Plómutómatar í kryddolíu

Áhorf: 413 | Umsagnir (0)

Plómutómatar í kryddolíu

6-8 plómutómatar, þroskaðir
10-12 mintulauf eða basilíkublöð
nokkur piparkorn
salt
300 ml ólífulolía
4-5 hvítlauksgeirar

Tómatarnir skornir í fjórðunga eftir endilöngu. Nokkrir tómatbátar settir í krukku, 2-3 mintulauf, 2-3 piparkorn og svolítið salt, síðan meiri tómatar og þannig koll af kolli þar til tómatarnir eru uppurnir. Þrýst létt ofan á til að þjappa tómötunum ögn. Olía og hvítlaukur sett i pott, hitað og látið krauma i nokkrar mínútur en þess gætt að hvítlaukurinn brenni ekki. Sjóðheitri olíunni og hvítlauknum er svo hellt yfir tómatana. Látið kólna alveg og síðan geymt í kæli í a.m.k. sólahring. Þá má nota tómatana sem meðlæti með ýmsum mat, út á pasta, í salöt og margt annað. Þeir geymast i nokkra daga og svo má nota olíuna, t.d. í salatsósur og til að bragðbæta ýmsa rétti.

Uppskrift úr Fréttablaðinu.


Mais mangó chutney:

Áhorf: 340 | Umsagnir (0)

Mais mangó chutney:

1 krukka maiskorn
100 g smjör
1/2 stk óþroskað mangó
4 msk mangó chutney
1 stk sambla chili
50 ml eplaedik

Aðferð:
Setjið maiskornin í álform ásamt smjörinu. 
Skrælið og skerið mangóið í kubba og 
setjið í annað álform ásamt mangó chutneyinu og sambalinu. 
Setjið álformin á grillið og leyfið að malla í 10 mín. 
Bætið eplaedikinu út í. 
Blandið svo mangóinu og maisinum saman í skál.


Sultuð epli, rúsínur og skalottlaukur:

Áhorf: 372 | Umsagnir (0)

Sultuð epli, rúsínur og skalottlaukur

350 gr. epli
250 skalottlaukar
50 gr. rúsínur
1/4 tsk. heill negull
1/2 tsk. múskathneta-rifinn
1/2 tsk. kanil
250 ml. eplacider
75 ml. gott eplaedik
25 g.(gr.) muscovado sykur

Epli skorin í litla báta og laukar afhýddir og skornir í helminga ef stórir.
Allt sett í pott og látið malla í opnum potti við vægan hita í u.þ.b. 1 klst.
þar til vökvinn er að mestu gufaður upp og eplin orðin mjúk.
Borið fram með grófu dönsku rúgbrauði.


Krækiberja chutney

Áhorf: 946 | Umsagnir (0)
Krækiberja chutney

600 gr krækiber 
1 rauðlaukur, saxaður 
2 ½ cm bútur af engiferrót, rifin 
1 hvítlauksgeiri, saxaður 
1-2 epli, afhýdd og söxuð 
1 dl vínedik 
2 ½ dl púðursykur 
1 tsk sinnepsfræ 
½ tsk salt 
1 dl rúsínur 

Setjið allt í pott og látið malla við vægan hita í 20-25 mín. Hrærið í af og til.
Hellið í hreinar krukkur. 


Bláberja chutney

Áhorf: 988 | Umsagnir (0)

Bláberja chutney

400-500 gr bláber 
½ rauðlaukur, fínt saxaður 
2 ½ cm bútur af engiferrót 
¾ dl vínedik 
70 gr púðursykur 
¼ tsk salt 

½ tsk kanill 
½ tsk fenníkufræ, steytt 

Setjið bláber, lauk, engifer, edik, púðursykur og salt í pott og sjóðið við meðalhita þar til blandan fer að þykkna.
Bætið kanil og fenníkufræjum út í og sjóðið aðeins saman.
Hellið í hreinar krukkur.
Geymist í 3-4 mánuði á svölum stað. 


