Veisluspjót

Áhorf: 539 | Umsagnir (0)

Veisluspjót

Sjávarréttaspjót
Léttsteikið túnfisk, skerið i hæfilega bita og marinerið í soja, ferskum hvítlauk, ólífuolíu og saxaðri steinselju.

Risa hörpuskel er léttsteikt á pönnu skorin í tvo bita ef þurfa þykir, krydduð með grófum pipar, límesafa og rifnum limeberki í ólívuolíu, salti og saxaðri steinselju. 

Tiger-rækja er soðin og marineruð í olífuolíu, söxuðu dilli og smá hvítvíni og salti.

Humar er steiktur í ofni, kryddaður með hvítlaukssmjöri, smá hvítlauk og steinselju.

Kengúrukjöt, dádýr, lamb eða nautakjöt steikt létt í ofni, kælt og skorið í sneiðar, marinerað m/teriyaki-sósu og rúllað upp.

Lambaspjót
Lambalund er velt upp úr teriaky-sósu í klukkutíma, sett upp á spjót og steikt í ofni í níu mínútur á 190°c.

Kjúklingaspjót:
Kjúklingalundir marineraðar í olíu og tandooríkryddi í klukkutíma, þræddar á spjót og steiktar í ofni í níu mínútur við 190°c.
Sósur:
Sýrður rjómi, rifinn limebörkur og sítrónupipar 


Góðir partýréttir

Áhorf: 1352 | Umsagnir (0)

Góðir partýréttir

Skinku og spergilrúllur4-6 sneiðar skinka
100 gr rjómaostur
4-6 sperglar 
Eða magn af öllu eftir fjölda.

Smyrjið rjómaosti á sneiðarnar.
Vefjið sneiðunum utan um sperglana.
Festið með tannstöngli.
Látið standa í kæli í 1-2 tíma áður en rúllurnar eru bornar fram.

Skerið í bita.

Roastbeefrúllur

Roastbeef
Dijon sinnep
Maribo ostur
Sýrðar asíur
Skerið kjötið í þunnar sneiðar.
Smyrjið þær með sinnepi. Leggið ostasneið ofaná.
Kljúfið asíurnar eftir endilöngu, leggið þær ofaná ostinn.
Vefjið kjötinu upp, stingið tannstöngli i og kælið.
Skerið svo í hæfilega stóra bita.Döðlu og ostakonfekt

16-20 ferskar döðlur
200 gr rjómaostur
100 gr sýrður rjómi
Gráðostur
Portvín eða sérrí, ef vill

Hrærið saman rjómaosti og sýrðum rjóma, smakkið til með víni.
Skerið langsum í döðlurnar, sprautið hrærunni í döðlurnar.
Skerið gráðostinn í bita og stingið í hverja döðlu.

Kælið.


Pinnamatur

Áhorf: 369 | Umsagnir (0)

Pinnamatur 

Melóna með parmaskinku, klettasalati og jarðaberi.

Melóna skorin í hæfilega bita.
Parmaskinkunni vafið utan um melónuna og klettasalatið. ½ jarðarber ofan á og stungið með prjóni í gegn.

Súkkulaðihjúpu jarðarber
Bræðið súkkulaði í vatnsbaði, ekki við of mikinn hita.
Þvoið og þerrið jararberin og skerið til helminga eða hafið heil, fer eftir stærð.
Haldið utan um stilkinn eða stingið tannstöngli í berið, dýfið í súkkulaðið og leggið varlega á smjörpappír.

Geymið ekki í kæli og lagið helst samdægurs.

Brouchetta með sveppahatti, hvítlaukssmjöri og gullosti
Kryddið sveppahatt með salti og pipar.
Setjið hvítlaukssmjör í hattinn og vel af því.
Lokið með gullosti og stingið tannstöngli í gegn.
Ath. Er líka í lagi að setja ostinn á eftir á.
Bakið í ofni við 180-200°c í 12-15 mín.

Brouchetta með rifsberjahlaupi, dalayrju og jarðarberi.
Ágætt er að skera baguettið eftir endilöngu og pensla vel með ólífuolíu þegar það kemur úr ofninum.
Smyrja rifsberjahlaupi á heitt brauðið. Lag af klettasalti eða spínati og svo væna sneið af dalayrju (eða annan hvítmygluost).
Gott er að setja ¼-1/2 jararber ofan á, stinga með tannstöngli í gegn og skera svo niður í passlega bita.

