Grillsæla

Áhorf: 378 | Umsagnir (0)

Grillsæla

1 lítil dós kotasæla
1/2 rauðlaukur
1 msk græntpestó
pipar

Aðferð:
Skerið laukinn í strimla og blandið öllu saman.

Uppskrift úr Nóatúnsblaði


Grísk tzatsiki ídýfa 1 gúrka Salt 100 gr heint skyr, hrært ½ dós hreint jógúrt 2-4 hvítlauksgeirar, eftir smekk 2 msk ólífuolía

Áhorf: 345 | Umsagnir (0)

Grísk tzatsiki ídýfa

1 gúrka
Salt
100 gr heint skyr, hrært
½ dós hreint jógúrt
2-4 hvítlauksgeirar, eftir smekk
2 msk ólífuolía
Nýmalaður pipar
e.t.v. nokkar ólífur til skreytingar

gúrkan rifin gróft á rifjárni og síðan sett í sigti, svolitlu salti stráð yfir og fargi lagt ofan á
(t.d. diskur sem passar í sigtið og síðan niðursuðudós eða eitthvað annað þar ofan á).
Sett yfir skál og látið standa í a.m.k. hálftíma.
Gott er að þrýsta farginu niður öðru hverju til að pressa sem allra mest af safanum úr.
Skyr og jógúrt hrært saman í skál, hvítlaukurinn pressaður yfir og síðan er ólifuolíu, pipar og rifnu gúrkunni hrært saman við.
Smakkað og e.t.v. bragðbætt með meiri pipar og salti. Kælt dálitla stund og síðan borið fram í skál, e.t.v. skreytt með ólífum.
Tzatziki má hafa sem ídýfu með góðu brauði eða sem sósu með ýmsum t.d. grilluðum fisk eða lambakjöti.

 


Berjasósa

Áhorf: 513 | Umsagnir (0)

Berjasósa

200 g ber, t.d. hrútaber eða bláber
75 ml hvítvín eða eplasider (eða bara vatn og svolítið sítrónusafi)
2 msk.sykur eða eftir smekk
1 msk. Ljóst síróp

Settu allt saman í pott og hitaðu það. Hrærðu öðru hverju þar til berin eru orðin mjúk.
Settu sósuna í matvinnsluvél eða blandara og maukaðu hana. Láttu hana svo kólna.

Fréttablaðið


Tartarasósa

Áhorf: 439 | Umsagnir (0)

Tartarasósa

½ bolli majones
1 litill laukur (saxaður)
1 msk. Caper
2-3 sætsúrar gúrkur (saxaðar)
1 tómatur (saxaður)
1 msk. Steinselja (söxuð smátt)
Safi úr sítrónu

Öllu blandað saman og kælt.


Köld góð sósa með grillinu frá Helgu

Áhorf: 379 | Umsagnir (0)

Köld góð sósa með grillinu frá Helgu

1 dós sýrður rjómi
½ dós majones eða aðeins meira
2 matskeiðar mango ghutney
1 msk karrí
1 tsk pipar
1 laukur
1 púrrulaukur
5 plómutómatar


Köld skyrsósa með mangó

Áhorf: 413 | Umsagnir (0)

Köld skyrsósa með mangó

500 gr óhrært skyr
1 hvítlauksgeiri fínt rifinn eða pressaður
½ mangó skorið í litla bita
¼ -1/2 chili kjarnhreinsað og fínt saxað
2 tsk hlynsýróp
4 lauf mynta, fint söxuð
Salt og pipar
Smá límónusafi
Öllu hrært saman í skál og látið standa í ísskáp í klukkutíma
Salat
Ruccola
Appelsínulauf
Wasabi-baunir
Brauðteningar
Shisó-mix salat til skrauts


Frábær sósa með grilluðu kjöti

Áhorf: 409 | Umsagnir (0)

Frábær sósa með grilluðu kjöti (þó ekki hvítu)

Uppskrift frá henni Margréti Blöndal 

Sýrður rjómi frá Mjólku (18% er bestur). 
Hvítlauksrif 2-3 á hverja dós. Hreinsa miðjuna úr. Raspa eða kremja. 
Svartur pipar og gott salt. Svo leynivopnið ; maple sýróp eftir smekk.

Sósan verður sterkari eftir því sem hún er látin standa lengur. 

Börnin mín borða þetta með skeið 


Ananassalsa

Áhorf: 344 | Umsagnir (0)
Ananassalsa

Salsasósa er góð með grillmat. Hér kemur uppskrift að salsasósu sem passar vel með nachos eða sterkkryduðum eða grilluðum mat.

1 dós ananas í bitum

1 epli
2 vorlaukar
1 rauður chili-pipar
Safi úr hálfri sítrónu
2 msk olía
¼ tsk pipar
½ tsk salt

Skerið eplið í bita, laukurninn er saxaður smátt og síðan er öllu blandað vel saman.
Látið brjóta sig í ísskáp í að minnsta kosti eina klukkustund áður en lagt er á borð.


Coka cola sósa

Áhorf: 349 | Umsagnir (0)

Coka cola sósa 

Hentar með ljósu kjöti 
2 dl coka cola 
2 dl tómatsósa 
½ hvítvínsedik 
½ laukur, smátt saxaður 
1 ½ tsk svartur pipar 
2 msk púðursykur 
2 tsk salt 
2 tsk chili duft 

Setjið allt í pott og sjóðið við vægan hita í 1-1 ½ klst.
Sósan geymist í allt að 3 vikur í kæli. 


Mangósósa

Áhorf: 577 | Umsagnir (0)
Mangósósa

Hentar með öllu kjöti og fiski
6 tómatar, skornir til helminga
½ rauðlaukur, skorinn í bita
1 chili-aldin, skorið til helminga og fræhreinsað
2 dl mangó, skorið i litla bita
½ dl steinselja, smátt söxuð
½ dl kóríander, smátt söxuð
½ dl basilíka, smátt söxuð
3 msk olía
2 hvítlauksgeirar, pressaðir
3 msk. Sítrónusafi
Salt
Pipar

Veltið tómötum, rauðlauk og shili upp úr olíu og grillið á heitu grilli þar til allt fer að bráunast litið eitt.
Setjið síðan allt í matvinnsluvél og maukið vel. 
Sósan geymist í 1 vku í kæli.