BERNAISE-SÓSA

Áhorf: 1991 | Umsagnir (0)

BERNAISE-SÓSA 

2 eggjarauður
200 g smjör
bernaise-bragðefni (e. essence) fáfnisgras (e. estragon)
salt og pipar
örlítill sítrónusafi

Þeytið eggjarauður og bernaise-bragðefni yfir vatnsbaði þar til blanda verður létt og ljós.
Bræðið smjör og hellið rólega yfir. Hrærið stöðugt í.
Bætið fáfnisgrasi við.
Salt og pipar eftir smekk.
Bætið við sítrónu safa


Gráðostasósa brún með svínakjöti eða öðru

Áhorf: 1231 | Umsagnir (0)

Gráðostasósa brún með svínakjöti eða öðru2 dl kaffirjómi eða matreiðslurjómi
3-4 tsk gráðaostur
2-3 msk rifsberjahlaup
Sósujafnari
Sósulitur ef vill

Bætið magn eftir fjölda.


Bláberjasósa

Áhorf: 773 | Umsagnir (0)

Bláberjasósa

½ lítri soð (vatn - teningur)
2 dl. Rjómi
1 dl. Bláberjasulta
100 gr. Bláber
Smjörbolla (3o gr.smjörklíki og 30 gr. Hveiti)

Bakið upp soðið með smjörbollu, bætið í rjóma og sultu.
Smakkið . Bætið bláberjum út í rétt áður, en sósan er borin fram.


Skjótið smá gráðost í þetta og þá ertu komin með sósu fyrir flest alla villibráð.


Rjómalöguð sveppasósa

Áhorf: 711 | Umsagnir (0)

Rjómalöguð sveppasósa

Fyrir 3-4

Tekur 30 mínútur
Góð sósa sem að passar með öllu kjöti. Það tekur stuttan tíma að gera hana og innihaldið í ódýrari kanntinum.

Hráefni
• 200-250g íslenskt smjör.
• Heil askja af ferskum sveppum, skornir í smáa bita.
• 1 grænmetisteningur (heill).
• 1 piparostur skorinn í smáa bita.
• Heil ferna af matreiðslurjóma.
Matreiðsla
1. Bræðið smjörið í potti við mjög lágan hita.
2. Þegar smjörið er bráðið, setjið þá sveppina út í og látið malla aðeins þar til sveppirnir eru orðnir svolítið mjúkir.
Setjið þá grænmetisteninginn út í og látið hann leysast upp. Hrærið vel.

3. Núna er piparostinum bætt saman við og hann látinn bráðna í þessu öllu saman.
4. Hræra verður í þessu allan tímann á meðan osturinn er að bráðna svo þetta brenni ekki við.
5. Að lokum er rjómanum hellt út í smátt og smátt á meðan hrært er í.
• Ath. Sjóða þetta við mjög lágan hita og hræra mest allan tímann í ...
Ef að sósan er mjög þunn þá er hægt að setja smá sósujafnara út í eftir því hversu þykka/þunna þú vilt hafa hana.. 


Sólberjasósa

Áhorf: 354 | Umsagnir (0)

Sólberjasósa

Matarskammtur 4 - 6

Tími 30 mínútur

Hráefni
 1/2 fl. rauðvín. 
 75gr. sykur. 
 1/4 fl. Créme de Cassis. 
 50 gr. Cassicpurée.
Matreiðsla
1. Sjóðið rauðvínið og sykurinn niður í sýróp.
2. Bætið Créme de Cassis út í og sjóðið niður.
3. Loks er purée bætt út í og soðið niður.

Uppskift frá Perluni


Appelsínusósa

Áhorf: 2573 | Umsagnir (0)

Appelsínusósa

Frábær með kjúkling, léttreyktum sem reyktum kalkún eða venjulegum.

Smá klípa af smjöri eða smjörlíki til að bræða teninginn
1 hænsnateningur
1 matreiðslurjómi
1 peli af Floridana appelsínusafa
2-3 msk af appelsínuþykkni, má bæta við eftir smekk
Smá kjötkraftur til að styrkja ef þarf
Maizzenamjöl til að þykkja aðeins

Smjör/smjörlíki brætt með teninginum og hrært í á meðan,
rjómanum helt út í smátt og smátt og svo appelsínusafanum bætt við og appelsínuþykkninu,
smakkað til og bætt meira út í að þykkni ef þurfa þykir til að fá meira appelsínubragð og svo er gott að styrkja með smá kjötkrafti ef vill,
má sleppa.
Ef margir eru í mat, má bæta út í mjólk til að gera sósuna meiri og setja þá aðeins meiri kraft á móti.
Þykkja svo í resina með maizzenamjöli.

Njótið


Villisveppasósa

Áhorf: 1227 | Umsagnir (0)

Villisveppasósa

250 gr ferskir blandaðir villisveppir
Eða 30 gr þurrkaðir villisveppir
170 gr Flúðasveppir, skornir í báta
3 msk olía
2 dl portvín
1 dl brandí eða koníak
1 msk nautakraftur
Salt og nýmalaður pipar
3-4 dl rjómi
Sósujafnari

Leggið þurrkaða sveppi, ef þið notið þá í bleyti í volgt vatn í 20 mínútur og sigtið vatnið síðan frá.
Látið sveppina krauma saman í olíu í potti í 1 mínútu.
Bætið þá portvíni, brandí og nautakrafti við og kryddið með salti og pipar.
Sjóðið niður um
3/4 . hellið rjóma út í og þykkið með sósujafnara.


Ferskjusósa

Áhorf: 372 | Umsagnir (0)

Ferskjusósa

1 Dós ferskjur
Sykursíróp
kartöflumjöl

Ferskjurnar eru maukaðar og setttar í pott ásamt sírópi og soðnar smá stund.
Sósan jöfnuð með kartöflumjöli gjarnan bragðbætt með líkjör.

 


Aprikósusósa

Áhorf: 356 | Umsagnir (0)

Aprikósusósa

Apríkósumauk eða apríkósusulta
Má nota apríkósur úr dós
Sykursíróp
kartöflumjöl

Apríkósumauk eða apríkósusulta þynnt út með Sykursýrópi og soðið saman og fleytt.
Jafnað með kartöflumjöli.
Ef notaðar eru apríkósur úr dós eru þær maukaða áður en þær eru hitaðar.
Sósuna má bragðbæta með líkjör.