Rabarbara ghutney

Áhorf: 1023 | Umsagnir (0)
Rabarbara ghutney

3 - 4 krukkur 
2 rauðlaukar, saxaðir 
2 msk engiferrót, rifin 
3 dl rauðvínsedik 
2 epli, afhýdd, kjarnhreinsuð og söxuð 
300 gr döðlur 
1 msk gul sinnepsfræ 
1 tsk kanill 
½ tsk negull 
1 tsk salt 
¼ tsk allrahanda 
300-350 gr púðursykur 
800 gr rabarbari, sneiddur í 2 cm bita 

Setjið rauðlauk, engifer og rauðvínsedik í pott og látið sjóða í 8-10 mín.
Bætið öllu nema rabarbara út í og látið sjóða í 10 mín.
Hafið lok á pottinum og fylgist vel með svo maukið brenni ekki.
Bætið rabarbara út í og sjóðið áfram í 20 mín. Setjið maukið í hreinar krukkur. 

Geymist á köldum stað í nokkra mánuði. 

Sultaður rauðlaukur

Áhorf: 600 | Umsagnir (0)

Sultaður rauðlaukur

1 ½ kg rauðlaukur, gróft saxaður
3-4 msk. olía, til steikingar ( isio )
slatti balsamedik ( ca 2 - 3 dl )
slatti rauðvínsedik ( ca 1 - 2 dl )
Hrásykur eftir smekk ( setti ca 10 msk )
3 cm röspuð engiferrót
2 tsk. Rautt Chilli úr krukku
Salt og pipar ( notaði reyksalt og seasoned pipar )

Steikið lauk í olíu í potti þar til hann verður glær, ekki brúna, gott er að setja saltið saman við olíuna til að draga safann úr lauknum.

Hellið balsamediki og rauðvínediki yfir laukinn. Setjið hrásykur út í og hrærið vel í.
Bætið engifer og chilli saman við, lækkið hitann og leyfið lauknum að malla í ca 60 mín.
Hrærið reglulega í pottinum og smakkið til eftir smekk.
Til að byrja með er svolítill vökvi á lauknum sem gufar síðan upp og eftir situr dökkur og karamellaður laukur.

Laukurinn geymist vel í lokuðu íláti í kæli.

Algert æði með lambakjöti og fuglakjöti ( kalkún ) ;))

Uppskrift frá henni Jónheiði Haralds


Sultaður rauðlaukur

Áhorf: 2661 | Umsagnir (0)

Sultaður rauðlaukur

1 ½ kg rauðlaukur, gróft saxaður
3-4 msk. olía, til steikingar ( isio )
slatti balsamedik ( ca 2 - 3 dl )
slatti rauðvínsedik ( ca 1 - 2 dl )
Hrásykur eftir smekk ( setti ca 10 msk )
3 cm röspuð engiferrót
2 tsk. Rautt Chilli úr krukku
Salt og pipar ( notaði reyksalt og seasoned pipar )

Steikið lauk í olíu í potti þar til hann verður glær, ekki brúna, gott er að setja saltið saman við olíuna til að draga safann úr lauknum.

Hellið balsamediki og rauðvínediki yfir laukinn.
Setjið hrásykur út í og hrærið vel í.
Bætið engifer og chilli saman við, lækkið hitann og leyfið lauknum að malla í ca 60 mín.
Hrærið reglulega í pottinum og smakkið til eftir smekk.
Til að byrja með er svolítill vökvi á lauknum sem gufar síðan upp og eftir situr dökkur og karamellaður laukur.

Laukurinn geymist vel í lokuðu íláti í kæli.