Grossini með taponade

Notið matvinnsluvél og maukið 2 bolla af svörtum sólþurrkuðum ólífum (þessum krumpuðu) ásamt 2 hvítlauksgeirum, 3-4 fílleum af ansjósum,
ögn af pipar og í lokin ½ -1 bolla af jómfrúarólífuolíu.
Smyrjið brauðið með maukinu og berið fram.

Má skreyta með ansjósum, sólþurrkuðum tómat eða engu.


Mozzarella-brauðpinnar

Áhorf: 358 | Umsagnir (0)

Mozzarella-brauðpinnar 

Brauðsneiðar 
Olía 
Mozzarella-ostur, skorinn í sneiðar 
Tómatar, skornir í sneiðar 
Ferskt basil, saxað 
Sjávarsalt 
Pipar 
Grillpinnar 

Skerið skorpuna af brauðsneiðunum og skerið hverja sneið í fjóra hluta.
Raðið þeim á bökunarplötu og smyrjið þá með olíu.
Bakið brauðið við 200°c þar til það hefur tekið lit og er orðið stökkt.
Þræðið til skiptis upp á pinna brauð, ostasneið og tómatsneið.
Endurtakið tvisvar sinnum og endið á brauði.
Dreypið olíu yfir og saltið og piprið eftir smekk.
Bakið í 5 mínútur eða þar til osturinn byrjar að bráðna.

Skreytið með tímiani og söxuðum basil. 


Partýkúla með hreindýrabollum, gráðosti og döðlum

Áhorf: 497 | Umsagnir (0)

Partýkúla með hreindýrabollum, gráðosti og döðlum

1 vatnsmelóna
20 hreindýrabollur (eða kjúklinga) fást tilbúnar í verslunum eða búið til sjálf
20 döðlur, steinhreinsaðar
10-12 bitar gráðostur
10-12 bitar af öðrum góðum osti, t.d. maribú
20 græn vínber
20 rauð vínber

Skorðið melónuna vel í grunnri skál.
Skerið ostinn í teninga og annað og stingið svo með tannstönglum og í melónuna allan hringinn,
alltaf gaman líka að reyna að mynda smá munstur ef hægt er.


Akúrkur með hnetufyllingu

Áhorf: 344 | Umsagnir (0)

Akúrkur með hnetufyllingu
Fyrir 4-6

60 gr ristaðar hunganshnetur
20 gr valhnetur
Chili-pipar á hnífsoddi
2 msk ferskt kóríander, saxað
1 msk límónusafi
1 tsk fljótandi hunang
2 agúrkur

Saxið hneturnar gróft niður og setjið í skál.
Bætið við chili pipar og kóríander saman við og blandið vel.
Setjið límónusafa og hunang út í og hrærið í.
Skerið gúrkurnar í u.þ.b. 1 ½  cm þykka bita, gerið holu ofaní og og setjið blönduna ofaní, skreytið með kóríander.


Ritzkex smábollur

Áhorf: 427 | Umsagnir (0)

Ritzkex smábollur 

( svona á pinnamat hlaðborði)


500 gr Nautahakk
1/2 Ritz kex pakki
1 pk púrrulauks súpa
1 egg

Aðferð:
Öllu blandað saman í skál og passið ykkur að mylja ritzkexið vel ...gott að gera það með því að setja það í poka og mylja)
Svo er búið til pínu litlar bollur og steikt á pönnu...
Ef það er verið að undirbúa veislu þá er allt í lagi að gera þetta með einhverjum vikum fyrirvara og setja bara í frysti...

Sósa
1 Heins Chilli sósa
1/2 sólberja sulta
1/2 rifsberjahlap

þetta er rétt hitað saman

Verði ykkur að góðu
Sigrún


Partýlistinn

Áhorf: 1428 | Umsagnir (0)

Partýlistinn

Niðurskorið grænmeti með sýrðum rjóma (með bragði) til að dýfa ofaní. 
Baka frekar þunna brownies og skera í munnbitastærð, dasha svo sigtuðum
 flórsykri aðeins yfir til skreytingar. 

pinnar úr tortillakökum og salsa. 
í matvinnsluvél: Litlar kjötbollur, súrsæta sósu / chilisósu í skál við hliðina. 
Kokkteilpylsur / pylsubitar vafðir með beikoni og bakaðir í ofni. 
Döðlur fylltar með gráðosti. 
Ostapinnar – skerðið  ost í tenginga setur vínber / mandarínu / papriku /
ananas / minitómata ofan á. 

