Sítrónumarmelaði

Áhorf: 605 | Umsagnir (0)

Sítrónumarmelaði

2 Sítróna
2 dl Vatn
250 g Sykur

Skerið sítrónurnar smátt og hýðið af 1.
Setjið í pott með vatninu sjóðið við vægan hita í lokuðum potti í 30 – 40 mín,
maukið í matvinsluvél, látið bullsjóða með sykrinum í 1 mín.
Hellið í hreinar glerkrukkur.
Gott í alskonar kökur og á ostabakkan.


BLÁBERJASULTA með melatíni...

Áhorf: 346 | Umsagnir (0)

BLÁBERJASULTA með melatíni...

Hér er önnur uppskrift með melatíni

2 kg bláber
800 g sykur
1 msk. blátt melatín - blandað í 1 msk sykur

Bláber skoluð og látið renna vel af þeim.
Þau eru sett í pott ásamt sykri og soðið við vægan hita í20 – 30 mínútur.
Gott er að merja bláberin létt með kartöflustappara meðan á suðu stendur.
Ílokin er melatín/sykurblandan sett í pottinn og soðið áfram í eina mínútu,
hræra í á meðan.
Þá er allt tilbúið til að setja í krukkur.

KRUKKUR:
Mikilvægt er að þvo krukkur og lok.


Gulróta- og sítrónumarmelaði

Áhorf: 1134 | Umsagnir (0)

Gulróta- og sítrónumarmelaði

700 g gulrætur,
rifnar4 sítrónur (safi og rifinn börkur)
400 g sykur
3 dl vatn
2 tsk blátt melatín - blandað í
1 msk sykur

Gulrætur, sítrónubörkur, safi úr sítrónum, sykur og vatn sett í pott og hitað við vægan hita í 1 klst.
Þá er melatín/sykurblandan sett í pottinn og hrært í á meðan soðið er áfram í eina mínútu.
Þá er allt tilbúið til að setja í krukkur.

(Gæti verið gott  að nota gulrótar/appelsínu/ sítrónusafa frá Chiquita í staðinn fyrir vatnið, hef ekki prófað það.)


Epla Ananas og Sítrónusulta

Áhorf: 353 | Umsagnir (0)

Epla Ananas og Sítrónusulta

1½ kg Epli
1 Ananas
5 Sítrónur
2 kg Sykur

Afhýðið eplin,  takið úr þeim kjarnann og sneiðið þau.  
Skerið ananasinn í bita. 
Rífið börkinn á sítrónunum og geymið safann.
Setjið ávextina í pott ásamt sítrónuberki og safa.
Látið sjóða varlega í 15 mínútur eða þar til ávextirnir eru mjúkir.

Bætið sykri í, hrærið þar til hann er uppleystur.
Látið sjóða í 15 mínútur.
Setjið í krukkur og lokið.

Geymist í 3-4 mánuði.


Appelsínu & sítrónumarmelaði

Áhorf: 385 | Umsagnir (0)

Appelsínu & sítrónumarmelaði

3 Appelsínur
1 Sítróna 
3 ½ d. Vatn
350 g Sykur

Þvoið og skerið appelsínurnar og sítrónuna, fjarlægið kjarna.
Setjið í pott með vatninu sjóðið við vægan hita í lokuðum potti í 30 – 40 mín,
maukið í matvinnsluvél, látið bullsjóða með sykrinum í 1 mín fleytið og hellið í hreinar glerkrukkur


Chilisulta

Áhorf: 902 | Umsagnir (0)

Chilisulta

Hráefni: 
½ kg paprika,
rauðar og gular
5 ferskir chili pipar
2 gulrauð epli
½ kg sykur eða hrásykur
2 tsk sultuhleypir

Aðferð:

  1. Hreinsið og saxið allt hráefnið og setjið í pott.
  2. Soðið í mauk. það tekur u.þ.b. 30-40 mín, hrærið í annað slagið.
  3. Sigtið í gegnum venjulegt vírsigti.
  4. Hellið aftur í pottinn og látið suðuna koma aftur upp.
  5. Hrærið sultuhleypinum út í.
  6. Hellið í sótthreinsaðar krukkur og kælið.

Aðalbláberjasulta

Áhorf: 974 | Umsagnir (0)

Aðalbláberjasulta

1 kg Aðalbláber
400 g Sykur

Berin eru sett í pott ásamt sykrinum,
hituð og látin malla við vægan hita í 20 mínútur.
Maukið sett í heitar krukkur og lokað.


Bláberjasulta með Döðlum

Áhorf: 2115 | Umsagnir (0)

Bláberjasulta með Döðlum


1 kg Bláber 
700 g Döðlur
2 dl Vatn

Saxið döðlur í matvinnsluvél og hellið sjóðandi vatni yfir, látið standa í 30 mínútur.
Hrærið berjunum saman við.

Setjið í krukkur og lokið strax.


Döðlu og jarðaberjasulta

Áhorf: 760 | Umsagnir (0)

Döðlu og jarðaberjasulta (Ein lauflétt og sykurlaus)

150 gr. frosin jarðaber
100 gr. döðlur

Sjóðið saman í potti þar til þetta er orðið vel maukað saman,
gott er að nota töfrasprotann ef til er, eða matvinnsluvél.

Setjið í heita krukku og kælið svo :)

Ekkert mál er að gera stærri skammt af sultunni með því að stækka bara uppskriftina :)


Bláberjasulta

Áhorf: 1552 | Umsagnir (0)

Bláberjasulta

Kíló af berjum á móti 500 - 750 gr af sykri. 
 
Sjóða niður
 
Setja sultuna í heitar krukkur
 
Sultupartý. 

Gott er að hafa með stilka og óþroskuð ber til að sultan hlaupi.

stundum þarf hleypi ef berin eru mjög þroskuð. 
Aðalbláberin eru sætari og þá þarf minni sykur.
Fyrst eru berin látin malla í 5 mínútur og svo er sykurinn settur út í og látið malla áfram í 10 mínútur. 

Til að búa til drottningasultu er hindberjum blandað við.

Leita á vefnum