Algert æði með lambakjöti og fuglakjöti ( kalkún ) 

Uppskrift frá henni Jónheiði Haralds


Súrsað grænmeti

Áhorf: 508 | Umsagnir (0)

Súrsað grænmeti
 
Ragnheiður Stefánsdóttir sendi

1 gúrka, skorin í ½ sm þykkar sneiðar, 
2 rauðar og 2 gular paprikur, fræhreinsaðar og skornar í sneiðar, 
1-2 gulrætur, skornar í sneiðar, 
500 g laukur, skorinn í þunnar sneiðar, 
100 g gróft salt, 
5 dl eplaedik, 
1 dl vatn, 
1½ msk dillfræ, 
1 tsk sellerífræ, 
1 tsk gul mustarðskorn, 
½ tsk svört piparkorn, 
1 dl jómfrúarolía 

Allt grænmetið sett í skál ásamt saltinu og svo miklu vatni að rétt fljóti yfir, hrært þar til saltið er uppleyst.
Farg lagt ofan á og látið standa yfir nótt á svölum stað.
Grænmetið skolað vel í rennandi vatni en síðan er sem mest af vökva pressað úr því og það þerrað með viskastykki eða eldhúspappír.
Sett í heitar, dauðhreinsaðar krukkur.
Edik, vatn og krydd sett í pott, hitað að suðu og látið sjóða í um 5 mínútur.
Kælt ögn og olíunni hrært saman við.
Hellt í krukkurnar og hrært örlítið með sleifarskafti til að eyða loftrýmum og dreifa kryddinu sem best.
Ef lögurinn þekur ekki grænmetið þarf að sjóða ögn meira og hella yfir.

Krukkunum lokað vel og þær geymdar í a.m.k. hálfan mánuð, en grænmetið ætti að vera óhætt að geyma í eitt ár.


Picless á gamla mátann (grænmeti í edikslegi)

Áhorf: 895 | Umsagnir (0)

Picless á gamla mátann (grænmeti í edikslegi)

20 grænir, litlir tómatar

800 gr gulrætur
4-6 blómkálshöfuð 
Gúrkur
1/2 L estragonedik
Lítið vatn100 gr sykur
Krydd

Best er að búa til pickles á tveim dögum. Fyrri daginn er glösin þvegin, grænu tómatarnir og gúskurnar lagðar í saltvatn, sem er þannig búið til:
í 1 L af vatni er blandað 100 gr af salti og 5 gr af saltapétri.
Bíði næsta dags
Best er að nota smáar gúrkur, en ef gúrkurnar er stórar, verða þær að skerast í sundur. Í hverja krukku er settur ofurlítill kryddpoki. Hann er útbúinn þannig:
Í lítinn klút er látinn hálfur spænskur pipar, sem er útbreyttur, 8 piparkorn, 1 tsk karrý, 1/2 rsk gult sinnep.
Þetta er hnýtt saman. Þessi kryddpoki er mátulegur í stóra krukku ( 1- 1 1/2 kg).
Seinni dagurinn er blómkálinu skipt niður í hríslur, látið augnablik ofaní sjóðandi heitt vatn, raðað á hreint stykki og kælt. Gulræturnar hreinsaðar, látnar ofaní sjóðandi heitt vatn eins og blómkálið, þær eru skornar í sundur í ræmur með riffluðum grænmetishníf. Gúrkurnar skornar í ræmur eftir stærð glasanna, öllu grænmetinu raðað smekklega í glösin, Kryddpokinn setur efst í hverja krukku, þar yfir er helt edekinu, sem soðið hefur verið með sykrinum. Eftir dálitla stund hefur lækkað í glösunum, þá er meiri legi helt yfir, bundið yfir og látið bíða í 8 daga. Þá er leginum hellt gætilega úr krukkunum, þannið að fiskispaða er haldið fyrir glasopið á meðan hellt er af. Lögurinn soðinn og kældur, hellt aftur í krukkurnar og lokið sett á.

Ég hef ekki prufað þetta en fann þetta í afar gamalli bók.


Gangi ykkur vel,
Sigrún

Leita á vefnum