Snittubrauð skorin í sneiðar, setja í ofnskúffu og rista aðeins, taka út og setja
sneið af Gullosti ofan á, svo smá sneið af parmaskinku og aftur í ofninn þar
til osturinn bráðnar. Þetta er hægt að gera í miklu magni. 

Vanillubollur fást frosnar í Bónus, hægt að dýfa þeim í súkkulaði og kæla.

Jarðaber sömuleiðis. 

Kex og ostasalat. 

Ferskir niðurskornir ávextir 

Kjúklingalundir á spjóti og köld sósa með 

Döðlur vafðar með beikoni og tannstöngull í gegn, bakað í ofni. 

Litlar pönnurkökur með reyktum laxi og piparrótarsósu 

Mini-tartalettur með graflaxi og graflaxssósu eða t.d. einhverju heitu gumsi
eins og campells kjúlla útfærsla fyrir tartalettur. 

Litlar tortillavefjur með kjúkling, kóríander og hnetusósu (eða einhverju bara) 

Ávaxta fondue 

Alls konar bruchettur með ýmislegu áleggi - fullt af hugmyndum í
 brauðréttabók Hagkaups. 

1 rauð og 1 græn paprika,
10 cm af púrrulauk eða 3 vorlaukar,
smá biti af ferskum chili (ég bætti því við,en var ekki í upphaflegri uppskrift)

held ég hafi notað ca 3 cm af ávextinum) 
saxað frekar smátt í matvinnsluvél og sett í sigti og látið renna mesta vökvann
af, (óþarfi samt að vinda þetta alveg samt)
 
þessu er blandað saman við stofuheitan rjómaost, heila 400gramma öskju. 

smurt á trotillakökur, (mitt dugði á 2 pakka af minni gerðinni, held það hafi
verið 6 í pakka, semsagt gerir 2 "brauðtertur" úr þessu. 
þrýstir vel saman og geymir í kæli í nokkra tíma (ég geymdi það yfir nott) þá
storknar rjómaosturinn vel og auðvelt er að skera í litla bita. 
svo er þetta skorið niður í munnbitastærð og tannstönglum stungið í hvern pita. 
borið fram með salsasósu í skál við hliðina, fólk dýfir sjálft í hana, og jafnvel
guacamole eða sýrðum, ég var bara með salsa og þetta var mjög vinsælt og
kláraðist upp til agna. 
Portúgalskar saltfiskbollur – hafa þær litlar fyrir pinnamat 

Portúgal
 
350 g saltfiskur, afvatnaður
400 g kartöflur, mjölmiklar (bökunarkartöflur)
 1 laukur, saxaður smátt 
2-3 msk steinselja, söxuð 
3 egg 
olía til steikingar 

Saltfiskurinn soðinn, roð- og beinhreinsaður, losaður sundur í flögur og síðan
stappaður með gaffli. Kartöflurnar soðnar, afhýddar og stappaðar. Fiskinum 
blandað saman við ásamt lauk og steinselju og síðan er eggjunum hrært
saman við, einu í senn. Farsið á að vera frekar þykkt en ef það er of þurrt
má bleyta í því með svolítilli mjólk. Látið kólna alveg. Olía hituð (annaðhvort
um 5 cm djúp, ef djúpsteikja á bollurnar, eða aðeins nokkrar matskeiðar, ef á
að pönnusteikja þær). Bollur mótaðar úr farsinu með tveimur matskeiðum og
steiktar þar til þær eru gullinbrúnar; snúið nokkrum sinnum, hvort sem þær 
eru djúp- eða grunnsteiktar. Teknar upp og látið renna af þeim á
eldhúspappír. 

Bornar fram heitar eða kaldar, t.d. með kryddjurtabættri tómatsósu og salati
 og/eða soðnum hrísgrjónum. Og gjarna ólífum. 

Saltfiskbollur með rósmarín-majónesi 


Hráefni 
400 g saltfiskur, útvatnaður 
300 g kartöflur 
1 stk. stór laukur 
1 stk. hvítlauksgeiri 
1 tsk. rósmarín 
10 stk. svartar ólífur 
1 tsk. maukað chili 
1 tsk. olía 
200 g japanskt brauðrasp (panko)
2 stk. vorlaukar 
pipar 

Aðferð 
Setjið vatn í pott. Skerið kartöflurnar í bita og sjóðið. Bætið saltfiskinum í
bitum út í eftir um 10 mín. Afhýðið hvítlauk og lauk og maukið mjög vel í
matvinnsluvél ásamt rósmaríni, ólífum, chili og 1 tsk. af olíu. Sjóðið
kartöflurnar og saltfiskinn saman í 10 mín. Færið upp úr pottinum og blandið
saman við maukið. Kælið og bætið panko raspi saman við og mótið litlar
bollur. Djúpsteikið bollurnar í olíu og berið fram með rósmarín-majónesi
sem gott er að dýfa bollunum í. 

