Skinku-SmjörDeigs-Heitur Réttur

Áhorf: 1844 | Umsagnir (0)

Heitur réttur, fljótlegur og súpergóður.
Frábær i saumaklúbbinn, veisluna, afmælið.

1.pk.smjördeig (fæst frosið í verslununum, 5 stk í ) Dugar alveg í 1 1/2 mót
1.skinku pk, skorið smátt
1.dós ananas kurl, millistór eða ananas í bitum, skerið aðeins smærra
sætt sinnep
ostur, í sneiðum eða mosarella

Fletjið út smjördegið og setjið í eldfast mót, sprautið sætu sinnepi yfir botninn og stráið svo skinkunni yfir
og ananasinum, raðið ostasneiðum þar yfir eða stráið mosarella ostinum yfir og sprautið svo aftur sætu sinnepi yfir og leggið svo smördeig yfir.

Setjið inn í ofn í ca 25-30 mínútur á 180°c
 

 

 

 


Heitur réttur úr Sacla sósu

Áhorf: 498 | Umsagnir (0)

Heitur réttur úr Sacla sósu

brauð.
laukur
beikon kurl
sveppabox, skéra í bita
1/2 gul & 1/2 rauð skorin papríka
1 dós af Sólþurkuðum rjómaosti
2 pelar af rjóma
Sacla sósa með sólþurkuðum tómutum
Tandoori krydd

Byrja á því að setja rifið brauð í eldfastmót.
Steikja lauk, beikon & papriku og raða því því næst ofaná brauðið.
Ostinum og rjómanum er sett í pott ásamt sacla sósunni og hitað ( alls ekki sjóða).
Kryddað með Tandoori kryddinu.
Sósunni er helt yfir og sett í ofn við 200 °C í 20-30 mínútur.

Þetta er mjög fljótlegur réttur og stórsniðugur í saumaklúbbinn.
Hann er vinsæll á mínu borði.
Verði ykkur að góðu :o)

Sigrún Sigmars


Freising sælkerans

Áhorf: 461 | Umsagnir (0)
Freising sælkerans

Með osta og paprikublæ
6 franskbrauðsneiðar
1 camambert-ostur
2 ½ dl rjómi
6 skinkusneiðar
1 litil græn paprika og 1 rauð
Stillið bakarofninn á 175-200°c

Skerið skorpuna af brauðinu og raðið þeim í eldfast mót.
Brytjið ostinn og bræðið.
Hellið rjomanum saman við í smáskömmtum.
Brytjið skinku og papriku frekar smátt.
Hellið ostablöndunni yfir brauðið og stráið skinku og paprikubitum yfir.
Bakið í heitum ofni þar til rétturinn er rétt farinn að taka lit eða í ca 15 mín.

Berið fram með rifsberjahlaupi. 

Kaldur réttur m/rækjum

Áhorf: 639 | Umsagnir (0)

Kaldur réttur m/rækjum

Skál af soðnum hrísgrjónum
400 gr rækjur
150 gr mæjones
150 gr sýrður rjómi
1 msk grænt knorr krydd
2 tsk karrý
1 dós gular baunir
1 græn og 1 rauð paprika (saxaðar)

Sósa:
125 gr mæjones
125 gr sýrður rjómi
3 msk hunang
4 msk sætt sinnep
salt & pipar

Borið fram með ristuðu brauði.