ofnskúffu eða eldfast mót, dreypið örlítið hunangi yfir og bakið í nokkrar mínútur eða þar til osturinn er farinn að bráðna. 


Heitt brauð

Áhorf: 2405 | Umsagnir (0)

Heitt brauð1 dós sýrður rjómi
1 lítil dós majónes
1 askja rækjuostur
1 bréf góð skinka
1 litil dós grænn aspas
2 snittubrauð, skorin í sneiðar
Parmesanostur, rifinn

Hitið ofninn í 200°c.
Hrærið saman sýrða rjómaanum, majónesi og rækjuost.
Skerið skinkuna í litla bita og hellið safanum frá aspasbitunum.
Blandið því næst skinku- og aspasbitunum saman við sósuna og hrærið vel.
Setjið 1 msk af sósu á hverja snittubrauðssneið, stráið rifnum parmesanosti yfir og bakið í 10-12 mínútur.