Meðlæti 
Rósmarín-majónes 

Hráefni 
1 kvistur rósmarín
 1/2 stk. sítróna, safinn
 5 msk. Majónes 

Saxið rósmarínkvistinn.
Kreistið safann úr sítrónunni út í majónesið og hrærið
rósmaríni saman við. 


Tortillasnittur 
3 öskjur af 125gr hreinum rjómaosti
 rauð paprika
 skinka
 blaðlaukur 

saxar paprikuna, skinkuna og laukinn niður í litla bita (magnið hver bara eftir
smekk hvers og eins) og hrærir saman við rjómostinn.
Þetta smurt í þunnu lagi á tortillapönnukökur, þeim rúllað upp og skerð í bita.
Þetta dugir á ca 12 stórar tortillakökur. 

Sterkar rúllur 

250 gr rjómaostur 
75 gr góð skinka, söxuð 
2 msk niðursoðin jalapeno pipar saxaður eða bara chilli pipar (má sleppa,

 þá “endast” snitturnar lengur) 
2 saxaðir rauðlaukar (einnig hægt að nota vorlauk)

1/2 rauð paprika söxuð smátt 
6-8 hveititortillur 


allt nema tortillurnar (auðvitað) sett í matvinnsluvél og mixað saman.
Þunnu lagi smurt á tortillakökurnar, skorið í bita. Tortillu - pinnar 

250 gr rjómaostur mjúkur 
75 gr.´góð skinka 
2 msk. niðursoðinn jalapenjosmátt saxaður 
2 vorlaukar (ég notaði púrru)smátt saxaður 
1/2 rauð paprika söxuð smátt 
6 tortillakökur 

Hrærið þetta bara allt saman, setjið svo inn í tortilla kökurnar (ekkert of mikið
en samt soldið), rúllað upp og skorið í litla bita. Tannstöngul ofan í hverja og eina. 

Vatnshnetur með beikoni 

2½ dl tómatsósa
 1¼ dl sykur 
Vatnshnetur í dós (Water Chestnut´s) 
Beikon 

Skerið beikonið í passlega strimla, vefjið því utan um hneturnar og stingið
tannstöngli í til að beikonið tolli. Raðið hnetunum í elfast mót. Blandið
saman tómatsósunni og sykrinum, hellið yfir hneturnar og bakið í miðjum
ofni við 200°C í 20-30 mín 

Nacho – með lauk og sveppum 

1 dós rjómaostur
1 krukka Salsa sósa (hot)
1 rauðlaukur
1/2 -1 paprika
ferskir sveppir 
c.a 2 tómatar
 púrrulaukur
 iceberg salat (frekar lítið) 

Byrjar á því að skera rauðlaukinn mjög smátt og setja hann í botn á eldföstu
mót, svo hrærir þú saman rjómaostinn og salsasósuna í hrærivél (hrærir
þangað til þetta er svolítið stíft og þykkt) 
setur það svo ofan á rauðlaukinn, svo skerðu bara allt grænmetir mjög smátt
niður og dreifir því ofan á jukkið. Þetta er borðað kalt með Nachos flögum
(sósa á flögurnar). 

Laxa-kavíarpaté á ristuðu brauði 

300 g reyktur lax
125 g brætt smjör
2 lítil box sýrður rjómi
2-3 blöð matarlím
hvítur pipar 
100 g rauður kavíar 

Setjið laxinn í mixara ásamt brædda smjörinu og sýrða rjómanum.
Bleytið matarlímið í vatni og leysið upp í sjóðandi vatni (2 msk).
Blandið saman við laxafarsið kryddið með pipar.
Blandið kavíar saman við.
Setjið í ísskápinn (má setja síðan í frysti).
Sprautið maukinu á ristað brauð sem skorið hefur
verið í hæfilega litla þríhyrninga. 

Innbakaðar ólífur 

1 krukka svartar ólífur
150 g hveiti
100 g smjör 
125 g Maribóostur
cayennepipar á hnífsoddi
1 sundurslegið egg 

Myljið smjörið saman við hveitið og hnoðið rifnum ostinum og piparnum 
saman við. Fletjið degið út og stingið u.þ.b. 4 sm kringlóttar kökur út. Pakkið
ólífunum inn, penslið með egginu og bakið við 200°C í u.þ.b. 20 mín. 

Kalkúnasnitta 

Ítalskt brauð (snittubrauð)
 Sólþurrkaðir tómatar, mauk
 Salat 
Kalkúnaálegg
 Brieostur
 Laukur 

Skerið tómatana, fjarlægið kjarnann og saxið smátt niður. Saxið niður
basilíkuna og blandið henni saman við tómatana, dreifið örlitlu af ólífuolíu á
brauðsneiðarnar og setjið smá mozzarellaost yfir. Grillið í ofni þar til osturinn
er byrjaður að bráðna. 

Smjördeigssnúðar með sesamfræjum 

2 plötur frosið smjördeig 
6 skinkusneiðar 
1 ½ bolli rifinn ostur 
dijon sinnep 
sesamfræ
egg 

Saxið skinkuna fremur smátt. Fletjið út smjördeigið, smyrjið dijon sinnepi á
degið og dreifið skinkunni og ostinum yfir. Rúllið deginu upp og skerið í litla
snúða. Pískið eggið og penslið snúðana. Stráið dálítið vel af sesamfræjum
yfir og bakið við 200°C í u.þ.b. 15 mín. 
Egg sem pinnamatur! 
Harðsjóðið egg, takið skrunina af og skerið í tvennt eftir endilöngu. - Miðið
við eitt egg á mann eða tvo helminga. 

Fyllingar! 
Takið eggjarauðuna úr og setjið í matvinnsluvél eða blandara og blandið með
eftirfarandi efnum og sprautið maukinu svo aftur í hvítuna þar sem rauðan
var áður. 

Miðað er við að búið sé til úr 4 eggjum í einu, sem sagt 4 rauður, 8 helmingar. 

1. Setjið saman við rauðurnar: 1 tsk. sætt sinnep, 2 msk. sweet relice og
örlítið af mayones. 
2. Setjið saman við rauðurnar: 1 tsk. saxaðan lauk, 4 msk. kurlaðan túnfisk
og örlítið af mayones. 
3. Setjið sama við rauðurnar : 1 tsk. Paprikuduft.1 msk. saxaðan rauðlauk og
örlítið af mayonese. 
4. Setjið saman við rauðurnar: ½ tsk. Karry, 3 saxaða síldarbita og örlÍtið af
mayonesi. 
5. Setjið saman við rauðurnar: örlítið af aromakryddi, 4 msk. saxaðar rækjur
og örlítið af mayonesi. 
6. Setjið saman við rauðurnar: saxaðan grænan aspas og örlítið af mayones.
7. Setjið saman við rauðurnar: saxaða sveppi og örlítið af mayonesi.
8. Setjið saman við rauðurnar: saxaða skinku og örlítið af mayonesi.
9. Setjið saman við rauðurnar: 2 msk. kavíar úr túbu og örlítið mayones.
10. Setjið saman við rauðuna: 2 msk. af söxuðu pepperoni eða spægipylsu, 1
tsk. af rauðlauk og örlítið af mayonesi. 

Munið að þetta magn er gefið upp fyrir fjóra , 4 egg , 8 helmingar, tveir á
mann og er hver fylling í 4 egg. Fylltir gúrkubitar með hvítlaukskotasælu 
1 gúrka 
1 dós kotasæla (lítil) 
1 hvítlauksrif, pressað 
1 msk ristuð sesamfræ 

Kljúfið gúrkuna eftir endilöngu & greypið kjarnann innan úr með skeið. 
Blandið saman kotasælunni & hvítlauknum.
 
Fyllið gúrkuhelmingana með blöndunni. 
Skerið í bita & stráið ristuðum sesamfræjum yfir. 

Gúrkustafir með Hoisinsósu 

Gúrka skorin í stafi 
Hoisin-sósa: 
½ Hoisin-mauk (tilbúin kínversk kryddsósa) 
¼ dl sesamolía 
½ dl sykur 
½ dl japönsk sojasósa (t.d. Tamari)
 2 msk sesamfræ 

Blandið sósuna & berið fram í skál & raðið gúrkunum á disk í kringum
skálina. Minnir dáldið á sushi (án þess að vera það)